Þriðja átferðin til ma og pa í röð verður farin klukkan sex. Ótrúlegt hversu mikið magn af mat er hægt að innbyrða á ekki lengri tíma. Byrja daginn á því að skríða fram úr rúminu og upp í sófa með bók í hönd og konfektskál mér við hlið, svo er sturta og fínerí og keyrt til foreldranna í glæsilegan dýrindis mat og fyrsta flokks þjónustu og þar legið yfir imbanum fram eftir kvöldi með köku, ís eða annað gotterí í seilingar fjarlægð. En á morgun er svo gleðin úti því þá hefst maraþon vinnan mín aftur, 10-22 mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Fimmtudag 10-20 og föstudag 9-13. Eftir það fæ ég hugsanlega tveggja daga frí sem ég hyggst nota í svefn og jafnvel smíðavinnu. Einhver með plön fyrir gamlárskvöld annars? Eða á ég að bjóða í teiti? Kannski bara að bjóða Teiti?
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|