Núna er ég búin að lesa um 80 blaðsíður í líffæra- og lífeðlisfræðinni og hvað hef ég lært af því? Jú, þetta:
"Örlítið af andrógenum (karlvökum) og östrogenum (kvenvökum) kemur frá nýrnahettuberki bæði hjá körlum og konum. Undir eðlilegum kringumstæðum er hér um mjög lítið magn að ræða þannig að áhrifin á líkamann eru lítil. Æxli taka stundum að vaxa í berkinum og gefa þau frá sér margtfalt magn vaka, einkum af androgenum og þá verða til skeggjuðu frúrnar sem vinsælar voru í hringleikahúsum fyrri daga."
Ég held að þetta hafi verið það eina á þessum 80 blaðsíðum sem ég þurfti ekki að lesa fimm sinnum til að ná. Þá er bara að hefjast handa að nýju og lesa alla bókina, 190 blaðsíður, og jafnvel glósa svo ég muni eitthvað af þessum 7000 latínuheitum, og reyna að einbeita mér í þetta skiptið. Ég var sko næstum farin að þrífa hjá mér klósettið áðan til að þurfa ekki að lesa, en lét mér nægja að setja í vél og hengja upp.
Spurning dagsins: Ætli maður geti hreinlega drepist úr leti?
miðvikudagur, desember 08, 2004
Einbeiting óskast
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:29
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|