Um síðustu helgi fóru tveir ungir Akureyringar með sautján ára pilt yfir í Vaðlaheiði, létu hann strípa sig og skutu hann tólf skotum með loftbyssu. Þeir voru handteknir, þeir játuðu og þeim var sleppt. Hvers vegna í fjandanum er þeim sleppt? Ætti ekki að setja þá í gæsluvarðhald og ákæra fyrir tilraun til manndráps? Það hefði vel getað farið verr hefðu skotin hitt á viðkvæmari svæði, svo sem í hjarta eða innri líffæra sem liggja grunnt. Mér gjörsamlega blöskrar hvernig (ekki) er tekið á máli sem þessu, að minnsta kosti kæri ég mig ekki um að hafa þessa brjálæðinga gangandi um götur bæjarins.
Ungt fólk á Akureyri er mér greinilega sammála þar sem það hefur efnt til mótmæla á Ráðhústorgi klukkan 17 næstkomandi föstudag og hvet ég alla til að mæta og halda á lofti rauðum spjöldum gegn því hversu vægt er tekið á jafn alvarlegri líkamsárás.
mánudagur, apríl 25, 2005
Mótmælum öll!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:58
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|