Aðfaranótt laugardags brast á skrítið veður á Akureyri. Eftir vörutalninguna í 10-11 þurfti ég að berjast við að skafa framrúðuna á bílnum og gafst upp á miðri rúðu því engu var líkara en þrefalt lag af grjóthörðum en þó þunnum ís hefði lagst á rúðuna. Það var dimm þoka og frost. Og þegar ég vaknaði seinna um daginn litu tré á Akureyri svona út. Mjög dularfullt veður og maður spyr sig bara; Hvað næst?
.
sunnudagur, febrúar 27, 2005
Febrúar ísing
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:36
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|