Já þá er maður loksins að skríða saman eftir magnaðan laugardag, 12 tíma stanslaust stuð og mikið skálað í boðinu!
Þema dagsins fór eitthvað fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, enda margar hugmyndir um þemu sem skutu upp kollinum. Okkur tókst þó fjórum gellunum að vera saman í þema.
Rútubílstjórinn okkar hann Ómar kjútípæ vakti mikla lukku og kvenhylli og við erum búnar að panta hann fyrir næstu ferð og held ég að það verði samþykkt einróma meðal margra kvenna á Gallup...;)
Ég var með myndavélina á lofti og festi á filmu 91 mynd en eitthvað var ég utan við mig því flestar eru myndirnar eins, þ.e.a.s. fullt af konum fyrir utan rútu að fá sér í glas og reykja. Ég gleymdi meira að segja að taka myndir í jarðböðunum á Mývatni, enda var ég á fullu að reyna að tæla barþjóninn úr að ofan;) Já, örugglega svona helmingurinn af myndunum er af mér með bleikar fjaðrir á hausnum, ég vakti líka mikla lukku sem fjaðrakústur kvöldsins, og stjórnaði fjöldasöng í rútunni við enn meiri lukku farþega, enda er ég þekkt fyrir að syngja með eindæmum vel:o)
Magga á heiðurinn af því að eiga bestu mynd kvöldsins (fyrir utan myndina af Stellu gellu á áningarstaðnum sem ekki verður birt opinberlega) en hún tók sig ógnar vel út á dansgólfinu konan, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
mánudagur, apríl 18, 2005
Myndir úr gleðinni!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:08
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|