miðvikudagur, janúar 30, 2008

Hjartað opnað

Hringnum þriggja hefur verið snúið við. Í þetta sinnið skal ég svara Drafnar spurningum.



1.Ef þú værir kjóll, hvernig kjóll værir þú?

Ég væri brúðarkjóll. Fáránlegur við flestar aðstæður, viðeigandi aðeins einstaka sinnum.


2. Nefndu 4 atriði sem þú vilt afreka á æfinni.

Ég vil heimsækja allar heimsálfur. Ég vil gera líf einhvers betra. Mig langar að eignast draum og láta hann rætast. Mig langar að prófa að fæða barn, þó ég sé ekki enn viss um að mig langi í eitt slíkt;)

3. Hvað viltu vera að gera þegar þú verður 57 ára gömul?

57 ára gömul..það er ekki mikill aldur. Ég vona allavega ég verði loksins búin að læra að prjóna og hekla! Ef lukkan leyfir hefur mig kannski langað að eignast barn og á ef til vill nokkur af þeim. Ja svei mér þá ef ég á ekki huggulegt heimili, jafnvel góðan mann, og heil á sál og líkama! Eftir 30 ár er ég vonandi að vinna að því að gera heiminn betri. Hvernig sem farið er að því. Maður getur ef til vill gert heiminn í kringum sig betri þó maður geti ekki bjargað öllum heimsins börnum. Aðallega óska ég þess að 57 ára þurfi ég ekki að líta til baka með sorg og eftirsjá heldur með gleði og þakklæti.

4. Hver er þinn mesti kvíði núna og þín mesta tilhlökkun núna?

Minn mesti kvíði er kannski að ég standi ekki undir eigin væntingum. Mín mesta tilhlökkun núna er sjöundi febrúar;)