Jólin gengin í garð og ég vel södd og sofin. Svaf í tólf tíma án þess að rumska síðustu nótt, enda mikið þreytt eftir vikuna. Fékk góða gæs og góðar gjafir í gærkvöldi, Bátur með segli og allt eftir Gerði Kristnýju og Engla og djöfla eftir Dan Brown höfund Da Vinci lykilsins...sem ég fékk frá Bjartmari en ég gaf honum einmitt sömu bók. Ég grunaði hann um að hafa bara gefið mér bókina sem hann langaði í en hann þvertók fyrir það! Fékk svo partýpönnu, svona sem maður stingur í samband og getur svo eldað á bara í stofunni og brætt gumms á svona litlum auka plöttum sem fylgja með..hmmm..get the idea? Einnig fékk ég eldfast mót, geggjaða heimaprjónaða háleista, bleik og blá handklæði merkt okkur skötuhjúum með nafni og stjörnumerkjum og tvö ljósker undir kerti. Allt gjafir sem koma að góðum notum. Er hálfnuð með Bátur með segli og allt og hún er alveg ágæt skemmtun, og næst á dagskrá er Englar og djöflar, mín eða mannsins, hinni verður skipt;)
Já þetta voru góð bókajól, gaf ma, pa, Gumms og kallinum öllum bækur, sá þá leið besta í slæmum fjárhagsmálum, því annars hefði ég sko viljað gefa þeim ýmsilegt annað, það væri sko ljúft að vera fjáður, stefni á það í framíðinni!
Annars óska ég ykkur bara öllum gleðilegra jóla og gleðilegs árs og þakka fyrir það sem er að líða...kom mér nefnilega ekki í að skrifa jólakort, var of þreytt og löt;)
sunnudagur, desember 26, 2004
Jóla hvað?
Birt af Gagga Guðmunds kl. 02:40
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|