"Þessi nýja sýn hans sprettur af því að hún hefur ummyndast í reiði sinni og sárindum, hann vælir í henni í vörn með sínar barnalegu afsakanir, sýnir hvorki karlmennsku né hlýjar tilfinningar, og hún öskara á móti og gerir honum ljóst að hann sé ógeð, lygari, svikari, og hún vilji aldrei sjá hann meir. Þótt hún sé í raun bara að hrópa: "Elskaðu mig, elskaðu mig," eins og konur gera við þessar aðstæður - fellur Hrútur á prófinu. Ræfildómurinn slíkur að hann gat ekki kropið og sagst elska, gat ekki verið maður. Nú tekur farsinn við.
Þegar konur æpa í örvæntingu að þær vilji aldrei sjá mann meir æpa þær í raun ástarsorg sína og þörf, hann hefði átt að taka hana í fangið, segjast elska hana, sefa hana <...>"
Úr bókinni "Kalt er annars blóð" eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur.
föstudagur, janúar 11, 2008
Ræfillinn
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:25
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|