laugardagur, janúar 26, 2008

Keðjubréfaspurningaleikurinn

Það er einhver þriggja manna leikur í gangi milli mín, Guðrúnar og Drafnar. Hef ég heyrt;) Í minn hlut kom að svara eftirfarandi spurningum frá Guðrúnu:

1. Hvaða bók hefur breytt þér?

Ég hef lesið alveg ógrynni af bókum á ævinni. Ég veit ekki hvort einhver þeirra hafi hreint og beint breytt mér, en ein minnisstæðasta bók sem ég hef lesið er bókin "Býr Íslendingur hér?", minningar Leifs Muller eftir Garðar Sverrisson sem ég las þegar ég var 14 minnir mig. Leifur Muller bjó í þrælkunarbúðum nasista í Sachsenhausen í seinni heimsstyrjöldinni og segir bókin frá upplifunum hans þar.

2. Við hvaða lag spretturu á fætur og slekkur á útvapinu?

Ef eitthvað lag fengi mig til að spretta á fætur á morgnana þá myndi ég spila það daglega! Annars er ég með svo ferlegan tónlistarsmekk að það eru fá lög sem láta mig slökkva á tækinu. Það er reyndar sýnd hér í sjónvarpinu dönsk sápa sem heitir 2900 Happiness, og þegar titillag hennar kemur í útvarpinu á ég það til að skipta um stöð.

3. Hvað hélstu að þú yrðir þegar þú varst lítil, en verður ekki?

Ég er einföld sál og hef litlar væntingar til lífsins. Eða þá að ég er mjög stórbrotin og flókin sál;) Allavega átti ég mér aldrei neina drauma sem barn sem ég man eftir og á þá ekki enn. Ég lifi einn dag í einu og tek því sem að höndum ber með jafnaðargeði og stundum ekki. Jújú gamall draumur er að verða fornleifafræðingur í Egyptalandi. En ég er enn of ung til að segja að sá draumur muni aldrei rætast.

4. Skemmtileg staðreynd um þig sem ég vissi ekki fyrir?

Ég er opin bók! Vita ekki allir allt um mig? :) Ja, ég er ein af fáum konum sem ég þekki sem skarta mínum upprunalega háralit! Einnig þjáist ég af krónísku tábergssigi og langar mikið í byssuleyfi svo ég geti farið í gæs. Svo langar mig auðvitað ógurlega til að skríða um leynda ganga pýramídanna...