Ég fékk blómkálssúpu í hádegismatinn í dag. Ekki svona blómkálssúpu úr dufti heldur úr blómkáli. Sem sagt fullan disk að blómkáli í fljótandi formi. Til að orða það pent þá er ekki sniðugt að borða fullan disk af blómkáli þegar maður vinnur á snyrtistofu.
Í kvöldmatnum klukkan hálf fimm var maginn farinn að orga á meiri mat svo ég hljóp niður í Spiseklub til að skella einhverju í mig. Og hvað var á boðstólum? Gulrótasúpa. Svo ég borðaði fullan disk af fljótandi gulrótum. Sem betur fer var ég búin að vinna klukkan fimm og gat farið heim. Og ekki orð um það meir!
Ég tók auðvitað myndavélina með í vinnuna í dag og smellti aðeins af.
Þetta er sem sagt vinnan mín, spa-ið. Reyndar bara gangurinn.
Þetta er hálft herbergi af tíu sem eru í spa-inu.
Claire gella að gera sig klára.
Og Marianne yndið mitt. Gerir lífið bærilegra:)
miðvikudagur, janúar 09, 2008
Allt í blóma
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:54
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|