Jæja...hef ekki nennt nálægt blogginu í nokkra daga, búin að vera einstaklega löt og sófakær;) Helgin leið hjá á ógnarhraða með vinnu á föstudagskvöldinu, vinnu í gærdag og mjög svo gómsætu matarboði hjá Birnu og fjölskyldu með rauðvíni og tilheyrandi í gærkvöldi, namminamm. Svo er ég búin að finna mér nýja ástríðu en það er Neighbours...fimmfaldi þátturinn á sunnudögum! Er alveg orðin húkt! Horfi aldrei á þá á virkum dögum, veit ekki einu sinni hvenær þeir eru á dagskrá, en það er fátt þægilegra á sunnudögum en að fá sér eitthvað gott í gogginn og kúra í sófanum yfir Þessu endalausa drama. Það er sem sagt orðið þrennt sem ég ekki má missa af í sjónvarpinu þessa dagana en það er ANTM á miðvikudögum á Skjá einum, MUST SEE þáttur fyrir alla sem finnst gaman að skríkja yfir kreisí gelgjum í hormónaflogs baráttu um athygli gyðjunnar Tyru Banks, Neighbours endursýningin á sunnudögum á Stöð tvö og síðast en alls ekki sýst Krónikuna á RÚV á sunnudagskvöldum en fyrsti þáttur annarrar seríu var síðasta sunnudagskvöld. Þeir þættir þykja mér alveg yndislegir, vandaðir og hjartnæmir;) Svo eru The Swan og Extreem makeover og svona "raunveruleikaþættir" líka í sérstöku uppáhaldi hjá mér þegar ég rekst á þá. Ja sei sei...ætli ég surfi ekki svoldið meira á fjarstýringunni, það er svo dæmalaust kósí!
sunnudagur, apríl 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|