þriðjudagur, apríl 22, 2008

Sumarið er tíminn

Sumarið er að koma í Kaupmannahöfn. Á Österbro situr fólk úti á tröppum og borðar samlokur, leikvöllurinn er fullur af glöðum foreldrum með skríkjandi börn, hjólreiðafólkið lætur axlirnar síga. Sólin skín og þíðir vetrarfreðin hjörtu. Köld golan vekur minningar um íslenskt sumar.

Íslenskt sumar með miðnætursól, íslenskt sumar í lopapeysu, íslenskt sumar að safna skeljum í fjörunni í stígvélum. Rauðar kinnar, saltstorkið hár, eistnesk mjólkurferna og krossfiskur.

Sumarið er tíminn...

laugardagur, apríl 19, 2008

Menn sem hata konur

Ég hef lokað mig af frá umheiminum síðasta sólarhringinn meðan ég kláraði bókina "Mænd der hader kvinder" eftir Stieg Larsson. Ég byrjaði á henni fyrir löngu en datt aldrei almennilega inn í lestrar tempóið fyrr en í gærmorgun. Það var ekki fyrr en á síðu 300 sem sagan byrjaði að vera virkilega spennandi. Ég kláraði svo bókina rétt í þessu, 556 blaðsíður. Snilldar bók. Leiðin liggur beint út í bókabúð til að fjárfesta í bók númer tvö, "Pigen der legede med ilden". Stieg Larsson skrifaði þrjár bækur um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander, "et enestående nyt makkerpar i skandinavisk kriminallitteratur", eins og stendur aftan á bókinni.

Stieg Larsson var sænskur rithöfundur, fæddur árið 1954 og lést árið 2004 úr hjartaáfalli. Kaldhæðni örlaganna að fyrsta bókin í seríunni kom ekki út fyrr en árið 2005 svo hann náði aldrei að upplifa gríðarlegar vinsældir bókanna. "Mænd der hader kvinder" vann Glerlykilinn árið 2006 fyrir bestu glæpasögu á Norðurlöndunum, sömu verðlaun og Arnaldur Indriðason fékk árið 2002 fyrir "Mýrina" og 2003 fyrir "Grafarþögn". Larsson hafði annars gert samning um 10 bækur í seríunni, en dó jú áður en hann náði svo langt. Mér skilst að fjórða bókin sé skrifuð en familían stendur í einhverju lögfræðistappi með útgáfuna.

Þriðja bókin heitir "Luftkastellet der blev sprængt" og eru allar bækurnar jafn ári þykkar, svo ég hef eitthvað að gera í sumarfríinu mínu í maí;) Ég skrifa bókaheitin á dönsku því ég hef ekki hugmynd um hvað þær heita á íslensku!

Ég get allavega mælt með "Mænd der hader kvinder" fyrir þá sem eru lestrarhestar. Fyrir þá sem ekki eru jafn bókhneigðir mæli ég með "Skugga-Baldri" eftir Sjón. Las hana síðasta haust og hún greip mig það fljótt að ég kláraði hana á nokkrum tímum.

Jæja...nennti einhver að lesa þetta? Hehe....

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Smá speki í viðbót



Watch your thoughts, for they become words.
Watch your words, for they become actions.
Watch your actions, for they become habits.
Watch your habits, for they become character.
Watch your character, for it becomes your destiny.


-Unknown