Mér tókst að ljúka prófum án teljandi skaða, það er gott. Er glöð að þurfa ekki að leggja fleiri latínunöfn á minnið fyrr en í janúar, en ekki hefur betra tekið við. Núna mun ég vinna alla daga fram að jólum í Ríkinu og einnig á Gallup svo vinnudagurinn minn verður ca. 12 tímar nokkra daga vikunnar en styttri aðra daga..verst að ég á eftir á að kaupa jólagjafirnar, er ekki að sjá það fara að gerast á næstunni:/ Vesen með þessar jólagjafir annars, ég er alfarið á móti þeim. Miklu frekar vil ég gefa gjafir á einhverjum öðrum tímum ársins bara þegar manni dettur í hug og gefa þá eitthvað sem fólk virkilega vantar. Mættum taka okkur Vottana til fyrirmyndar að því leyti. Maður eyðir stórfé í að reyna að finna eitthvað sem maður getur ímyndað sér að viðkomandi langi í, bara af því að þetta er hefð.
Ég fór í Ríkið beint eftir próf í morgun...til að vinna nota bene...og ég var í svo miklu spennufalli eftir prófið að ég hélt mér varla vakandi. Þar að auki var ekkert að gera og ég geispaði því vikuskammtinn í dag. Ljúúúúft að vera búin í prófum!!
Hey, niðurstöður Gallup könnunar um áhrif umferðarauglýsinga á fólk í fréttunum núna..ég hef gríðarlegan áhuga á svona niðurstöðum eftir að hafa þurft að spyrja milljón manns að hinum ýmsu málefnum. Já..held að Lite-inn sem ég keypti til að prófa eftir vinnu sé farinn að svífa ískyggilega á mig, og svo er kjötbollu ilmurinn farinn að svífa til mín, best að hætta þessu bulli. Þokkalegt að sitja með öller og blogga meðan kallinn eldar...þessi elska!
mánudagur, desember 13, 2004
Jehhh heeee...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:08
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|