laugardagur, apríl 30, 2005

Singles test

Það er litla gleði að finna í lífinu þegar maður situr lasinn heima, en ég fann þetta ágæta single-dating-personality-test-thingy hjá Hugrúnu og ákvað að spreyta mig. Og hérna eru niðurstöðurnar:

Your dating personality profile:

Liberal - Politics matters to you, and you aren't afraid to share your left-leaning views. You would never be caught voting for a conservative candidate.
Adventurous - Just sitting around the house is not something that appeals to you. You love to be out trying new things and really experiencing life.
Outgoing - You can liven up any party. You've got a way with people and have little difficulty charming your dates.
Your date match profile:

Practical - You are drawn to people who are sensible and smart. Flashy, materialistic people turn you off. You appreciate the simpler side of living.
Adventurous - You are looking for someone who is willing to try new things and experience life to its fullest. You need a companion who encourages you to take risks and do exciting things.
Intellectual - You seek out intelligence. Idle chit-chat is not what you are after. You prefer your date who can stimulate your mind.
Your Top Ten Traits

1. Liberal
2. Adventurous
3. Outgoing
4. Intellectual
5. Practical
6. Wealthy/Ambitious
7. Athletic
8. Sensual
9. Big-Hearted
10. Romantic
Your Top Ten Match Traits

1. Practical
2. Adventurous
3. Intellectual
4. Athletic
5. Funny
6. Shy
7. Big-Hearted
8. Wealthy/Ambitious
9. Conservative
10. Traditional

Take the Online Dating Profile Quiz at Dating Diversions

föstudagur, apríl 29, 2005

Ég á ekki til orð

Hvað er eiginlega í gangi? Eru unglingar á Akureyri að verða snar geðveikir, kannski búnir að horfa á of mikið af bíómyndum? Maður fer að halda að þetta sé smitandi bara! Allavega gæti maður ímyndað sér það miðað við að einn gerendanna í þessu máli er fórnarlamb skotárásarinnar í Vaðlaheiði...

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Æj æj æj

Konan er búin að ná sér í einhverja skíta flensu og liggur í rúminu með hita, hósta og beinverki. Ég kemst því ekki til að mótmæla á morgun, alveg skítt ástand! Ætla bara að kúra mig aftur undir sæng, meikaði ekki einu sinni að skríða undan henni til að horfa á Nágranna áðan, svo slæmt er ástandið. Hugsið nú fallega til mín og sendið mér heilandi strauma;)
Tata!

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Gefum ofbeldinu rauða spjaldið

Á síðunni hans Ragnars Hólm er þessa tilkynningu að finna. Sem fyrr hvet ég alla til að mæta.

Fréttatilkynning frá "Birtingu-ungu fólki gegn ofbeldi"

Gefum ofbeldinu rauða spjaldið
Undanfarin misseri hefur aukið ofbeldi í samfélaginu verið mikið í umræðunni. Nú teljum við að komið sé nóg. Við getum ekki setið aðgerðalaus lengur. Við viljum senda skýr skilaboð bæði til stjórnvalda og almennings og vekja landann til umhugsunar um hve stórt vandamálið er. Saklaust fólk hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á ofbeldismönnum sem virðast geta vaðið uppi í samfélaginu án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Þetta viljum við stöðva!
Við skorum því á stjórnvöld jafnt sem almenning að taka til hendinni í þessum málum. Vandinn verður ekki leystur nema allir leggist á eitt. Við búum til okkar eigið samfélag.
Boðað er til þögullar mótmælastöðu gegn ofbeldi á Akureyri nk. föstudag, 29. apríl, klukkan 17.00 á Ráðhústorgi. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta tímanlega, gefa ofbeldinu rauða spjaldið og sameinast í stuttri þögn. Tónlistarmaðurinn KK mun einnig spila nokkur lög.
Sýnum samstöðu í verki. Þessum þöglu mótmælum er beint gegn ofbeldi almennt sem hvorki á að þekkjast í fjölskyldubænum Akureyri né annars staðar. Rauðum spjöldum verður dreift á staðnum.
Einnig eru fyrirhuguð mótmæli annars staðar á landinu á næstunni.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Er eitthvað flottara?

Hvað heldurðu að hafi beðið mín þegar ég kom heim úr vinnunni í gærkvöldi... bleikur gítar! Er til betri gjöf en bleikur gítar? Það get ég ekki ímyndað mér:) Kallinn pantaði hann á netinu fyrir mörgum vikum síðan og er búinn að vera að farast úr spenningi að bíða eftir honum, og hefur betlað í mér að fá að segja mér hvað hann pantaði handa mér, hann á svo erfitt með að þegja greyið;) Eina vandamálið sem ég sé við þessa gjöf er að ég kann barasta ekkert á gítar, en úr því verð ég þá bara að bæta hið snarasta því ekki getur maður látið bleikan gítar rykfalla inní skáp, nei ó nei!

mánudagur, apríl 25, 2005

Mótmælum öll!

Um síðustu helgi fóru tveir ungir Akureyringar með sautján ára pilt yfir í Vaðlaheiði, létu hann strípa sig og skutu hann tólf skotum með loftbyssu. Þeir voru handteknir, þeir játuðu og þeim var sleppt. Hvers vegna í fjandanum er þeim sleppt? Ætti ekki að setja þá í gæsluvarðhald og ákæra fyrir tilraun til manndráps? Það hefði vel getað farið verr hefðu skotin hitt á viðkvæmari svæði, svo sem í hjarta eða innri líffæra sem liggja grunnt. Mér gjörsamlega blöskrar hvernig (ekki) er tekið á máli sem þessu, að minnsta kosti kæri ég mig ekki um að hafa þessa brjálæðinga gangandi um götur bæjarins.
Ungt fólk á Akureyri er mér greinilega sammála þar sem það hefur efnt til mótmæla á Ráðhústorgi klukkan 17 næstkomandi föstudag og hvet ég alla til að mæta og halda á lofti rauðum spjöldum gegn því hversu vægt er tekið á jafn alvarlegri líkamsárás.

sunnudagur, apríl 24, 2005

A herd of buffalo can move only as fast as the slowest buffalo

When the herd is hunted, it is the slowest and weakest ones at the back that are killed first. This natural selection is good for the herd as a whole, because the general speed and health of the whole group is maintained by the regular culling of the weakest members.
Much the same way, the human brain can only operate as fast as the slowest brain cells.
Excessive intake of alcohol, as we all know, kills brain cells, but
naturally it attacks the slowest and weakest brain cells first. In this way regular consumption of beer eliminates the weaker brain cells, making the brain a faster and more efficient machine.
That's why you always feel smarter after a few beers.

Allt í gangi í álfheimum

Ma darling gaf mér alveg magnaða sumargjöf, bókina Hugmyndir fyrir sniðugar stelpur. Ég missti mig af ánægju, enda er bókin öll bleik og í blómum og allskonar dúlleríi og fallegum litum.

Í henni eru allskonar sniðugar hugmyndir, eins og titillinn gefur til kynna, og leiðbeiningar um prjón, hekl, þæfingu, blómaútsaum og annað sætt stelpuföndur. Og það var ekki að spyrja að því, mín beint út í Hrísalund og keypti heklunál, prjóna og bleikt og fjólublátt garn, lærði að sauma lítil blóm, hekla loftlykkjur og að fitja upp og prjóna garðaprjón og hef síðan setið sveitt og prjónað og prjónað og prjónað... Ekki er afraksturinn orðinn mikill ennþá en mér fer stöðugt fram, er búin að prjóna mér röndótt stykki sem já, ég veit ekki hvað verður, líklega bara 1/3 af trefli, en það er nú ekki aðal pointið;)

Og það magnaðasta gerðist í gær. Ég sat í þýsk-ömmu-prjónuðu-bleik-röndóttu ullarsokkunum mínum í kósíheitum upp í sófa með grænt te í bolla, prjóna í höndum og tunguna í munnvikinu, þegar ég sé manninn koma askvaðandi inn í stofu með fötu og tusku, leggjast á hnén og byrja að skrúbba gólf og veggi eins og óður maður! Og hann lét ekki þar við sitja. Þegar ég kvaddi til að rölta í vinnuna sýndist mér ég sjá hann í gjörsamlega hverju horni íbúðarinnar í einu, eins og elding kallinn! Og það leyndi sér ekkert þegar ég kom heim í gærkvöldi að þarna hafði kraftaverk átt sér stað; íbúðin hefur sjaldan verið jafn skínandi hrein í hólf og gólf og var ég hálf smeyk við manninn, hélt jafnvel að eitthvað hefði komið fyrir hann og hann þyrfti á hjálp að halda, en svo reyndist ekki vera, hann ætlaði bara að vinna sér inn nokkra punkta;)

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Vá hvað ég væri til í að borga einhverjum fyrir að fara að vinna fyrir mig núna. Anyone??

Timbeeeeeer

Þá er held ég nóg komið af djammi í bili. Við fórum þrjár Gallupstöllur á sveitta kaffi í gær og slettum úr klaufunum eftir kampavínsdrykkju í stíunni minni og ég er ágætlega timbó í dag. Timbó bimbó! Undarlega slæmur verkur í höfðinu og maginn hálf á hvolfi. Já þetta getur víst gerst þegar óhóflegs áfengismagns er neytt. Annars átti ég einstaklega mikilli karlhylli að fagna í gær, en hún var mjög svo óumbeðin og óæskileg og allt hitt sem byrjar á ó, og fagnaði ég henni ekki mikið. Það munaði mjóu að ég kýldi barasta einn þeirra kaldan á miðju dansgólfinu, en ég sat þó á mér;) Já svo má ekki gleyma því að í svona fjögur síðustu skipti sem ég hef farið út þá kemur einhver blindfullur gaur upp að mér til að láta mig vita að hann hafi séð af mér myndir og eitthvað jarí jarí jarí sem ég nenni ekki að hlusta á. Ohhh fólk getur bara verið svo skemmtilegt og heillandi undir áhrifum að það er engu líkt! Eníveis...það er spurning um daglega göngutúrinn, hvort af honum verði í dag. Ætla aðeins og kúrast í sófann og hugsa málið;)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Fleiri uppvakningar boðnir velkomnir

Stellus er vöknuð aftur til lífsins og hefur verið ´færð í hóp ofvirkra bloggara. Velkomin kona. Eins er Ragnar Hólm með nokkuð smellið blogg sem vert er að kíkja á. Ragnar Hólm textaði einmitt hina bráðsmellnu mynd Twins með meiru.

mánudagur, apríl 18, 2005

Myndir úr gleðinni!

Já þá er maður loksins að skríða saman eftir magnaðan laugardag, 12 tíma stanslaust stuð og mikið skálað í boðinu!



Þema dagsins fór eitthvað fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, enda margar hugmyndir um þemu sem skutu upp kollinum. Okkur tókst þó fjórum gellunum að vera saman í þema.



Rútubílstjórinn okkar hann Ómar kjútípæ vakti mikla lukku og kvenhylli og við erum búnar að panta hann fyrir næstu ferð og held ég að það verði samþykkt einróma meðal margra kvenna á Gallup...;)



Ég var með myndavélina á lofti og festi á filmu 91 mynd en eitthvað var ég utan við mig því flestar eru myndirnar eins, þ.e.a.s. fullt af konum fyrir utan rútu að fá sér í glas og reykja. Ég gleymdi meira að segja að taka myndir í jarðböðunum á Mývatni, enda var ég á fullu að reyna að tæla barþjóninn úr að ofan;) Já, örugglega svona helmingurinn af myndunum er af mér með bleikar fjaðrir á hausnum, ég vakti líka mikla lukku sem fjaðrakústur kvöldsins, og stjórnaði fjöldasöng í rútunni við enn meiri lukku farþega, enda er ég þekkt fyrir að syngja með eindæmum vel:o)

Magga á heiðurinn af því að eiga bestu mynd kvöldsins (fyrir utan myndina af Stellu gellu á áningarstaðnum sem ekki verður birt opinberlega) en hún tók sig ógnar vel út á dansgólfinu konan, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.


laugardagur, apríl 16, 2005

Tata!

Jæja þá er dagurinn mikli runninn upp og ég er vöknuð alltof snemma. Þarf reyndar að mæta í vinnu klukkan 11 svo ég hef þá smá tíma til að athuga hvort ég eigi eitthvað til að vera í á eftir, mér hefur reynst erfitt að finna mér sæmilegan klæðnað síðustu skipti sem ég hef farið út, kominn tími til að uppfæra fataskápinn!
Ég horfði á Ungfrú Reykjavík í gær, alveg var ég ánægð með úrslitin. Ég er orðin svo glötuð að ég kaus meira að segja í símakosningunni, en sem betur fer vann mín stúlka! Mér fannst hún bera af í glæsileika og kynþokka, ég ruglaði öllum hinum löngu ljóshærðu ofurmjónunum saman, spurning um að reyna að skera sig svolítið úr! Vinsælasta stúlkan fannst mér alveg voðalega sæt og sjarmerandi, vildi að hún hefði lent í einhverju sæti.

Eníveis, best að fara og flikka svolítið upp á útlitið fyrir daginn, sí jú oll á morgun!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Velkomin aftur Garún

Undur og stórmerki hafa gerst. Guðrún er farin að blogga aftur. Og þar er ekki slegið slöku við, held ég hafi aldrei séð jafn virkan bloggarr áður og þó hef ég víða leitað. Þar sem einungis eru liðnir þrír dagar frá upprisu Garúnar þá ætla ég þó ekki að vera með neinar stórar yfirlýsingar um röggsemi hennar strax en bíða átekta og sjá hvað verður. Hérna er allavega nýja síðan og fær hún link í hópi ofvirku bloggaranna og ber titilinn sko heldur betur með rentu!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Lúxus djamm í bígerð

Þá er loksins komið að því! Mitt langþráða staffadjamm með Gallup mun eftir laaanga bið eiga sér stað á laugardaginn. Jeij jeij! Þvílíkt sem ég er búin að tuða í fólki að skella sér á ærlegt tjútt og loksins hef ég verið bænheyrð. Og tjúttið verður ekki af verri endanum því við ætlum að byrja á því að fara hingað og sulla rækilega. Svo ætlum við að borða á veitingastað við Mývatn og bruna svo aftur í bæinn í rútu og gera eitthvað sniðugt, kannski skella okkur á Vélsmiðjuna;) Ég gjörsamlega iða í skinninu eftir laugardeginum, þó það sé kannski ekkert tilhlökkunarefni að fara í baðföt, en það er annað mál... nægur bjór verður bara hafður um hönd og þá er ég til í hvað sem er! Ekki það að ég sé ekki alltaf til í hvað sem er... veit ekki alveg hvað ég er að röfla, ég á sko ekki í vandræðum með að spóka mig á baðfötum gott fólk! Að sjálfsögðu verður myndavélin höfð með í för svo það er aldrei að vita nema ég deili gleðinni með ykkur á sunnudaginn. Er spennan ekki að fara með ykkur?

mánudagur, apríl 11, 2005

10. bekkjar reunion - Gagginn 95

Ef einhver gamall Gaggafélagi rekst hingað inn á síðuna og veit ekki af þessu reunioni þá ætla ég hérna að birta dagskránna. Það eru víst allmargir sem ekki vita af þessu því ekki hefur náðst í þá. Endilega þeir sem ekki vita af þessu að kíkja á bloggsíðuna Gagginn 95 sem Haffi hefur haldið gangandi síðasta árið eða svo og tilkynna þátttöku, eða allavega að láta heyra í sér og skilja eftir e-mail adressu. Og ef þið eruð sjálf með bloggsíður þá er sniðugt að kópera þetta þangað svo að sem flestir viti af þessu:) Gaman gaman!

Þá er komið að því ........ !!!!!!!
Eftir að hafa hittst á förnum vegi ölvuð eða edrú og spjallað um það hvað allir eru að gera sem við vorum með í Gagganum og síðan kvatt með þeim orðum að núna yrðum við að fara gera eitthvað. Er loksins komið að því. Þar sem við erum að reyna að ná saman þessum rúmlega 160 manna hópi sem gekk út úr Gagnfræðaskóla Akureyrar fyrir 10 árum. Mikið hefur breyst síðan og fólk farið í allar áttir. Eitt er víst að það eru ekki margir jafn glæsilegir árgangar og þessi sem hafa stigið út úr Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Við ætlum að hittast hérna á Akureyri 27.-28.maí 2005 og fagna útskrift okkar

Föstudagurinn 27.maí Laugardagurinn 28.maí
Farið verður í Sigga Gumm kjallaran, a.k.a. á Græna Hattinn, þar sem við komum til með að ráða ríkjum frá kl. 22:30 til rúmlega miðnættis.
Tilvalið fyrir bekki að hóa sig saman fyrir bekkjarkeppnina sem fer fram á morgun.
Dagskráin
Kl.13:00 Farið í Brekkuskóla og gömluhúsakynnin skoðuð
Kl. 14:30 Farið í Vífilfell í bjórkynningu
Kl. 16:00 Farið á Árskógar
Um kl. 22:30 fer eftir stemmningu fer rúta til baka

Svo vorum við að hugsa um að á sunnudeginum að hittast og fá okkur að borða saman og þá væri nú alveg tilvalið að taka maka og börnin með.

Þátttökugjaldið er 2500.kr og innifalið í því er allt nema áfengir drykkir drukknir á skemmtistöðum. Þ.e.a.s. rútuferð, matur, gos og djús, ferð aftur í bæinn um kvöldið

sunnudagur, apríl 10, 2005

Sófadýrið í mér...

Jæja...hef ekki nennt nálægt blogginu í nokkra daga, búin að vera einstaklega löt og sófakær;) Helgin leið hjá á ógnarhraða með vinnu á föstudagskvöldinu, vinnu í gærdag og mjög svo gómsætu matarboði hjá Birnu og fjölskyldu með rauðvíni og tilheyrandi í gærkvöldi, namminamm. Svo er ég búin að finna mér nýja ástríðu en það er Neighbours...fimmfaldi þátturinn á sunnudögum! Er alveg orðin húkt! Horfi aldrei á þá á virkum dögum, veit ekki einu sinni hvenær þeir eru á dagskrá, en það er fátt þægilegra á sunnudögum en að fá sér eitthvað gott í gogginn og kúra í sófanum yfir Þessu endalausa drama. Það er sem sagt orðið þrennt sem ég ekki má missa af í sjónvarpinu þessa dagana en það er ANTM á miðvikudögum á Skjá einum, MUST SEE þáttur fyrir alla sem finnst gaman að skríkja yfir kreisí gelgjum í hormónaflogs baráttu um athygli gyðjunnar Tyru Banks, Neighbours endursýningin á sunnudögum á Stöð tvö og síðast en alls ekki sýst Krónikuna á RÚV á sunnudagskvöldum en fyrsti þáttur annarrar seríu var síðasta sunnudagskvöld. Þeir þættir þykja mér alveg yndislegir, vandaðir og hjartnæmir;) Svo eru The Swan og Extreem makeover og svona "raunveruleikaþættir" líka í sérstöku uppáhaldi hjá mér þegar ég rekst á þá. Ja sei sei...ætli ég surfi ekki svoldið meira á fjarstýringunni, það er svo dæmalaust kósí!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Loksins, loksins!

Eurovision.is er snilld! Var að hlusta á lögin í ár og er að stúdera þetta svolítið.
Kýpur náði fyrst athygli minni með blöndu af Ruslönu, dansk-íslenska hommanum og gríska Shake it gaurnum frá því í fyrra. Nokkuð catchy lag sem flutt er af honum Constantinos Christotorou og heitir Ela Ela. Hann er nú ekki jafn sætur og grikkinn í naflabolnum samt;)
Danski gaurinn er þvííílíkt hot og ég stefni hér með að því að næla í hann þegar ég flyt út! Lagið er líka þolanlegt bæ ðe vei;)
Franska lagið er líka nokkuð grípandi fyrir utan auðvitað að það er sungið á frönsku og ég skil ekki orð, alveg óþolandi! Getur kannski einhver sagt mér hvað Chacun pense à soi þýðir? Heiða?

Ungverjaland á nokkuð gott framlag, svona þjóðlegt dæmi, svaka dansgrúppa og læti. Mér líkar alltaf vel við þjóðlega tónlist. Lagið heitir Spin, World og er flutt af Nox. Serbía og Svartfjallaland koma líka nokkuð sterkt inn í þessum flokki. Samt ekkert voðalega. Kannski bara alls ekki. Er orðin dálítið ringluð. Of mörg slæm lög.
Frá Möltu kemur Chiara "hin mikla" með lagið Angel. Ömurlega rólegt lag en ég held að myndbandið hafi heillað mig, ég er mjög hrifin af laginu þegar ég horfi á það en annars ekki.
Moldavía kemur með mjög nútímalegt og rokkað lag, soldill húmor í því heyrist mér, eiga góðan séns hjá "ungu" kynslóðinni...vá hvað ég finn mig hrörna hérna.
Spánn kemur undarlegur inn með "The Ketchup song" í annarri tóntegund. Veit ekki alveg hvað ég á að halda um þetta lag. Svei mér þá. Son de Sol með lagið Brujería. Er ekki frá því að Janice Dickenson sé ein af þremur söngkonum þessa bands.
Svíþjóð spilar fram þvílíkum hönk með "kúl lag" þar sem hann syngur um ævintýri sín í Las Vegas, með fjórar Paris Hilton lookalikes í samfestingum að dilla sér í kringum hann. Sigurstrangleg samsetning?
Sviss á svo lokaframlag keppninnar sem greip athygli mína en þeir senda stúlknabandið Vanilla Ninja með lagið Cool Vibes. "Svona gellur með gítara" band, mjög flott hjá þeim.

Ég held að lagið frá Kýpur sé sigurstranglegast, ég get svo svarið það. Hvert stefnir þessi keppni? Keppnin frá 2000 hefur ekki enn verið toppuð og verður það líklega ekki á næstunni, í heildina besta keppnin sem ég man eftir þó að auðvitað hafi komið frábær lög hin árin eins og til dæmis hún Ruslana gella í fyrra. Rrrrrr!!

Á þessari síðu er auk þess að hlusta á lögin í ár, hægt að hlusta á öll íslensku lögin og sjá myndböndin frá árinu 1986 þegar íslendingar riðu á vaðið með Gleðibankann og hugðu á sigur. Mitt uppáhalds íslenska Júróvisionlag fyrir utan Nínu auðvitað, er Tell me með Einari Ágústi og Thelmu...en það var einmitt á þeim tíma sem Einar Ágúst var ennþá sætur...og sexy;)
En nóg um Eurovision í bili, ég á eflaust eftir að tjá mig meira um það síðar!

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Rrrrr....

Þvílík andleg fullnæging að bera þetta á sig, Dove Supreme Silk bodylotion... mæli eindregið með þessari vöru!

Hííve!

Amma mín koma að máli við móður mína í gær, heldur alvarleg, og sagðist hafa séð hann Guðmund hennar Fríðu í sjónvarpinu. Hann væri búinn að sitja inni í 12 mánuði og hefði ekki losnað fyrr en eitthvað Hííve kom og bjargaði honum og nú hefði hann frítt niðurhal. Hvað er eiginlega þetta Hííve?
Konugreyið hélt sem sagt að Guðmundur hennar Fríðu hefði setið í fangelsi í 12 mánuði og skildi hvorki upp né niður í því hvers vegna verið væri að auglýsa það í blöðum og sjónvarpi og hvað þetta niðurhal kæmi málinu við!

*ROP* ... *ROHOOOP*

Er eitthvað geðslegra en fólk sem ropar í símann þegar maður talar við það? Já eflaust. En mér þykir það ekki smekklegt þrátt fyrir að vera ekkert voðalega pen pía svona almennt séð. Sérstaklega ekki þegar ropað er oftar en einu sinni í einni setningu. Álíka smekklegt og að setja tólið upp að óæðri endanum og freta hressilega. Já gott fólk, það er margt spennandi að gerast í lífi mínu þessa dagana, þið bíðið eflaust spennt eftir sögu morgundagsins, en þá mun ég segja frá flísinni sem ég fann í ilinni á mér í gær og hvernig ég náði henni út.

mánudagur, apríl 04, 2005

Er ekki magnað hvað maður getur orðið sætur við að leika sér smá með litinn í photoshop? Eða er ljósa hárið kannski bara að virka svona vel...soldill Legally blond fílingur þarna;)

...

laugardagur, apríl 02, 2005

Meiri brúnka!

Hérna er meiri flott brúnka. Þessi er meira að segja pjúra Akureyrsk!

föstudagur, apríl 01, 2005

Ertekkað kidda mig??

Þetta er nú bara viðbjóðslegt og svooldið langt gengið. Hehe...hún er eins og svartur kall!