Ja ég hef greinilega eytt jólunum í eitthvað allt annað en að blogga! Í þessari fyrstu færlsu ársins 2008 ætla ég að brydda upp á nýjung í formi ljósmynda sem ekki eru hálfs árs gamlar að vanda. Ég fékk nefnilega langþráða myndavél í jólagjöf og hef verið óstöðvandi á takkanum síðan.
Ég fékk íbúðina mína afhenta daginn eftir að ég kom til landsins og var nokkrum jóladögum eytt þar við niðurrif með dyggri aðstoð pa og Gumms, hryllilega gaman.
Fyrsta mynd, Gumms fyrir neðan stigann ógurlega.
Önnur mynd, pabbi mundar kúbeinið einbeittur á svip.
Þriðja mynd, stiginn ógurlegi heyrir sögunni til.
Íbúðinni fylgir stór kjallari með lofthæð 180 cm. Fyrrverandi eigandi var mikill áhugamaður um nagla virðist vera. Hérna sést smá partur af gleðinni sem beið okkar, og tók um klukkustund fyrir tvo að naglhreinsa kjallarann.
Hérna má svo sjá afköstin, örugglega eitt kíló af nöglum.
Um áramótin var ég nú ekki alveg á því að fara út á lífið, ansi þreytt eftir allt niðurrifið, en Hugrún er þrjóskari en fjandinn og tókst að gabba mig með í bæinn. Við kíktum fyrst á opið hús hjá Klöru mömmu Nínu og þar tók Jóhann nokkur sálfræðingur þessa ljómandi flottu mynd af okkur stöllum.
Gríman var ekki tekin niður fyrr en klukkan sjö um morguninn og vöktum við mikla athygli karlpeningsins á Sveitta kaffi;)
Lengra verður bloggið ekki að sinni, enda ekki þörf á miklum skrifum með allar þessar myndir í færslunni:) Gleðilegt ár!
sunnudagur, janúar 06, 2008
Enn eitt árið liðið??
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:47
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|