miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Ætlar þetta engan endi að taka?

Blaðamaður frá D V hringdi í mig í dag. Hann er að vinna að grein um stúlkur sem lenda í því að birtast n ** tar á netinu, og vildi fá viðtal við mig. Hann sá nafnið mitt á síðu sem strákur sem ég kannast við heldur úti. Hafði hann fengið senda mynda - seríu í tölvupósti af ísl *** kum stelpum, sumum hverjum að öllum líkindum undir lögaldri, og rúmlega það, og var ég þar á meðal. Drengurinn nafngreindi mig á heimsíðu sinni og þannig hafði blaðamaðurinn uppá mér. Ég sagði blaðamanni allt af létta, þó ég hafi ekki mikið álit á D V sem áreiðanlegum miðli, og treysti honum fyrir því að afbaka ekki það sem ég sagði. En ástandið getur nú varla orðið verra úr þessu, ha? Blaðamaður mun láta mig vita áður en greinin birtist, og verð ég hvergi nafngreind...nema hann vilji hljóta verra af!

Sjálfsagt vita allir sem lesa greinina um hverja er að ræða, en ég lít þannig á málið að fyrst fólk heldur virkilega að ég láti sjálf n *** armyndir af mér á netið til að fá athygli, þá muni það með sína fordóma halda því fram að ég kæmi fram undir nafni í D V til að fá enn meiri athygli. Er þetta ekki sorglegt? Ef mig langaði til að sýna mig n ** ta á netinu myndi ég frekar fara í stúdíómyndatöku, og ef til vill fara svolítið í ræktina fyrst!

Annars skilst mér að á einni myndinni sé s ** lpa í bú *** gsklefa, kornung, og ég spyr; Hver er svona ógeðslegur að dreifa þessu um netið? Og hvað er fólk sem fær þetta sent að spá að áframsenda þetta? Lifir það svona aumkunarverðu og innantómu lífi að þeirra eina ánægja er að hlakka yfir óförum annarra og gera í því að breiða þær út? Ja sveiattann ef þetta er heimurinn sem ég lifi í. Aldrei nokkurn tíma myndi mér detta í hug að áframsenda svona myndir ef ég fengi þær í pósti!