Er eitthvað geðslegra en fólk sem ropar í símann þegar maður talar við það? Já eflaust. En mér þykir það ekki smekklegt þrátt fyrir að vera ekkert voðalega pen pía svona almennt séð. Sérstaklega ekki þegar ropað er oftar en einu sinni í einni setningu. Álíka smekklegt og að setja tólið upp að óæðri endanum og freta hressilega. Já gott fólk, það er margt spennandi að gerast í lífi mínu þessa dagana, þið bíðið eflaust spennt eftir sögu morgundagsins, en þá mun ég segja frá flísinni sem ég fann í ilinni á mér í gær og hvernig ég náði henni út.
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|