Skemmtilegt hvað maður er alltaf að troða í sig nammi þegar ANTM er í sjónvarpinu... og sjá svo hana Önnu plus size módelið sem var rekin í burtu í fyrsta þætti búna að missa svona 10 kíló, algjört beibí, helvítis pakk;)
Annars er ég búin að vera að læra á fullu fyrir sýklafræðina í dag, búin með bakteríurnar og svo eru veirurnar á morgun, en kann ekki nærri nógu mikið. Verð líklega stór taugahrúga í prófinu á föstudaginn.
Þessi sniðuga mynd er hluti af námsefninu og sýnir hermann sem er að deyja úr stífkrampa sem bakterían Clostridium Tetani veldur.
Ekki þægilegasti dauðdaginn það!
Núna er bara að halda áfram að læra, gá hvort það festist ekki eitthvað í hausnum á mér.
miðvikudagur, desember 01, 2004
Læri læri tækifæri
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:49
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|