Það komu þrír krakkaræflar í Ríkið í dag að biðja um eitthvað á tombólu. Við sögðum þeim að við bara mættum ekki gefa neitt á tombólur. Þá hvíslaði stelpan einhverju að öðrum stráknum og spyr mig svo: "Talarðu norsku?". "Nei" sagði ég, "en ég tala dönsku". Hún spurði Gunna á næsta kassa hins sama og hann svaraði neitandi. Þá strunsaði hún út og hrópaði "JEVLA KUJ" (veit eigi hvernig skal stafsetja það)!! Það er nú ekki flókið að þýða það yfir á DJÖFULSINS BELJA, svo ég hrópaði á eftir henni að hún fengi nú örugglega ekki mikið með þessu móti. Mest langaði mig að stökkva á eftir henni, grípa í hnakkadrambið á henni og löðrunga hana duglega. Þoli ekki hortuga krakkagemlinga.
mánudagur, desember 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|