Ég átti góðan nammidag í gær og ákvað því að fara bæði í Body Pump og Body Step í morgun. Úff púff ég hefði betur sleppt því! Body Pump byrjaði hálf tíu og var ljómandi góður klukkutíma langur tíma og svo Body Step beint á eftir í jafn langan tíma og ég er að segja það, kennarinn var snar geðveikur á pallinum! Í einu laginu áttum við að taka einhver svaðaleg ballettstökk og kennarinn sveif eins og engill fram og aftur yfir pallinn. Í speglinum minnti ég helst á Bjössa bollu að leika í Sjafnarbinda auglýsingu. En ég hef húmor fyrir því svo það er í lagi;)
Niðurstöður þessarar ræktarferðar eru þær að ég hef sjaldan verið jafn rauð í framan og sveitt og þegar ég klæddi mig í úlpuna hélt ég hreinlega að ég væri að fá krampa. Ég er enn með svima og hef þyngst um 3 kíló síðan í gær. Það gæti haft eitthvað að gera með þessa tvo lítra af vatni sem ég stútaði áðan. Ef ég blogga ekkert á næstunni, þá hef ég dáið úr ofreynslu.
laugardagur, febrúar 12, 2005
R.I.P.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 12:51
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|