fimmtudagur, júní 21, 2007

Ég er að horfa á þátt um Britney Spears í sjónvarpinu. Þvílík della. Fólk sem lítur á sjálft sig sem "professional" gagnrýnendur að tala um hvar Britney hefur mistekist. Þeir segja að hún geri sér ekki grein fyrir hvað hún lítur illa út og hvernig það hafi áhrif á framann. Að vera vinkona Paris Hilton geri henni aðeins slæmt því Paris lítur vel út við hliðina á henni, hún er feit, illa greidd og illa klædd. Hún ætti að ráða sér stílista, make up artist og hárstílista. Aðdáendurnir eru horfnir, hún er ljót og í stóru messi. Æ hvað ég varð reið að horfa á þetta. Spáðu aðeins í þetta...Britney var 17 ára þegar hún sló í gegn með Oops I did it again. Sautján ára. Hvað varst þú að gera þegar þú varst sautján? Ég var allavega einhversstaðar veltandi um í mínum eigin haus, þótti ég að sjálfsögðu alltof feit með mín 52 kíló og vissi ekki almennilega hvert mitt hlutverk var í þessum heimi. Og tíu árum síðar veit ég það varla enn. Það eina sem ég get sagt um miss Spears er að ég dauð vorkenni henni. Hún getur ekki farið út úr húsi með bólu á nefinu án þess að vera ljósmynduð. Og það að hún hafi hætt að gangast upp í þessu Hollywood image , sem mér finnst bara frábært, virðist fara fyrir brjóstið á mjög mörgum. Af hverju má stelpugreyið ekki fara ómálað í joggingfötum útúr húsi, einstæð tveggja barna móðirin? Það er greinilega ómögulegt fyrir hana að ætla sér að verða normal eftir að hafa verið teenage sex symbol í mörg ár. Og hverjum er um að kenna? Mömmunni, umboðsmanninum, ljósmyndurunum eða okkur lesendum slúðurblaða? Ég veit það ekki... veit bara að ég finn til með stelpunni.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Þetta er nú í þriðja skipti á rúmum þremur árum sem ég birti þetta ljóð... en það er líka ennþá uppáhalds ljóðið mitt:)

Lokaljóðið

Þegar ég sest loksins niður til að yrkja,
kafnar allt, hverfur, stíflast.

Það gæti einhver komist í þetta.
Það má enginn vita neitt.
Það má enginn vita að ég drekk blóð.
Það má enginn vita að ég fæ hugmyndir.
Það má enginn vita að ég verð að hverfa
inn í landið mitt, alvörulandið í ullarsokkum og kjól
og veiða mér til matar og vaða straumhörð fljót
og kúra mig í hellisskúta.
Það má enginn vita um mig.

(Þessvegna er ég að deyja. Þessvegna elska ég.)

Það má enginn vita að ég heyri jökla gráta,
það má enginn vita að hraunið hvíslar til mín,
það má enginn vita að ég dansa við kletta,
það má enginn vita að hafið kallar á mig,
það má enginn vita hvað ég elska mýrina,
það má enginn vita að ég baða mig upp úr ám.

(Ég þrái aðeins að komast upp á eitthvert fjall, bara það er sannleikurinn.)

Mig langar að vera hlýtt og sofa
og vera ekki hrædd við að sofna.
Ég er svo hrædd um að allt nái mér.
Ég er svo hrædd um að svefninn nái mér og taki mig til sín,
hrædd um að hugmyndirnar taki mig til sín,
hrædd um að ástin taki mig til sín,
hrædd um að lífið taki mig til sín.
Ég er svo hrædd um að einhver ætli að taka mig til sín.

Viltu taka mig til þín. Og vera góður. Svona.

Það má enginn ná mér. Það má enginn taka mig.
Ég er á verði. Ég bjó mér til minn heim
þar sem ég var óhult
og nú þjarmar þessi heimur að mér.

Það endaði með því að ég var lokuð inni,
með þennan lokaða heim.
Og ég fór í marga hringi
og hugsaði um stráka á meðan
og eitthvað heilagt, ósnertanlegt...heilagt.
Ég er svo hrædd um að hræðslan taki mig til sín
og geri mig brjálaða
og enginn vilji vera með mér og jörðin hætti að tala til mín.

Ég sit bara við hyldýpið og hugsa um brú og hugsanafugla
og þetta endalausa blóð,
blóð sem streymir yfir landið.

Ég veit ekki hvaðan það kemur
en það er allt fljótandi í blóði.
Það er það eina sem ég tek mark á.
Það flytur súrefni.

(Mig verkjar svo í hjartað. Mitt dramatíska hjarta.)

En svo myndi ég nú bara jafna mig
og þá væri þetta allt í lagi
og fara í kjól og dansa eftir lagi,
einmitt þessu lagi í höfðinu á mér
og skreyta mig með þangi
og hlaupa upp fjallið með hafið í bala
og þarna er hann,
maðurinn sem þorir að elska.
Hann kemur.

Og ég opna munninn.


Elísabet Jökulsdóttir

Of hrædd við að elska,
of hrædd við að bíða,
of hrædd við hjartað sem er fullt af kvíða.
Of hrædd við ábyrgð,
of hrædd við að lofa,
of hrædd við drauma sem þurfa aldrei að sofa.

KANNSKI

Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur.

Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.

Kannski er besti vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.

Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það. Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.

Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfanginn af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.

Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.

Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi.

Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.

Ég er loksins búin að uppgötva kosti þess að blogga. Fyrir minnislausa manneskju eins og mig er þetta alveg frábært. Til dæmis var ég búin að gleyma þessu skemmtilega atviki sem ég fann fyrir tilviljun aftur þegar ég var að fletta í gegnum síðuna mína í kvöld:


föstudagur, febrúar 11, 2005

Af hvejru er himininn blár?

Ég hitti skondinn mann í ræktinni áðan. Ég var að ganga á bretti eftir aðhaldstímann minn þegar það drynur í einhverjum "Góðan DAAAGINN" beint fyrir aftan mig. Mitt litla hjarta hrökk í kút en ég bauð samt manninum sem steig á brettið við hlið mér góðan daginn. Hann kunni ekki á brettið svo ég sýndi honum hvernig ætti að starta því. Og svo byrjaði hann að spyrja. Og hann spurði og spurði og spurði og mér fannst hann svo fyndinn að ég tók bara þátt þó að maðurinn væri vægast sagt stór undarlegur. Mér fannst þessar aðstæður voða kunnulegar eitthvað og fattaði það þegar ég kom heim að þetta var alveg eins og auglýsingarnar frá Pennanum "með svar við öllu" eða hvað þær nú heita. Dæmi um spurningaflóð frá manninum:"Hvað heitirðu? Hver vann í Ædolinu? Ertu búin að æfa lengi? Ætlarðu að safna vöðvum? Er prógrammið þitt gott? Áttu íbúð? Keyptirðu hana af mömmu þinni? En ömmu? En langömmu? Hvað ertu gömul? Áttu bíl? Hvaða tegund er hann? Er hann fjórhjóladrifinn? Ferðu á honum upp á hálendið? Hvað heldurðu að ég sé gamall? Hvaðan ertu ættuð? Hvar vinnurðu? Er það vel launað? Veistu hvað Tiger Woods er með á mánuði? Ætlarðu að missa nokkur kíló?"Og að sjálfsögðu sagði hann mér ýmsar sögur af sjálfum sér á milli þess sem ég svaraði honum. Hann var að spá í að skrifa smásögu um mann sem býr í Hafnarfirði og finnst gott að fá sér krakk um helgar og keyra svo á sportbílnum sínum upp á fjöll og skjóta hreindýr á haustin og svo sagði hann mér frá konu sem hann bara byrjaði að tala við einhversstaðar og það samband entist í hálft ár. Þá slökkti ég á brettinu mínu og sagðist þurfa að drífa mig heim;) Ég var nú svo hugulsöm að sýna honum fyrst hvernig hann ætti að slökkva á brettinu sínu svo hann færi sér ekki að voða.

Sælt veri fólkið...ef einhver er hérna ennþá;) Ég er komin með fasta internet tengingu núna... sem þýðir þó kannski ekki að ég muni blogga meira en áður en ég hef að minnsta kosti möguleikann á því. Hér í Kaupmannahöfn er búið að vera alltof heitt síðustu vikuna, hitastigið hefur farið upp í 31 gráðu Celcius og að vinna á SPA-i með hitateppi, hitalampa, heit böð og gufu er næstum óbærilegt. Ég þarf að skipta um bol tvisvar á dag og hef ávallt handklæði við höndina þegar ég nudda svo það dropi ekki á kúnnana;) Að sjálfsögðu er ég komin með sólarexem á handleggina, farið að verða sjálfsagður hlutur í byrjun sumar, og það eftir aðeins einn dag í sólinni. Ég er bara ekki gerð fyrir sól.

Ég er að spá í að sækja um nuddnám þessa stundina, námið byrjar 3. september, sem passar mjög vel þar sem starfsnámið mitt endar 1. september, og tekur aðeins rúma þrjá mánuði. Af því sem ég vinn með sem snyrtifræðingur finnst mér nuddið mest heillandi og kúnnarnir eru ánægðir og hrósa mér mikið svo ég held að það sé sterkur leikur að læra það almennilega, svo ég viti aðeins meira hvað ég er að gera;) Ég nuddaði vinkonu mína sem ég er að vinna með um daginn og hún sagði að ég hefði karlmannshendur. Það var sem sagt hrós;) Mínar litlu hendur...
Svo ég er allavega ekki á leiðinni að flytja til Íslands á næstunni. Búin að vera hér í tvö ár núna og ætli ég verði ekki í nokkur ár enn! En þið megið endilega koma og heimsækja mig...:) Ég er enn eina ferðina i pinku lítilli íbúð en það er alltaf nóg pláss:)

Jæja nóg af bloggi í bili, látið nú heyra í ykkur...ég hef ekki efni á símreikningnum mínum en svara næstum alltaf ef síminn hringir!

þriðjudagur, júní 05, 2007

Ég veit ekki... ætti að banna svona lagað?



Litlir sæti strákar

Ég dirfist ekki um stelpur meir, við stelpurnar að þrátta.
Þær eru tælandi frá aldrinum frá 12 og niður’ í 8.
En ef þú ert að pæla í hvað það er sem er koma skal.
Litlir sætir strákar eru langtum betra val.

Þú mændir sem einn afglapi á ókleyfan múr.
Þú veist af beiskri reynslu að vínberin eru súr.
Og þú saknar einhvers sem þú getur kelað við og kysst,
og litlir sætir stráka vekja stöðugt góða list.

Þú ert kalinn bæði og svið’inn nú.
En áttirðu von á öðru?
Það finnur enginn gæfuna í faðmlagi við nöðru.
En þegar lífsins fárið vilja færa þig í kaf:
Litlir sætir strákar þeir stinga þig ekki af.

Sortnaðir geislar, sólar sem djúpt er hnigin
myrkva líf þitt, og löngu fallin vígin,
og einsemdin hún er svo dimm og átakanlega köld.
Litlir sætir stráka verma og lýsa upp þín kvöld.

Ég heyrði það í draumi. Jú! Ég heyrði það svo skýrt
dömu eðlið er af dyggðum rýrt
Ég heyrði það í draumi þú skalt heiðra eigið kyn.
Lítinn sætan strák er ljúft að eiga fyrir vin.

En bjálfarnir þeir munu ætíð binda trúss við frúrnar
og þegar eldar brenna hjörtun í augunum þeim súrnar.
En spáirðu bara í dæmið - gömlu spekingana þá sést
að litli sætir strákar hafa löngum reynst best.

-Megas

Funeral Blues

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He is Dead.
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last forever: I was wrong.

The stars are not wanted now; put out every one,
Pack up the moon and dismantle the sun,
Pour away the ocean and sweep up the woods;
For nothing now can ever come to any good.

-- W.H. Auden