Ef einhver gamall Gaggafélagi rekst hingað inn á síðuna og veit ekki af þessu reunioni þá ætla ég hérna að birta dagskránna. Það eru víst allmargir sem ekki vita af þessu því ekki hefur náðst í þá. Endilega þeir sem ekki vita af þessu að kíkja á bloggsíðuna Gagginn 95 sem Haffi hefur haldið gangandi síðasta árið eða svo og tilkynna þátttöku, eða allavega að láta heyra í sér og skilja eftir e-mail adressu. Og ef þið eruð sjálf með bloggsíður þá er sniðugt að kópera þetta þangað svo að sem flestir viti af þessu:) Gaman gaman!
Þá er komið að því ........ !!!!!!!
Eftir að hafa hittst á förnum vegi ölvuð eða edrú og spjallað um það hvað allir eru að gera sem við vorum með í Gagganum og síðan kvatt með þeim orðum að núna yrðum við að fara gera eitthvað. Er loksins komið að því. Þar sem við erum að reyna að ná saman þessum rúmlega 160 manna hópi sem gekk út úr Gagnfræðaskóla Akureyrar fyrir 10 árum. Mikið hefur breyst síðan og fólk farið í allar áttir. Eitt er víst að það eru ekki margir jafn glæsilegir árgangar og þessi sem hafa stigið út úr Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Við ætlum að hittast hérna á Akureyri 27.-28.maí 2005 og fagna útskrift okkar
Föstudagurinn 27.maí Laugardagurinn 28.maí
Farið verður í Sigga Gumm kjallaran, a.k.a. á Græna Hattinn, þar sem við komum til með að ráða ríkjum frá kl. 22:30 til rúmlega miðnættis.
Tilvalið fyrir bekki að hóa sig saman fyrir bekkjarkeppnina sem fer fram á morgun.
Dagskráin
Kl.13:00 Farið í Brekkuskóla og gömluhúsakynnin skoðuð
Kl. 14:30 Farið í Vífilfell í bjórkynningu
Kl. 16:00 Farið á Árskógar
Um kl. 22:30 fer eftir stemmningu fer rúta til baka
Svo vorum við að hugsa um að á sunnudeginum að hittast og fá okkur að borða saman og þá væri nú alveg tilvalið að taka maka og börnin með.
Þátttökugjaldið er 2500.kr og innifalið í því er allt nema áfengir drykkir drukknir á skemmtistöðum. Þ.e.a.s. rútuferð, matur, gos og djús, ferð aftur í bæinn um kvöldið
mánudagur, apríl 11, 2005
10. bekkjar reunion - Gagginn 95
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:24
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|