Ég er búin að lesa og lesa og skrifa og skrifa (með reglulegum neinúgefstéguppognenniþessuenganveginnlengur-pásum) og fylla e-mailið hjá kennaranum með endalausum verkefnum sem ég er búin að gera aftur og aftur og farin að kunna utan að, svo kíki ég á sýniprófin frá síðustu árum og kann bara ekki baun í bala, hvernig stendur á þessu! Ég er hér með búin að gefa upp á bátinn að verða sýklafræðingur, ekki að það hafi einhverntíma verið ætlunin, ætla bara að reyna að grenja mig í gegnum þetta próf, hlýtur að virka, og reyna að æla ekki of mikið úr stressi. Ætla líka að reyna að senda kennaranum hugskeyti í nótt svo hann breyti prófinu og hafi bara spurningar sem ég kann svörin við...
Annars fóru ma og pa til Danmerkur í morgun, nei getur það verið, þau í útlöndum! Sendi mömmu með gíróseðilinn fyrir snyrtiskólanum, 5000 danskar, sem hún ætlar að borga úti, eitthvað ódýrara segir hún og ég trúi því bara. Svo nú er ekki aftur snúið, mín skal til útlanda næsta haust...einhverjir fleiri á leið til Köben svo ég verði ekki einmana??
fimmtudagur, desember 02, 2004
Scheisse próf!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:50
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|