laugardagur, janúar 19, 2008

Helstu janúarfréttir

Sjónvarpsfjarstýringin mín hefur ansi sjálfstæðan vilja. Þegar ég hækka á hún það til að skipta um stöð og þegar ég vil skoða textavarpið þá hækkar hún í sjónvarpinu. Þetta getur verið hin besta skemmtun á einmanalegum kvöldum.

Ég hef verið að taka að mér aukavinnu í janúar vegna blankheita. Nudd í Vigör center, eða í regsnkógaloftslagi í sundlauginni, á hótelinu. Reyndar bara þrjú kvöld, en það gefur smá aur í vasann, þar sem ég er með meira en tvöföld spa laun á tímann þarna;) Svo er ég að vinna með svo fínu fólki að þetta er meiri skemmtun en vinna.

Ég er byrjuð í spinning aftur eftir mikla leti síðan í nóvember. Hef nú ekki mætt mikið en þetta kemur allt.

Íbúðin á Akureyri er heldur betur í góðum höndum. Heiggi kom norður í gær til að aðstoða pa og Gumms við málningarvinnu og er stíf vinna alla helgina. Ég á heldur betur góða að! Hermann smiður og alt mulig mand kemur svo í febrúar og leggur parket, setur upp nýtt baðherbergi og nýjan stiga. Um jólin rifum við niður tvo veggi, baðherbergið að mestu, teppi af gólfum, stigann og hillu- og naglhreinsuðum í hólf og gólf. Trúi ekki öðru en íbúðin verði gríðarlega búvænleg fyrsta mars:) Þá verður hún sett í leigu. Bið fólkið mitt um að taka myndir þegar íbúðin er tilbúin og birti hér.

Annars er fátt að frétta héðan úr vorblíðunni í Kaupmannahöfn og bíð ég bara eftir að janúar verði búinn svo febrúar geti komið með öll sín yndi:)