föstudagur, ágúst 20, 2004

Sprell

Hann litli bróðir minn er nú algjör meistari, kíkið á þetta

Þetta er einnig nokkuð smellið... fólk getur átt svooo bágt.




Ég er fegurðardrottning...lalala!

Sei sei sei...ég er með tíðindi! Búin að vera reyklaus í 90,5 klukkustundir, eða nærri fjóra sólarhringa. Þetta er bölvað streð, en líklega vel þess virði, bæði hvað heilsu og fjármál varðar. En mikið djööööfulli langar mig mikið í smá smók...arg...verð að halda þetta út. Ætla að sigra sígarettuna!

Svo er ég alveg að spá í að flytjast búferlum til Köben næsta haust. Fyrst ég get aldrei ákveðið hvað mig langar að læra er ég að hugleiða að skella mér bara í snyrtifræðinám og hætta að vesenast þetta...svona í beinu framhaldi af vegagerðarvinnunni...allt sama tóbakið...ohhh...tóbak.....hehe. Já, námið kostar tæpa milljón og tekur eitt ár og eftir það þarf maður 10 mánuða samning á snyrtistofu og tekur svo sveinspróf. Þannig að þetta er þannig lagað mjög stutt nám, sem kannski hentar mér vel af því ég er alltaf að ana úr einu í annað:) Að þessu loknu er ég svo með annað tromp í erminni, en það kemur allt í ljós síðar. Jæja, og hverjar ætli líkurnar séu að ég verði búin að skitpa um skoðun um áramótin? ... híhí.

Það er víst búið að opna svona snyrtiskóla í Kópavogi og ég sendi fyrirspurn þangað um námið og það kostar sko eina og hálfa milljón og tekur eitt ár, en þar þarf maður að vera búinn með allskonar undanfara, lol áfanga, heilbrigðisfræði, skyndihjálp og fleira sem ekki er gerð krafa um í Danmörku. Samt sem áður ætla ég í VMA núna í haust og taka sýklafræði, efnis- og eðlisfræði og bókfærslu og fara svo í lollið á næstu önn og kannski heilbrigðisfræði og rekstrarfræði. Held það sé sterkur leikur að vera með góðan grunn í þessum fögum á íslensku áður en ég skelli mér í nám á hrognamáli:)

mánudagur, ágúst 16, 2004

Átsj í undirrassasvæðinu

Við Bjartmar fórum í fínan hjólatúr í gær, hjóluðum út í Kjarna og fórum eftir einhverjum stíg sem lá upp á við gjörsamlega endalaust, eða svona næstum, hjóluðum upp fyrir Hamra og enduðum svo við golfvöllinn og þá lá leiðin niður á við sem betur fer, ég var alveg eins og sveitt belja þarna mar, glampandi sólskin og ég stóð næstum á öndinni. Bjartmar í aðeins betra hjólaformi, enda hjólar hann alla daga. Ég er komin með gríðarlega klofverki eftir þetta. Hjóluðum svo í einn kaffibolla til pabba hans og Rósu og enduðum svo í sundi þar sem konur flögguðu sínu fegursta í sólbaði, hryllilega gott. Held ég sé að mynda eitthvað sólarexem eftir þessa blíðu síðustu vikur, eða svitaexem, gæti líka hugsast;)

Svo verður að sjálfsögðu haldið austur á Sléttu enn eina ferðina í dag, á nú reyndar ekki nema svona tvær vikur eftir í vinnu, verð fegin að byrja í skólanum þó ég væri alveg til í að vinna lengur, svona upp á fjármálin! Sem minnir mig á það, verð að skreppa í VMA til að breyta stundaskránni minni, sviftingar í námi núna sko, en tell u about that later honnís!

mánudagur, ágúst 09, 2004

Thíhí...

Jájá, Ali G er með þetta á hreinu, fann þessa "ljómandi" mynd af mér á síðunni hennar Rósu "tengdó". Hún hefði nú alveg mátt photoshoppa hana aðeins;) Ætla að stúdera þetta aðeins meira, athuga hvort ég finn ekki fleiri smellnar myndir.




föstudagur, ágúst 06, 2004

Dull

Það er svo mikið búið að gerast hjá mér að ég er alveg að drukkna í því...ehemmm. Jújú ég fór í matarboðið til Drafnar, gerðum delissíus djúpsteiktar rækjubollur sem áttu að vera forréttur en urðu reyndar for-eftirréttur vegna skipulagsleysis Drafnar elsku;) Eftirrétturinn var svo ekki etinn fyrr en rétt fyrir tíu, enn meira delissíus osta-epla kaka, algjört möst, verð að fá uppskriftina, og svo lagðist ég fyrir framan sjónvarpið hjá henni og stein sofnaði og Bjartmar líka, liggjandi í kjöltu mér...það var rosa gott nema hvað að þegar ég vaknaði þurfti ég að hjóla heim og það var ekkert spes því Dröfn býr næstum á enda veraldar sko, eða í Keilusíðu.
Svo bara búin að liggja í letilífi má segja, var einungis að vinna til hálf fimm í gær, engin afköst hérna, vorum samt nokkuð snögg að setja út grenivíkurveginn, enda ekki nema 600 metrar. Ahhh...já er ekki spennandi að lesa alltaf um vegagerð? Verður að hafa það, konan gerir ekkert annað en vinna og sofa, fær sér kannski stöku bjór, og kannski maður fái sér einn slíkan í kveld, eftir þessa erfiðu vinnuviku;)

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Leiðindin miklu

Æ...mér leiðist óendanlega. Aftur í dag allt í upplausn í vinnunni, það vantar skipulag hér! Ég bauð mig persónulega fram til að skipuleggja starf vegagerðarstarfsmanna, veit ekki hvort ég fái djobbið samt;) Allavega er málið það að Jón er farinn með GPS tækið í 10 daga túr um landið en við þurfum bráðnauðsynlega að nota það til að setja út hæðir á nýjan vegkafla á Grenivíkurvegi (loksins Patzy!!!!) svo við ákváðum að nota gamla alstöð eins og í denn, hryllilega lengi að setja út með henni, og erum búin að brasa í því í allan dag (og í gær því við Jón er sá eini sem kann á forritið) að koma fælnum yfir í tækið...loksins tókst það en þá er helv... tækið bara bilað..ARG! Báðum verkfræðistofu að redda þessu fyrir okkur. Svo ég er alveg að rotna úr leiðindum núna... Þvílíkt peningatap hjá mér, vinn bara til 4 og er ekki á dagpeningum... hmmm... verður víst að hafa það, vona bara að allt gangi sinn vanagang í næstu viku.

Dröfn er búin að bjóða mér í mat í kvöld, nammi namm, en vildi ekki segja mér hvað hún ætlaði að kokka..hún var víst að kaupa sér nýja matreiðslubók, alveg spurning um hvort maður þori að mæta;)

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Hmmmm......



Kræst

talandi um að vera lélegur bloggari ha! Hef bara ekki komist í tölvu í ár og aldir liggur við. Er á Vegagerðinni á Ak bara núna, þvílíkt asnalegur dagur, fólk eitthvað hálf lúið í hausnum eftir helgina hlýtur að vera. Slepp að öllum líkindum við að fara austur í dag, það er sæla sko, er orðin soldið þreytt á vinnuskúrum og 1944, en það er ekki pottþétt ennþá, yfirmenn hér á bæ eru búnir að skipta alloft um skoðun í dag, eða svona 6 sinnum, en ég hélt þetta sé nokkuð öruggt núna.

Versló var ákaflega...ja..bara ágæt sossum. Konur eru orðnar svo gamlar að þær þola ekkert lengur, skemmti mér reyndar konunglega á föstudagskvöldið, fór heim úr bænum snemma á laugardeginum og svo lokadjamm á sunnudaginn sem var ekkert svo skemmtilegt, var orðin alveg rugluð í höfðinu af of mikilli ölneyslu og fór heim löngu áður en ballið var búið. lá svo allan mánudaginn í sófanum og horfði á margar myndir og borðaði mikinn mat, það var alveg æðislegt.
Fékk mér svaðalegt tattú á föstudeginum, svona huge tiger á hægri upphandlegg, hann entist nú reyndar bara í tvo daga, en hann var flottur meðan hann entist;)

Hmmm...kannski maður reyni bara að forða sér heim sem fyrst svo að bændur skipti ekki enn einu sinni um skoðun og sendi mann í útlegð? Ætti reyndar bara að vera hæst ánægð með að vera sem mest í burtu, góður peningur í því, en það er bara einhver þreyta í manni, er að verða hálfgerð fjallakelling á allri þessari einsemd og útiveru:o)