...sýklafræðiprófinu er lokið!! Verð nú að segja eins og er að krossaspurningarnar, rétt og rangt spurningarnar og að para saman nöfn og uppgötvanir var barasta ekki samboðið mér, var hálf móðguð yfir hvað það var auðvelt! Vonandi kemur svo ekki í ljós síðar að ég hafi gert villu þar;) En síðari helmingur prófsins var öllu snúnari nema ritgerðarspurningin sem ég held ég hafi klárað ágætlega...enda skrifaði ég um uppáhalds bakteríuna mína, eins og sést á fyrri bloggum, Clostridium. Svo ég er pottþétt búin að ná! Nema ég sé þeim mun geðveikari og haldin ranghugmyndum á slæmu stigi;) Fór svo í eldhúskaffi til Guðrúnar dúllíu eftir próf og fór titrandi úr kaffivímu heim í góða Búkollu og Cinderella story. Núna er bara að byrja að stressa sig fyrir líffæra- og lífeðlisfræðiprófið sem er 13.des! Svo byrja ég að sjálfsögðu aftur í Ríkinu í fyrramálið svo það er nóg að gera hjá frúnni.
Er annars furðu sátt við öll úrslit í Ædolinu hingað til...nema hvað að ég hefði viljað sjá Ásu úr síðasta þætti halda áfram...hún er sæt og syngur vel..hot!
föstudagur, desember 03, 2004
Heyrðu...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:43
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|