Ég byrjaði á dönskunámskeiði í kvöld til að undirbúa mig fyrir haustið. Þetta námskeið er hjá Símey og er einu sinni í viku í tvo tíma í senn, í einhver tíu skipti held ég og er ætlað fyrir fólk sem kann einhverja dönsku en þarf að rifja hana upp. Ég er skelfileg í dönskunni eins og er, rugla henni alltaf saman við þýskuna, finnst tungumálin alltof lík. Við erum 11 á námskeiðinu og bara einn karlmaður, hann nýtur sín bara vel í kvennafans. Ég held samt að ég þurfi minni hóp. Og ástæðan er ekki að ég sé svo feimin og þori ekki að tala fyrir framan hina...heldur komast hinir bara eiginlega ekkert að fyrir mér:) Mig langar svo mikið að tala og spyrja, kennarinn reyndar hrósaði mér fyrir það að taka þessu létt og hlæja bara og bulla ef ég kunni ekki eitthvað, sagði mig vera hreint til fyrirmyndar, eeeen kannski er ég bara OF ófeimin og þeir sem eru ekki jafn framfærnir komast þá ekki jafn mikið að og ég. Ég reyni að halda aftur af mér. Gerði það í kvöld líka en talaði samt mest af öllum...well... það er þá ekki þögn á meðan! Þetta er nú nógu helvíti dýrt námskeið svo ég ætla mér að fá eitthvað út úr því, hinir verða bara að vera frekari:) Ja sei sei, svona er maður!
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|