Held ég sé að farast úr stressi. Var að skoða prófspurningar og sýnipróf og ég er bara engan veginn góð í þessum fjanda og bara einn og hálfur dagur til stefnu. Fattaði það að ég á ekkert bara eftir að lesa um veirur heldur líka um sveppi, snýkjudýr, ónæmiskerfið, sóttvarnir og fleira... anskotans vesen á manni! Get huggað mig við það að ég er nú þegar komin með heila 3 í einkunn fyrir skil á heimaverkefnum svo ég hlýt að ná, en ég hélt ég hefði nú aðeins meiri metnað en það! Það væri nú annars laglegt að falla í fræðunum því það gerðist víst síðast fyrir 15 árum...alltaf gaman að koma sér á blað, sama fyrir hvað það er, hehe;) Jamms, ætla að vera dugleg á morgun og reyna svo að æla ekki lungunum yfir prófið á föstudaginn, róandi óskast!
fimmtudagur, desember 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|