mánudagur, október 02, 2006

Ísland farsælda frón

Af hverju býr fólk á Íslandi? Nú, einfaldlega vegna þess að það fæddist þar.

Held að Megas sé sammála mér í því.


Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar


Ingólfur hét hann sem endur fyrir löngu
Ísaland fann og nam og bjó sér þar ból.
Og stjórnmálamennirnir minnast hans í ræðum,
og menn geta séð hvar hann stendur uppá Arnarhól.
En hvað er það sem verndar viðkomu landans?
Vitið þér hvað það er, mér er það hulið.
Því á landsmenn og -konur herja eldar og ísar,
en allra verst er þó bansett næturkulið.
Því segi ég skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það,
og fyrir þeim snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið.
Við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum
-en óskum þess að skipið hans hafi sokkið.



Biðst velvirðingar á mögulegum villum í texta. Hann talar svo bölvað óskýrt karlinn.

sunnudagur, október 01, 2006

Fyrsta október sit ég úti á tröppum í sólbaði á hlýrabol og pilsi og les smásögur. Á svona stundum er maður feginn að búa ekki á Íslandi.

Ég er hætt á snyrtistofunni, kerlingaruglan stóð ekki við að veita mér vinnu fram í miðjan október, ég var bara afleysingarúrræði. En ég græt það ekki, hálf furðulegur vinnustaður að mörgu leyti. Mér bauðst hins vegar vinna á mun betri stað og byrja ég þar 28. október og mun vinna aðra hvora helgi í vetur. Sá staður heitir Skodsborg Kurhotel & Spa og er mörgum íslendingum að góðu kunnur; eins konar heilsuhæli efnaða fólksins. Heimasíðan segir allt sem segja þarf um þennan stað, stórglæsilegur! Svo það mun ekki líta illa út á ferilskránni að hafa unnið þarna, og eiginlega einstök heppni að hafa fengið þetta starf, veit að það eru margir sem sækjast eftir því að vinna þarna. Ég fer á einhver námskeið áður en ég byrja, spa námskeið og Decleor námskeið meðal annars, en þau eru ekki fyrren eftir miðjan október svo ég þurfti að finna mér eitthvað að gera þangað til, og hvað er þá betra en að skreppa heim til Akureyrar í smá heimsókn!

Svo er ég byrjuð í ræktinni af fullum krafti. Er hálf "ógöngufær" af strengjum á hinum furðulegustu stöðum, vissi ekki einu sinni að það væru vöðvar á sumum stöðunum..já anatomiunámið hefur greinilega borgað sig hohohoh:) Mæti með vinkonu Stínu á morgnana, en við erum á svipuðum aldri ef frá eru dregin svona 40 ár. Afgangurinn af hópnum sem við æfum með er svo á svipuðum aldri og hún. Ég uni mér því mjög vel!

Svo er ég búin að bóka ferð til Íslendinganýlendunnar Kanaríeyja um jólin, en þar mun fjölskylda mín eyða jólum og áramótum. Mér fannst nú ekki annað hægt en að vera með þeim yfir hátíðirnar og ekki skemmir það fyrir að geta flúið úr frostinu hér og lagst í sólbað og huggulegheit í tæpar tvær vikur! Það ætti líka að létta vetrarlundina og hrista svolítið af manni slenið sem á það til að hellast yfir mann í skammdeginu að fá smá sól og birtu.

Það er fáránlega stór fluga í einhverju flogi hérna í kringum mig svo ég er farin í bili. Ullabjakk!

laugardagur, september 09, 2006

Mér finnst ekki nema nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast, en sjá, það er liðinn mánuður. Það var ekki ofsögum sagt í kvæðinu; Tíminn líður hratt á gervihnattaöld! Hoho.. Ég er flutt til Lyngby enn eina ferðina, mikið er ég komin með skelfilega leið á að pakka og flytja, hryllir við tilhugsuninni um næsta flutning.
Ég er bara að vinna og vinna þessa dagana, orðin alveg svaka klár snyrtifræðingur og ég tala ekki um hvað ég er góður nuddari! Ég er búin að stjana svo í kringum fólk síðustu vikur, hátt og lágt, að mig er sjálfa farið að dauðlanga í allsherjar líkamsmeðferð; nokkurra tíma nudd væri vel þegið, andlitsbað, fót- og handsnyrting.. mmmmhmmm! Býður sig einhver fram? Öll tilboð verða tekin til nánari athugunar.
Ég var að koma heim úr vinnunni, vinna alla laugardaga, yndislegt eða hitt þó. Held ég halli mér smá, er eitthvað voða dollíbúss...sætt orð;)

föstudagur, ágúst 11, 2006

Emo




Jæja, loksins veit maður hvað svona fólk kallast.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Ekki leiðum að líkjast

Your Aura is Blue

Spiritual and calm, you tend to live a quiet but enriching life.
You are very giving of yourself. And it's hard for you to let go of relationships.

The purpose of your life: showing love to other people

Famous blues include: Angelina Jolie, the Dali Lama, Oprah

Careers for you to try: Psychic, Peace Corps Volunteer, Counselor

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Það er einhver gaur á ferðinni í Köben, svartklæddur á svartri skellinöðru með svartan hjálm. Hann rúntar um hjólastígana á kvöldin vopnaður hníf og stingur hjólreiðamenn í bakið. Eftir að lögreglan komst á snoðirnar um þetta hafa allmargir gefið sig fram sem hafa rifið jakkana sína, síðustu mánuðina, á að þeir héldu spegli á skellinöðru sem keyrði framhjá. Skellinöðrufélaginn er sem sagt búinn að rúnta um á kvöldin í einhverja mánuði og ekki stinga fólk heldur ota vopninu að fólki og ef hann er heppinn, rífa fötin þess. Ég veit ekki hvort ég er með brenglaðan húmor eða hvað en mér finnst þetta hálf fyndið. Svo lengi sem enginn slasast það er að segja. Sorglegur gæji. Ég játa það samt að mér dauðbrá á leiðinni heim úr vinnunni í kvöld þegar svartklæddur maður á skellinöðru brunaði framhjá mér.

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Sóóóólstrandar-gella!

Þessarri helgi var eytt í mikla afslöppun í Lyngby. Sofið fram að hádegi, morgunmatur snæddur og svo lagst út í garð í sólbað. Sex tímar í gær og fimm í dag. Það var vel heitt í gær og smá gola en fram til klukkan fjögur í dag var nær ólíft úti, heiðskýrt og blanka logn. Um hálf þrjú leytið var ég komin með svima, þrátt fyrir mikla vatnsneyslu, og svitinn lak í stríðum straumum, svo ég tók mér pásu og skellti mér í kalda sturtu, bar á mig smá sólarvörn, fékk mér spaghettí, og svo hélt ég áfram í maraþon sólbaðinu mínu. Núna HLÝT ég að fá smá lit á kroppinn. Er orðin svolítið pirruð á litleysinu á mér, er með einhverja fílshúð held ég. Maður sér þvílíkt súkkulaði brúnu gellurnar hérna um allt meðan ég er einungis með einhverja smá brúna slettu á handleggjum og bringu. Næsta vika hjá mér verður róleg, er einungis að vinna þrjá daga, svo ég hyggst halda brúnkumeðferðinni ótrauð áfram. Hef ekki verið með almennilega brúnan kropp frá því ég var smá peð á Spáni endur fyrir löngu, og langar svona einu sinni þegar maður hefur almennilegt tækifæri á því að fá fallegan lit. Ekki oft sem maður lendir í svona frábæru veðri mánuð eftir mánuð. Ég verð bara að vera þolinmóð og sætta mig við að húðin mín er ekkert sú virkasta í að taka lit. Svei mér þá, ég held ég setjist aðeins út aftur, synd að láta þessa blíðu fara til spillis;)

föstudagur, ágúst 04, 2006

Ég rétt náði að labba heim úr vinnunni áður en það byrjaði að hellirigna. Nú bylur rigningin á glugganum, ausandi rigning, risadropar. Hitaskúr. Ég vann til hálf sex. Srundum vinn ég til sjö. Skrítið að vakna snemma, mæta í vinnuna, og þegar vinnan er búin þá er dagurinn líka búinn. Og fer að rigna. Eins gott að ég naut þess vel að vera í sumarfríi. Ég hef ekki verið heima hjá mér í marga daga og ísskápurinn tómur og ætlunin að bruna aftur til S og P í Lyngby. Legg ekki í það í þessu skýfalli, verð að láta garnirnar gaula eitthvað enn.
...
Ég er of svöng, skelli mér út.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

JÆJA PÆJA! Það er búið að vera mikið um gestagang hjá mér síðustu vikur og fólk hefur fallið kylliflatt fyrir hreint æðislegri íbúðinni sem ég bý í og brugðið sér margar ferðir í skápinn oftar af ánægju fremur en nauðsyn. Ég býð upp á afbragðs gistiþjónustu þar sem fólk getur valið um að gista á gömlum grænum sófa í stofunni eða uppí hjá mér, og svo er mjög girnileg sturtuaðstaða í eldhúsinu sem vakið hefur mikla lukku meðal gesta og gangandi. Því miður fer ég að missa þessa íbúð núna í ágúst, efast um að ég finni jafn æðislega íbúð nokkurn tíma aftur!

En þetta er ekki allt dans á rósum, ég hef ekki fundið aðra íbúð, það er brjálað leiguíbúðavesen hérna, mikill skortur á íbúðum, hvað sem hvaða tölur segja. Ég skoðaði eina íbúð sem átti að kosta 5500 á mánuði og hún var hreint út sagt ömurleg, eldgömul og pínulítil og ljót og eigandinn ætlaði þar að auki að fá að nota besta herbergið í íbúðinni undir sitt drasl. Ég er búin að senda út tugi umsókna um íbúðir og þetta var eina svarið sem ég fékk, eigandinn hafði sem sagt fengið um 80 e-mail!

Svo er ég komin í vinnu. Eins og margir vita er ég í pásu frá skólanum, byrja aftur um miðjan október, og fékk vinnu á snyrtistofu, Institut Louise í Hilleröd. Reyndar var ég ráðin á Afrodtie hudpleje á Frederiksberg, rétt hjá þar sem ég bý, með þeim fyrirvara að ég myndi vinna eitthvað í Hilleröd líka, en ég hef látið gabbast eitthvað því ég vinn nær eingöngu í Hilleröd og það er óendanlega langt að fara þangað á morgnana svo ég er nánast flutt til S og P í Lyngby, sem er mun nær Hilleröd en samt alltof langt í burtu, tekur mig klukkutíma að komast í vinnuna héðan. Það er ekkert spes gaman þegar maður er að vinna til sjö á kvöldin. En þetta er fín stofa og ágætar stúlkur sem ég vinn með, allavega við fyrstu kynni, svo þetta hlýtur að verða ágætt. Ég er reyndar svolítið taugaóstyrk að skella mér svona í þessa vinnu en það vonandi reddast þegar ég er komin vel inn í hlutina, veit hvar allt er og hvernig það virkar og læri á öll fjandans kremin sem við vinnum með;)

Annars er það helst að frétta að sólin er farin og við hefur tekið þrumuveður og rigning...þá kemur hiti á Íslandi segja fróðir menn, þá einna helst á Akureyri...en ég vona að það rætist úr þessu um helgina á meðan ég er í fríi úr vinnunni. Ciao í bili.

sunnudagur, júlí 09, 2006

Þá er maður kominn aftur í ofsahitann í Köben. Það var gott að koma aðeins heim til Akureyrar, þó að tilefnið hafi verið sorglegt. Veðrið var ljúft og gott. Samt alltaf janf skrítið veðrið á Íslandi, breytist frá einni mínútunni til þeirrar næstu, og hvergi hef ég séð annan eins himin. Ja sei sei, Akureyrin er indæl. Það var svolítið erfitt að þurfa að fara svona fljótt aftur, vikan leið alltof hratt, hefði viljað knúsa hann Bjartmar minn aðeins lengur...

Snúum okkur að gleðilegra efni. Ég og Sharon vinkona mín gerðum okkur ferð í gærkvöldi út á Österbro, nánar tiltekið í Parken. Þar hélt Robbie Williams sína seinna tónleika og við ætluðum að setjast á kaffihús rétt hjá og tékka hvort við myndum ekki heyra einhvern óm þangað, þar sem tónleikarnir voru jú undir berum himni. Við áttum sem sagt enga miða á tónleikana. Það reyndist nú ekki mikið úrval kaffihúsa í nágrenninu svo við gengum inn á "tónleikasvæðið" fyrir utan Parken og fundum þar bjórsölu, stóla og borð, og plöntuðum okkur þar, alsælar í góða veðrinu. En hvað heldurðu, Sharon er greinilega með samböndin í lagi því hún rakst þarna á gamlan yfirmann sinn sem var að sjá um eitthvað í sambandi við tónleikana, og hann reddaði okkur aldeilis ókeypis inn! Svo við keyptum okkur bara öller og skelltum okkur á þrusu tónleika, 40.000 manns, við stóðum næstum fremst aðeins til hliðar við sviðið, enginn troðningur og allir voða easy á því eitthvað, og eyrun á mér eru enn hálf aum:) Skemmtilega heppnar...

Það er svo ofsalega heitt hérna núna, maður situr í svitabaði langt fram á nætur, kólnar ekkert að ráði fyrr en seint á næturnar og svalinn endist kannski í tvo tíma, þá er sólin komin aftur á loft. Væri gott að geta tekið smá syrpu á Vegagerðinni núna, svona aðeins til að kæla sig niður;) En það má víst ekki kvarta yfir svona blíðu, leggjast frekar bara á ströndina og njóta þess að upplifa eitthvað annað en kuldagalla og stígvél á sumrin:)

Svitakveðjur frá Köben!

þriðjudagur, júní 27, 2006

Langur tími frá síðasta bloggi. Ég er barasta hætt að nenna þessu. Reyndar búið að vera mikið um að vera hjá mér, þrjár vinkonur komið í röð til Köben með menn og jafnvel börn plús ma, pa og Gumms og ég hef verið í fullu starfi í verslunarferðum, dýragarði og Tivoli, orðin sárfætt mjög. En það er gaman að fá gott fólk í heimsókn svo ég kvarta ekki.
Ég er að koma heim á morgun í tæpt vikustopp, verð nú líklega frekar upptekin með Bjartmari en kannski maður hafi smá tíma aflögu í einhvern hitting um helgina, það kemur í ljós, hafi bara samband þeir sem vilja, það er að segja ef einhver les þessa síðu ennþá, ekki eins og það gerist mikið hér. En já, er farin að leita að vegabréfinu, merkilegt hvað ég er góð í að geyma það á góðum stöðum!

föstudagur, maí 19, 2006

Eintóm gleði...!

Í kvöld flyt ég loksins. Það er búið að vera á dagskrá alla vikuna, en alltaf hefur eitthvað komið í veg fyrir það. Kannski er bara svona gott að vera hjá S og P;) Dótið mitt er því búið að standa eitt í nýju íbúðinni, fötin enn ofaní töskum og alles. Það verður kannski ráðin bót á því í kveld. Og verslað á morgun, mat og tilheyrandi, jafnvel eitthvað fínt að vera í í fermingunni hans Gumms Litlabró.

Eurovision fór eins og búist hafði verið við. Sorglegt kvöld, án efa. Ég held að Ísland muni ekki eiga möguleika á að keppa í Eurovision á meðan þessi undankeppni er haldin. Hefur eitthvað með tölfræði að gera býst ég við. Er ekki viss um að ég þoli svona vonbrigði þriðja árið í röð, svo það er spurning um að spara þjóðinni Europeninginn næsta ár og gefa frekar öllum nemum á landinu skólastyrk? Er orðin soldið pirruð að fá engan styrk eins og allir hér í DK.

Já, tilgangur þessarar færslu; Ég er ekki viss um að ég sé með internet tengingu svona right away í nýju íbúðinni, bara láta vita svo þið farið ekki að hafa áhyggjur af mér!

Þá bið ég að heilsa í bili...sorgarkveðjur frá Köben.

Er ICE-neyðarnúmer í GSM símanum þínum?

- gæti bjargað lífi þínu

Eftir að hafa æ ofan í æ lent í vandræðum með að finna símanúmer nánustu aðstandenda þeirra sem lent höfðu í slysum eða skyndilegum veikindum fékk breskur sjúkraflutningamaður þá góðu hugmynd að gott væri að fólk setti símanúmer einhvers sinna nánustu í símaskrá GSM símans undir nafninu ICE en ICE er skammstöfun fyrir "In Case of Emergency". Sjúkraflutningamaðurinn kom þessari strax hugmynd á framfæri og nú breiðist hún um heiminn með örskotshraða og er þegar orðinn eins konar alheims-"standard". Hvað með þig ágæti lesandi? Hefur þú sett símanúmer þíns nánasta aðstandanda í símaskrána í gemsanum þínum undir ICE?

Þegar sjúkraflutningafólk, læknar og hjúkrunarfólk hlynna af fólki sem lent hefur í slysum eða bráðum veikindum er eitt af því sem þarf að gera að ná strax í nánustu aðstandendur og láta þá vita og ekki síður til að fá upplýsingar. Oft er byrjað á því að leita í minni GSM síma hins sjúka eða slasaða, en oftast er ómögulegt að sjá af nafnalistanum í minni símans hver á listanum er nánasti aðstandandi. En standi bókstafirnir ICE er allt á hreinu með það og hægt að hringja strax.

Talsmaður sænsku neyðarlínunnar segir þessa hugmynd frábæra og hvetur alla til að setja stafina ICE og símanúmer nánasta aðstandanda síns þar undir í minni gemsans. Hann segir að í neyðartilfellum geti það skipt sköpum að samband náist við nánustu aðstandendur hið fyrsta. Með því að nota stafina ICE þá viti sjúkraflutningamenn, lögregla og hjúkrunarfólk nánast hvar sem er í veröldinni undireins að þarna sé það númer sem hringja skuli í til að fá upplýsingar um hver hinn veiki eða slasaði er eða t.d. hvort hann sé hrjáður af einhverjum sjúkdómum, hvaða lyf má gefa honum o.s.frv. "Þetta er skynsamlegt, einfalt og kostar ekki neitt en getur bjargað lífi þínu", segir talsmaðurinn við blaðamann Auto Motor & Sport í Svíþjóð.

sunnudagur, maí 14, 2006

Jesssss!

Þar sem ég hef ekki komist á vigt í marga herrans mánuði þá nota ég tækifærið meðan ég er hér hjá S og P og vigta mig eins og galin. Ekki það að mér finnist svona voða gaman að sjá allar tölurnar sem birtast á skjánum, meira bara af gömlum vana. Í gærmorgun gerði ég svo þá undarlegu uppgötvun að ég hafði misst eitt kíló síðan daginn áður. Mér fannst það nú ekki getað staðist svo ég færði vigtina um baðherbergið og prófaði hana á fimm mismunandi stöðum, en það hafði ekkert að segja, ég hafði misst eitt kíló yfir nótt!
Núna hef ég því ekki hugsað mér að nota vigtina aftur, vil ekki eyðileggja þessa gríðarlegu ánægju sem dópaði mig svo mikið upp í gær að ég tók klukkutíma kraftgöngu í skóginum í gær plús magaæfingar á eftir. Ætla að leyfa mér að lifa í þeirri blekkingu að ég sé ekki búin að bæta þessu á mig aftur í dag;)

föstudagur, maí 12, 2006

Nuxe - Multi Usage Dry Oil - Golden Shimmer

Mæli eindregið með þessari olíu. Gefur ótrúlega fallegan gljáa og er auk þess nærandi, uppbyggjandi og verndar húðina. Þetta er "þurrolía" og smýgur fljótt inn í húðina án þess að skija eftir þessa týpísku fitubrák sem venjulegar olíur gera. Blanda af allskyns plöntuolíum t.d. (uppá enskuna því ég er vonlaus í að þýða svona nöfn); olive fruit oil, sweet almond oil, camellia oleifera seed oil, borage seed oil og sunflower seed oil auk rosemary leaf extract og E-vítamíns.


Ótrúlega flott á kroppnum eftir sólbað og líka hægt að nota í hárið. Glansinn helst líka allan daginn, annað en maður er vanur með mörg önnur krem með glimmeri í. Svo maður fær bæði æðislegan lit og næringu fyrir húðina. Gæti ekki verið betra! Reyndar er þetta dýr olía, en alveg þess virði:)

Scheisse!

Ég er að farast úr sólarexemi. Handleggirnir á mér frá úlnliðum og upp á axlir. Að strjúka á mér handleggina er líklega eins og að strjúka eðlu. Fór í apótekið og fékk eitthvurt ansans sterakrem sem er líklega frá djöflinum sjálfum, allavega klæjar mig bara undan því og það lagar þetta ekki baun. Búin að prófa öll krem, aloe vera plöntuna mína og rándýrar olíur, en sei sei nei, held þetta sé komið til að vera. Meðan stelpurnar liggja næstum á búbbunum úti í hádegispásunni, húki ég úti í horni í síðerma peysu. Það var víst of mikil bjartsýni í mér sem hef ekki farið til útlanda síðustu átta árin að halda að ég gæti setið í sólinni sex tíma á dag...þrátt fyrir sólarvörn 50. Og ég sem ætlaði að vera svo brún og sæt þegar ég kem heim 23. maí. Í staðinn kem ég löðrandi í útbrotum með ofvaxna bjórvömb. Æði.


Er hún í krumpugalla?

miðvikudagur, maí 10, 2006

Hvar er Hjálmar?

Ég auglýsi hér með eftir Hjálmari. Síðast sást til hans á hjallinn.blogspot.com, íklæddum húmor og skemmtilegheitum, en undanfarna mánuði hefur ekkert spurst til hans. Þeir sem kunna að vita um ferðir Hjálmars síðan þá eru vinsamlegast beðnir um að skilja eftir komment undir þessari færslu.

Uppáhöld!

Eurovision fjörið heldur áfram með nokkrum af mínum uppáhalds lögum. Þau er nú svo mörg að það er ekki pláss fyrir þau öll hér, en ég tek nokkur vel valin fyrir!

Besta Eurovisionlag allra tíma er að sjálfsögðu "Shir habatlanim" með Datner og Kushnir undir stjórn Kobi Oshrat! Ef það er eitthvað lag úr sögu keppninnar sem hefur brennt sig í huga líklega flestra, sem sáu keppnina 1987, þá er það þetta!


Ég óska hér með eftir partner til að æfa dansinn með! Myndbandið er æði..hljóðið samt svoítið á undan.


Annað lag í miklu uppáhaldi er frá 2003, ég hlustaði á það aftur og aftur, þangað til ég meira að segja lærði textann. Alf Poier með söngfuglinn mömmu sína í bakröddum með lagið "Weil der Mensch zählt"
Maður getur ekki annað en farið í gott skap af því að horfa á þetta :o)






Hinn gríski Sakis Rouvas kom sá og sigraði..næstum...í keppninni 2004. Á mínu heimili vakti hann töluvert mikla lukku það kvöldið og var spilaður út í eitt, ásamt Ruslönu, alla nóttina...vona enn að gamli maðurinn á neðri hæðinni hafi verið heyrnalaus því það var sheikað ansi mikið á stofugólfinu;) Meira svona í Eurovision!



Þessum stúlkukindum er gjörsamlega ofaukið í myndbandinu, vonlausir dansarar...þið reynið bara að leiða þær hjá ykkur;) Ég óska hér með eftir Sakis Rouvas til að æfa dansinn með!

Ef þið viljið "sjá meira" af Sakis er hér sumarlegt myndband af sama lagi! Rrrrr......




Það var mikið dansað við danska lagið frá 2001, "Never let you go", á Sveitta Kaffi á sínum tíma. Rollo & King að brillera.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Euro-mania

Þar sem senn líður að Eurovision er ekki seinna vænna en að rifja upp nokkra gamla gullmola. Þetta verður því blogg með allra hressasta móti, og mun ég halda þessu áfram aaaalveg fam að Eurovision;)

Fyrsta má nefna Herrey's frá Svíþjóð sem unnu keppnina 1984 með Diggi-loo diggi-ley. Gylltu skórnir þeirra eru ekkert nema ferskir!


"Diggi-loo diggi-ley alla tittar på mig
Där jag går i mina gyllne skor."

Og hér má sjá myndbandið við lagið. Skemmtilegt að heyra hvað þeir eru, ja, ekkert alltof góðir söngvarar á köflum. En dansinn bætir upp fyrir það...þó það vanti close up þarna í millikaflanum.



Ef þið hingað til hafið haldið að Austin Powers outfittið sé komið úr gamalli James Bond mynd, þá er kominn tími til að sýna ykkur hvaðan fyrirmyndin virkilega kemur.



1968 var fyrsta árið sem eurovision var sýnt í lit! Hér má sjá myndbandið við Congratulations með Cliff Richard. Stelpurnar í bakröddunum eru líka eins og klipptar út úr A.P...En ég er ekki frá því að greyið maðurinn sé alveg að gera í buxurnar á sviðinu þarna í byrjun;)


Brotherhood Of Man með lagið "Save your kisses for me", sigurlagið frá 1976 er með eina bestu kóreógrafíu sem nokkurn tíma hefur sést í keppninni. Mynbandið er hreinn unaður að horfa á;) Aðalsöngvarinn er enginn smá sjarmör..!




Síðasta framlagið í dag er sigurlagið frá 1981, "Making your mind up" flutt af hinum ensku Bucks Fizz.


Myndbandið bætir, hressir og kætir! Ætli það hafi verið '81 sem æðið að rífa fólk úr fötunum á sviðinu byrjaði? Strákarnir mega eiga það að þeir eru svaka hressir kjútíbossar;) Og svo er dansinn sérstaklega hress!

Einkennandi fyrir öll þessi lög er afbragðs hress dansfílingur. Mjög hressandi.
Á morgun smelli ég svo inn nokkrum vel völdum lögum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér! Það verður hresst!

laugardagur, maí 06, 2006

Hehe...


Never Underestimate The Power Of Stupid People In Large Groups.

Only in golf!


Einhverra hluta vegna fær þetta mig alltaf til að hlæja...

föstudagur, maí 05, 2006

20.000

Ég var sjálf tuttuguþúsundasti gesturinn á síðuna mína...merkilegt ha!

I can see clearly now the rain is gone...

Þá eru það nýjustu fréttir af konunni í Köben!
Ég pakkaði og pakkaði og pakkaði (sjúkt hvað ég á mikð af drasli) og fékk ansi góða hjálp við þrif, og flutti svo mig og mitt hafurtask til Lyngby til Stínu og Palla eðalhjóna, því ég þurfti að skila af mér íbúðinni fyrsta maí og fæ ekki næstu íbúð fyrr en þann fimmtánda. Ég gerði reyndar skemmtilega uppgötvun þann þrítugasta apríl þegar ég hringdi í vinkonu leigjanda míns, því ég hafði hvorki heyrt frá einum né neinum, og hún tilkynnir mér það að stelpan sem ég leigi af komi barasta ekkert heim fyrr en þann sautjánda maí! Ja sei sei, þá var búið að flytja allt dótið mitt til Lyngby og ég stóð með blómið mitt í fanginu, búin að þrífa, og þurfti bara að skila lyklunum. En ég get ekki sagt annað en að þetta er allt saman hið ágætasta mál; ég lifi í vellystingum hér, gómsætur matur á hverju kvöldi, nesti í skólann, internet tenging og meira að segja sturtuklefi..það kalla ég sko lúxus! Núna tekur það mig reyndar 45 mínútur að komast í skólann, í staðinn fyrir 10, en maður lætur sig nú hafa það. Nýja íbúðin mín, sem ég fæ reyndar bara í þrjá mánuði, er uppi á fimmtu hæð, lyftu- og reyklaus, með sturtuklefa í eldhúsinu og klósett inni í skáp. Stelpan sem býr við hliðina á mér og leigir mér íbúðina þarf að láta sér nægja að fara í sturtu í skúr úti í garði; hún er bara með klósett inni í skáp. Það er þó bót í máli að ég fæ internet tengingu með íbúðinni.

Það er komið sumar í Köben og loksins líta gallajakkinn og sólgleraugun ekki lengur fáránlega út. Ja kannski gallajakkinn því það er nætum of heitt fyrir hann;) Núna geng ég því bara um í sandölum og eeermalausum booooool!! Það jafnast ekkert á við það...lalala:) Ég er orðin gjörsamlega fanatísk á sólina og nota því dagkrem með sólarvörn 15, sólkrem með vörn 50 og meik með vörn 15...er það þá ekki vörn 80? ;) Þrátt fyrir þetta ofstæki er ég búin að taka oggulítinn lit á síðustu dögum og hugsa mer gott til glóðarinnar næstu daga; hef hugsað mér að liggja allan morgundaginn í sólbaði, því enn einn kosturinn við Lyngby er jú æðislegi garðurinn bakvið húsið!

Skólinn tekur brátt enda, örfáir skóladagar eftir af náminu, annars einkennist það aðallega af helgum og öðrum frídögum þessa dagana og næstu. Spurning hvort maður taki bara starfsnámið í Tælandi hmmm?

Annars skrepp ég heim þann 24. maí til 28., Gumms litlibró, sem er orðinn gígantískt stór, er að fara að fermast, og ætla ég að verða vitni að þeim atburði. Bara synd að fara úr sólbaðsveðrinu:) Ma er búin að ýja að því að við systkinin verðum send í myndatöku, svo nú er exxxxtreeem skyndimegrun á planinu; maður er orðin eins og versta gylta, að öllu gríni slepptu! Það er bara nokkuð erfitt, því þrátt fyrir kíló af grænmeti á dag, þá er núna bara ekta veður fyrir mikla bjórdrykkju og huggulegheit, og nýjasta nýtt er jú að bjór er ekki megrandi. Vissuð þið þetta? Ja aldrei hefði ég getað ímyndað mér það...

Jæja þetta er orðið ágætt í bili, bið að heilsa úr sólríku Kaupmannahöfn. Vonandi hafið þið það jafn gott og ég..örugglega ekki jafn mikil sól samt;) Tata!

sunnudagur, apríl 30, 2006

Jebb jebb

***Your Birthdate: November 5***


You have many talents, and you are great at sharing those talents with others.
Most people would be jealous of your clever intellect, but you're just too likeable to elicit jealousy.
Progressive and original, you're usually thinking up cutting edge ideas.
Quick witted and fast thinking, you have difficulty finding new challenges.

Your strength: Your superhuman brainpower

Your weakness: Your susceptibility to boredom

Your power color: Tangerine

Your power symbol: Ace

Your power month: May



What Does Your Birth Date Mean?

mánudagur, apríl 24, 2006

Það eina sem karlmaður þarf til að gera mig hamingjusama...

...er að hann sé:

1. vinur
2. félagi
3. ástmaður
4. bróðir
5. faðir
6. húsbóndi
7. yfirmaður
8. rafvirki
9. trésmiður
10. pípari
11. handlaginn
12. skreytimeistari
13. stílisti
14. sérfræðingur í kynlífi
15. mannþekkjari
16. sálfræðingur
17. hagfræðingur
18. reiknimeistari
19. góður huggari
20. góður hlustandi
21. skipuleggjari
22. góður faðir
23. snyrtilegur
24. samúðarfullur
25. sportlegur
26. hlýr
27. skemmtilegur
28. aðlaðandi
29. snillingur
30. fyndinn
31. hugmyndaríkur
32. mjúkur
33. sterkur
34. skilningsgóður
35. þokkafullur
36. prúður
37. metnaðarfullur
38. hæfileikaríkur
39. þolgóður
40. skynsamur
41. trúr
42. ábyggilegur
43. ástríðufullur

..og gleymi aldrei að:

44. gefa mér gjafir reglulega
45. fara með mér að versla
46. vera heiðarlegur
47. vera örlátur
48. að stressa mig ekki
49. horfa ekki á aðrar konur

og um leið þá verður hann líka að:

50. veita mér mikla athygli, og hugsa ekki mikið um sjálfan þig
51. gefa mér allan þann tíma sem ég þarf
52. gefa mér mikið frelsi, ekki hafa áhyggjur af því hvert ég fer

Það er mjög áríðandi:

53. að gleyma aldrei:


1. afmælisdögum
2. brúðkaupsdögum
3. plönum sem ég hef ákveðið



Það eina sem karlmaður þarf til að gera hann hamingjusaman:

1. Gefa honum að borða
2. Sjá til að hann fái það reglulega
3. og þegja svo....

;)

föstudagur, apríl 21, 2006

Moder jeg er træt...

Síðustu daga er ég búin að þramma um tautandi þetta ljóð fyrir munni mér. Eigi veit ég hví...en þetta ljóð hefur alltaf átt stað í hjarta mér.

Det døende barn

Moder, jeg er træt, nu vil jeg sove,
Lad mig ved dit hjerte slumre ind;
Græd dog ej det må du først mig love,
Thi din tåre brænder på min kind.
Her er koldt og ude stormen truer,
Men i drømme, der er alt så smukt,
Og de søde englebørn jeg skuer
Når jeg har det trætte øje lukt.

Moder, ser du englen ved min side?
Hører du den dejlige musik?
Se, han har to vinger smukke hvide,
Dem han sikkert af Vor Herre fik;
Grønt og gult og rødt for øjet svæver
Det er blomster engelen udstrør!
Får jeg også vinger mens jeg lever,
Eller, moder, får jeg når jeg dør?

Hvorfor trykker så du mine hænder?
Hvorfor lægger du din kind til min?
Den er våd, og dog som ild den brænder,
Moder, jeg vil altid være din!
Men så må du ikke længere sukke,
Græder du, så græder jeg med dig,
O, jeg er så træt! – må øjet lukke –
– Moder – se! nu kysser englen mig!


H.C. Andersen

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Ég vildi ég ætti orð



Ég vildi ég ætti orð, sem sefa sorgir.
Orð, sem vekja bros í augum þér
Orð, sem byggja ævintýraborgir
Orð, sem bera þig að brjósti mér.
Orð, sem sætta auðugan og snauðan
Orð, sem sætta lífið sjálft við dauðann
Orð, sem allan efa eyðast láta
Orð, sem vekja birtu, líf og il.
Orð, sem láta grjót og sanda gráta
af gleði yfir því að vera til.



Takk fyrir lánið Garún.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Tinky Winky..Dipsy..Lala..Pó!

Klukkan er að verða átta á sunnudagsmorgni og ég er enn ekki farin að sofa. Ég er mikill nátthrafn og næturgali og komst ekki í gang með fjögurþúsund orða verkefnið mitt fyrr en í nótt. Eftir það þurfti ég aðeins að horfa á sjónvarpið og elda svo. Ekki langaði mig í matinn þegar ég var búin að elda svo ég kveikti aftur á sjónvarpinu núna rétt áðan og lenti inná stubbunum. Og ég horfði á þá. STUBBANA! Og ég hef aldrei séð jafn ávanabindandi barnefni. Þeir voru að velta sér um á jörðinni innan um blóm og kanínur og faðmast. og svo byrjuðu loftnetin þeirra og magar að blikka, og svo kom bíó í maganum á Pó. Það voru börn að föndra með gull og silfur glimmer. Og ég horfði. Svo var bíóið búið en þeir sýndu það bara aftur. Og ég horfði. Þangað til ég áttaði mig á hversu sjúkt þetta barnaefni er og stóð upp og slökkti á sjónvarpinu og sagði við sjálfa mig: "Nei nú er ég orðin alveg rugluð, þetta er sjúkt!" Og þetta sagði ég við mig upphátt nota bene. Aldrei vanmeta áhrifamátt sjónvarpsins gott fólk, það getur gert mann furðulegan. Sérstaklega þegar Stubbarnir eru á skjánum.

ef það væru konur sem réðu heiminum...

...hvað þá?



sunnudagur, apríl 09, 2006

Það er svo mikið eftir af sumrinu í mér

Hér kemur í eitt skipti fyrir öll útskýring á viðvarandi bloggleysi mínu; Nettenging nágrannans er einfaldlega ekki að virka fyrir mig lengur. Ég er að hugsa um að leita þennan árans nágranna uppi og biðja hann vinsamlegast um að redda þessu hið snarasta því eins og gefur að skilja er þetta mjög óþægilegt fyrir mig. Þvílík ósvífni í einum nágranna að gera mér svona erfitt fyrir að stela nettengingunni hans!

Annars er það að frétta að vorið kom í gær...í hálftíma. Svo kom veturinn aftur. Þar sem ég er svo mikil bjartsýnismanneskja neita ég samt að fara úr nýja gallajakkanum mínum og taka niður sólgleraugun svo ég geng um í öllum veðrum skjálfandi úr kulda með sultardropa og sólgleraugu á nefi. Sumu fólki finnst það skrítið. Mér finnst það fólk bara skrítið.

Í tilefni sumarsins læt ég fylgja með þetta...merkilega...ljóð...


Einn daginn segi ég (ungi maður)
Hvernig leggst veturinn í þig.
Og gamla konan svarar:
Ég er bara ekkert að hugsa um það.
Það er svo mikið eftir af sumrinu í mér.
(segir gamla konan)

(Thor Vilhjálmsson)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

20 hlutir um mig

Þó ég reyni að fara eftir eftirfarandi orðum og takist oft, þá eru vissar manneskjur sem einfaldlega eru of pirrandi: Sá sem fremur kýs að brosa en reiðast ber ætíð sigur úr bítum.

Ég er þekkt, að minnsta kosti í minni fjölskyldu, fyrir að kaupa ávallt undarlega skó.

Ég er ákaflega hreinskilin, en kýs að hafa hreinskilnina frekar á uppbyggjandi en niðurrífandi nótum.

Ég er hryllilega veik fyrir öllu bleiku, sama hversu ljótt það nú er, því bleikt gerir flesta hluti fallega.

Dómgreind mín er sprottin af reynslu. En reynsla mín er mest sprottin af slæmri dómgreind;)

Ég get verið ótrúlega blind á hvað öðru fólki finnst ósæmileg hegðun eða of opinskátt umræðuefni.

Það myndi henta mér best að geta sofið í 16 tíma og vakað í 8.

Uppáhalds maturinn minn er kjötsúpa, kjöt í karrý, og blóðug nautalund með bernaissósu.

Besta líkamsrækt sem ég hef prófað er sveitt spinning.

Ég kýs að umgangast heiðarlegt, glatt og jákvætt fólk með hjartað á réttum stað.

Fyrir þannig vini sem aldrei hafa brugðist mér né öðrum, myndi ég jafnvel deyja.

Ég get orðið sjúklega afbrýðisöm þegar ástin er annars vegar.

Ég er minningagreinafíkill.

Ég tek litla manninn mjög nærri mér.

Ég hef gaman af að kynnast skrýtnu fólki, trúarbrögðum og menningu.

Ég á það til að vera óhemju löt.

Mér þykir leiðinlegt að þrífa.

Ég græt oft á sunnudögum.

Ég elska girly-girl rómantískar stelpugamanmyndir.

Ég hef trú á að lýsi sé bót á öllum mannsins meinum.

Ekki eru allir jafn klárir...

Við ætlum að snúa þessu liði 360° við. - Jason Kidd

Óvinir okkar eru hugvitssamir og úrræðagóðir, og það erum við líka. Þeir hætta aldrei að hugsa um nýjar leiðir til að skaða land okkar og þjóð og það gerum við ekki heldur. - George W. Bush 5. ágúst


En sem betur fer leynast gullmolarnir inná milli!


Wise men talk because they have something to say; fools, because they have to say something.

Þegar við skiljum loksins að við erum öll brjáluð verða öll vandamál úr sögunni. - Mark Twain

Ég myndir aldrei deyja fyrir skoðanir mínar, því kannski hef ég rangt fyrir mér. -Bertrand Russell

Frestaðu aldrei til morguns því sem þú getur gert fljótlega eftir helgi. - Mark Twain


Ég hef átt alveg yndislega kvöldstund, en það var ekki í kvöld. - Groucho Marx

Auga fyrir auga gerir allan heiminn blindan. – Gandhi

Thanks, you don't look so hot yourself. - after being told he looked cool (Yogi Berra)

Ekki rugla mig með staðreyndum. Ég hef þegar gert upp hug minn.

"Þrá er sauðkindin en hvað er það á við kvenkindina."
- Bjartur í Sumarhúsum,
Sjálfstætt fólk


Vandamálið við fólk sem hefur enga galla er að þú getur verið nokkuð viss um að það muni hafa ansi pirrandi kosti. - Elizabeth Taylor


Never argue with an idiot. They drag you down to their level, then beat you with experience."


There was a time when religion ruled the world. It is known as The Dark Ages. - Ruth Hurmence Green


Oft dregur lofið háðið í halanum

Eitt orð nægir til að eyðileggja stóra verslun, og einn maður nægir til að eyðileggja ríkið.
(Sem mælt úr munni fyrrum forsætisráðherra vor!))

sunnudagur, mars 12, 2006

Af allri rödd er rymur asnans mest viðurstyggð

Þetta er nú svolítið langur fyrirlestur um Íslam sem ég hef tekið saman hér, en engu að síður góð lesnins og varpar ljósi á þessa trú sem er svo misskilin hjá þeim sem ekki þekkja til. Ég sjálf veit ekki mikið um trúna og er ekki að segja að ég sé sammála öllu því sem hún stendur fyrir, en það er aldrei slæmt að kynna sér nýja hluti! Vonandi nenni einhver að klóra sig fram úr þessu:)

Íslam og múslímar:
Arabíska orðið Íslam merkir friður, undirgefni og hlýðni. Að vera íslamstrúar táknar að játast undir kenningar og leiðsögn Guðs eins og þær opinberuðust Múhammeð spámanni. Múslími er sá sem trúir á Guð og leitast við að haga lífi sínu í samræmi við hina opinberuðu leiðsögn Guðs og orð spámannsins. Hann reynir jafnframt að treysta mannlegt samfélag á sama grunni. “Múhammeðstrú” er rangnefni á Íslam og móðgun við anda þeirrar trúar

Íslam leggur manninum lífsreglur sem byggjast á því sem gott er og að afstýra illu. Fólk er ekki aðeins hvatt til að rækja góðar dyggðir heldur einnig að rótfesta þær en uppræta ranga breytni, að hvetja til góðs en banna illt. Samviskan á að hafa úrslitavaldið, lestirnir mega aldrei bera sigurorð af dyggðunum. Þeir sem hlýðnast þessu kalli tilheyra samfélagi múslíma (UMMAH). Og hlutverk þessa samfélags er að vinna skipulega að því að hvetja til góðra verka og festa þau í sessi, en berjast gegn illum verkum og uppræta þau.


Aðalatriðin eru fjögur:
a) Trú okkar á að vera sönn og einlæg.
b) Við eigum að sýna hana í góðverkum við náungann.
c) Við eigum að vera löghlýðnir borgarar og stuðla að almannaheill.
d) Við eigum að vera æðrulaus og staðföst á hverju sem gengur.


Hér á eftir verða taldar upp nokkrar grundvallar siðareglur á ýmsum sviðum mannlífsins. Þær ná til ýmissa greina persónulegrar breytni og félagslegrar skyldu.

Guðsótti:
Guðsóttinn er æðsta kennimark múslímans samkvæmt Kóraninum. “Sá er yðar göfugastur í augum Guðs, sem óttast Hann mest.” (49,13).
Auðmýkt, hógværð, taumhald á ástríðum og girndum, sannsögli, heiðarleiki, þolinmæði, staðfesta og orðheldni eru meðal þeirra eiginda sem Kóraninn leggur hvað mesta áherslu á.. Þar stendur: “Og Guð elskar hina þrautgóðu.” (2,146).
“Keppið hver við annan um fyrirgefningu Herra yðar og um Paradís svo mikla sem himna og jörð, þá Paradís sem búin er réttlátum, þeim sem gefa ölmusu jafnt í meðlæti og mótlæti, þeim sem hemja reiði sína og fyrirgefa náunga sínum, - Guð elskar þá sem gott gera.” (3,133-134).
“Vertu staðfastur í bæninni, bjóð þú hið góða, og banna hið illa. Taktu með þolgæði hverju því sem að höndum ber. Það er skylda sem á öllum hvílir. Sýndu engum manni fyrirlitningu, og stíg þú eigi á jörðina með drambi. Guði er ekki hlýtt til hinna hrokafullu og hégómlegu. Gakk þú fram í hógværð, og talaðu lágum rómi. Af allri rödd er rymur asnans mest viðurstyggð.” (31,18-19.)

Eftirfarandi orð spámannsins gefa mynd af réttri breytni múslímans:
“Drottinn minn hefur gefið mér níu fyrirmæli: Að minnast Guðs, hvort sem ég er einn eða í margmenni, að vera réttlátur hvort sem ég er argur eða ánægður, að vera hófsamur bæði í fátækt og ríkidæmi, að uppfylla ættingjaskyldur við þá sem hafa snúið baki við mér, að gefa þeim sem hafnar mér, fyrirgefa þeim sem gerir mér rangt til, að þögn mín sé fyllt íhugun, að augnaráð mitt sé áminnandi, og að ég fyrirskipi það sem rétt er.”

Í íslam er ekki nein kirkja eða prestar. Moskurnar eru bænastaðir og þar fer stundum fram fræðsla um ýmis trúarleg efni. Múhameð er fremstur spámanna Allah, en Jesús, Móses og margir aðrir eru einnig mikilsvirtir spámenn. Abraham er ættfaðir bæði múslíma og gyðinga.

laugardagur, mars 11, 2006

Múhameð

Ef ég myndi birta Múhameð teikningarnar á síðunni minni, ætli mér yrði komið fyrir kattarnef? Ætli einhver brjálaður hettuklæddur múslimi myndi ráðast á mig fyrir utan og skera mig á háls? Ég tek ekki þá áhættu. Nenni ómögulega að standa í því að deyja núna.

Reyndar eru múslimar hér í Danmörku ekkert að æsa sig yfir þessum teikningum. Þeir eru auðvitað ekki ánægðir með þetta, en eru kannski það betur upplýstir en múslimar í "vanþróaðri" löndum, að þeir taka þessu með yfirvegun, engin mótmæli, sprengingar eða ofbeldi. Ég þekki og umgengst þónokkuð af múslimum hérna úti og þetta er löngu gleymt. Það uppstóðu nokkrar rökræður til að byrja með, en allt á góðum nótum, og nú er þetta ekki til umræðu lengur.

Írönsk vinkona mín var á þeirri skoðun að þaðan sem hún kæmi hefðu fæstir séð þessar myndir en nýttu sér aðstæður meðan múslimar víða eru í uppreisn til að standa upp, fara út á götu og mótmæla til að vekja athygli á áralangri bælingu. Í hennar heimabæ er fólki bannað að syngja og dansa, horfa á sjónvarp og tjá sig, réttindi sem við teljum svo sjálfsögð að við tökum ekki eftir því hvað við höfum það gott. Konur hafa engin réttindi. Fólk hefur ekki leyfi til að mótmæla þessari bælingu úti á götu í Íran og vinkona mín telur að fólk sé að nýta sér tækifærið, fá útrás fyrir örvæntinguna. Ég þekki ekki nógu vel til til að vita hvort þetta standist, en virðist rökrétt þegar maður heyrir það sagt.

Hjá múslimum er það víst algjört tabú að teikna spámanninn mikla, hvort sem er sem grínmynd eða venjulega. Það merkilega er nú að Múhameð hefur oft verið teiknaður áður. Hvers vegna eru allir svona reiðir núna? Birti hér með nokkrar, vona að enginn reiðist mér.






mánudagur, mars 06, 2006

Stemning á Salonen






Það var tekið ágætlega á því á laugardagskvöldið á Salonen sem er ansi lítill en fáránlega vel sóttur pöbb sem íslendingar eiga það til að stunda stíft. Myndavélin var að sjálfsögðu með í för og myndaði ég grimmt fram á nótt og náðust nokkrar gríííðar góðar myndir eins og meðfylgjandi myndir sannar;) Smelli nú inn fleiri smellnum við tækifæri.

föstudagur, mars 03, 2006

Yfirlit

Einhverjar kvartanir hafa borist um bloggleysi...ja að minnsta kosti ein...og verður hér með bætt úr því.

Ég er byrjuð að leita mér að nýrri íbúð, þarf að flytja héðan eftir tvo mánuði. Ætla sko virkilega að finna mér frábæra og ógeðslega ódýra íbúð...og nokkuð heilbrigðan eiganda sem reynir ekki að ræna mig eins og í síðustu íbúð. Hef ekki enn fengið 80.000 kallinn minn til baka en þetta er allt í vinnslu í kerfinu.

Námið mitt er hálfnað núna, skrítið að ég sé búin að vera hérna í hálft ár nú þegar. Og bara hálft ár eftir af skólanum. Vonandi þrauka ég þetta, er með svo ógurlegan skólaleiða. Svo hálft ár á stofu og svo bíður frelsið mín handan við hornið.

Það snjóar og snjóar í Köben og ekkert virðist bóla á sumrinu sem ég er búin að bíða eftir svo lengi. Ma segir mér að sólin skíni á Akureyri en það er kannski ekkert að marka, það er jú alltaf sól á Akureyri!

Er að hugleiða Tyrklandsferð í sumarfríinu mínu. Þrjár vikur í júlí. Þeir segja að það séu meiri líkur á að vinna í lottó en að fá fuglflensu, svo kannski er ég seif. Þó það væri auðvitað mér líkt að fá fuglaflensu og drepast. Mamma vinkonu minnar á sumarhús þarna við einhverja strönd og hitinn á að vera í kringum 40 stigin. Ætla að sjá hvernig fuglaflensan þróast áður en ég tek ákvörðun. Reyndar ef sumarið verður gott í Danmörku þá hæfir hitastigið hér mér betur.

Það er alvöru jólasnjókoma í uppstreyminu hérna fyrir utan gluggann. Sorglegt.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Tölvan biluð aftur. Fór með hana í viðgerð núna og það mun taka svona þrjár vikur, einstaklega hægvirkt allt hér í Köben. Svo það mun ekki verða mikið um blogg hjá mér á næstunni, þið verðið bara að vera þolinmóð ástirnar mínar, kiss og knús:)

föstudagur, febrúar 03, 2006

Long time no blog.
Tölvan mín búin að vera í endalausu fokki, það endaði með því að hún var send heim á frón svo snillingurinn hann bróðir minn gæti kíkt á hana og að sjálfsögðu tókst honum að fiffa hana til svo hún er svona nokkurn veginn nothæf á ný, msn-ið vill enn ekki virka.

Ég fór í áhugaverða ferð um daginn. Ég og Selay vinkona mín úr skólanum lögðum land undir fót og fórum í helgarsiglingu með Hirsthals-Osló ferjunni. Tilefnið var Fröken Danmark keppni um borð í bátnum, og vorum við förðunarmeistarar;) Vegna "óveðurs" og ísingar var Stórabeltisbrúin lokuð óendanlega lengi og seint um kvöldið var ákveðið að taka ferjuna frá Kalundborg yfir til Árósa og keyra svo þaðan til Hirsthals, sem er nota bene eins langt frá Köben og hugsast getur, næstum því efst uppi í hárlubbanum á kallinum. Ferðin sem átti að taka um sjö tíma tók því sextán tíma og fengum við eins tíma svefn á einhverju sveitahóteli áður en liðið var ræst út í Osló ferjuna. Hárgreiðslumeistarinn sem réð okkur í þessa vinnu var lítið að hafa fyrir því að spjalla við okkur eða segja okkur nokkurn skapaðan hlut um til hvers var ætlast af okkur, hann fann sér strax í rútunni litla dömu að leika við og fylgdi henni stíft eftir alla ferðina. Ætlunin var að byrja að farða stúlkukindurnar um hálf sjö leitið og keppninn byrjaði svo klukkan níu. Eftir okkar bestu útreikningum myndi aldrei takast að farða 26 stelpur á þessum stutta tíma, en þar sem Herra Hár var óviðræðuhæfur létum við það bara gott heita og eftir mikinn velting og ógleði í tax free búðinni ákváðum við bara klukkan hálf eitt að fara og leggja okkur, enda því sem næst ósofnar.

Klukkan fjögur vakna ég við mikið bank á káetuna og fyrir utan stendur úfin kona með augun á stilkum og tilkynnir mér það að búið sé að leita að okkur um allt skip, stælingin sé byrjuð. Ja sei sei, ekki mundi Herra Hár eftir að vid hefðum tilkynnt honum að við ætluðum að leggja okkur, enda óhemju upptekinn maður. Við rukum á fætur, rifum uppúr töskum förðunargræjurnar og hlupum upp með koddaförin á kinnunum og höfðumst handa við að farða í gríð og erg og lukum góðu starfi um klukkan hálf átta, sveittar og bognar með bakverki og tuttugu og sex glæsilegar píur klárar fyrir kvöldið. Þá var haldið beint í kvöldmat sem var einstaklega skemmtilegt þar sem við vorum vægast sagt fallegar og vel ilmandi. Við misstum svo af fyrri hluta keppninnar þar sem við neyddumst til að fara í sturtu og setja á okkur smá andlit, bara svona til að fólk myndi trúa að við værum förðunardömur;)

Kvöldið tókst bara vel þó að diskóið eftirá væri hálf slappt, ég skellti þó í mig nokkrum Campari í sprite og fór í rannsóknarleiðangur um skipið. Við fórum í bólið um þrjú leitið, og svo var ræs klukkan sjö morguninn eftir í morgunmat og rútan átti svo að leggja af stað klukkan átta. Þegar ég vaknaði var ferjan lögst að bryggju og klukkan orðin níu. Selay svaf enn vært. Með fyrrnefndum stærðfræðigáfum okkar reiknuðum við út að rútan væri farin án okkar. Selay varð stressuð en ég bara hló. Við fórum síðastar frá borði, ánægðar með það að hafa ekki siglt aftur til baka til Oslóar með ferjunni, keyptum okkur morgunmat og fundum út hvernig við kæmumst heim með lest. Hringir þá ekki Herra Hárprúður og spyr hvar við séum eiginlega. Þá höfðu greinilega fleiri sofið yfir sig, okkar ágiskun; hann sjálfur og Fröken Þriðja sæti (hann var í dómnefnd), og rútan var ekki farin. Við ákváðum samt sem áður að afboða okkur í rútuna og tókum lestina heim, sem var að sjálfsögðu miklu fljótlegra og þægilegra!

Þetta er sem sagt ferðasagan í hnotskurn, einstaklega vel heppnuð ferð ekki satt;) Ég læt svo fylgja með nokkrar vel valdar myndir.

Þessar fögru systur farðaði ég...





Annað sætið, þriðja sætið, fyrsta sætið...

Við Selay að lokinni sturtunni... höfum báðar myndast betur;)

Tvífarar dagsins







Mischa Burton og Fröken
annað
sæti