Hvað þetta líf getur verið ósanngjarnt. Fólki er virkilega að takast að buga mig. Helvítis fífl. Nú getur maðurinn minn ekki einu sinni lengur farið út að skemmta sér án þess að verða fyrir aðkasti og heyra um mig lygasögur. Mig langar ekki lengur út úr húsi. Það er meira að segja óendanlega erfitt fyrir mig að mæta í vinnuna og þurfa að hitta fólk, horfa á það og tala við það. Ég er með hnút í maganum allan tímann. Vinnufélagar mannsins eru búnir að fá myndirnar sendar. Það hafa ALLIR séð þær. Mig langar að grafa mig langt ofaní jörðina og liggja þar í nokkur ár. Allavega er ég ekki að fara út að skemmta mér aftur á næstunni, ekki mjög gaman að láta benda á sig eins og á föstudaginn. Mér er óglatt og langar að gráta. Kannski ég fari bara til Afríku, í dýpstu frumskógana þangað sem enginn er með netið.
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Sársauki dauðans
Birt af Gagga Guðmunds kl. 12:54
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|