Ég rauk upp úr rúminu með svima og hjartslátt áðan þegar ég var að festa blund því ég mundi skyndilega eftir skelfilegri vitleysu sem ég gerði á prófinu. Ég skrifaði að Clostridium bakteríur, sem eru uppáhalds bakteríurnar mínar eins og áður hefur komið fram, væru kokkar en ekki stafir! Auk þess gleymdi ég að skrifa að þær myndi dvalargró. Ég er að segja það, þetta angraði mig svo mikið að hvernig sem ég reyndi gat ég ómögulega sofnað aftur... og vitiði hvað mín gerði..jeminn..ég sendi kennaranum e-mail til að láta hann vita af þessum asnalegu mistökum mínum og að þau héldu fyrir mér vöku...ég á bágt;) Klukkan hálf þrjú um nótt, andvaka útaf einni skitinni vitleysu og sendi kennaranum bréf! Annaðhvort hlær hann mikið að mér, fer með bréfið á kennarastofuna og sýnir hinum kennurunum svo þeir geti líka hlegið að mér (sækó eilífðarnemandanum), eða finnst ég ofsa metnaðarfull og sniðug...hvort eigum við að veðja á hmmmmmmm?
Annars fékk ég 9 í lokaeinkunn í eðlis- og efnafræði, var að sjá það á netinu:o)
laugardagur, desember 04, 2004
Þarf ég að leita mér lækningar?
Birt af Gagga Guðmunds kl. 03:35
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|