Ég fór á fætur klukkan 10 í morgun til að koma eldri grísnum hennar Birnu í leikskólann því sá yngri var kominn með gubbupest. Ef hún hefði ekki hringt í mig væri ég líklega ennþá sofandi en það er önnur saga. Ég nefnilega sofnaði aftur klukkan hálf eitt og var að skríða fram úr, þetta fer að verða sjúklegt ástand!
En það sem ég vildi sagt hafa var að þegar ég kom á leikskólann voru krakkarnir á leiðinni út svo ég hjálpaði guttanum að klæða sig í útifötin. Rétt hjá mér var fóstra að klæða litla stúlku í og var sú stutta eitthvað ósátt og fannst hún ver feit í pollabuxum (!)...þegar ég var á leiðinni út aftur heyri ég svo fóstruna reyna að dekstra stúlkuna í fötin og segir: "Og þú ert EKKI feit..." Ég missti næstum neðrikjálkann ég var svo gáttuð, ekki ætliði að segja mér að þessi sjúklega mjónudýrkun sé komin alla leið niður í leikskóla? Ég vissi varla að ég hefði líkama þegar ég var í leikskóla, hvað þá að ég væri að taka eftir því hvernig hann væri í laginu, ég meina, stelpan hefur verið svona 4 ára! Ætla rétt að vona að hún hafi bara heyrt mömmu sína segja þetta og viti ekkert um hvað málið snýst, annars dauðvorkenni ég þessu barni. Þess má geta að hún var að sjálfsögðu mjög lítil og mjó eins og flest börn eru.
mánudagur, desember 06, 2004
Litla fólkið...framtíð heimsins
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:17
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|