miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Leiðindin miklu

Æ...mér leiðist óendanlega. Aftur í dag allt í upplausn í vinnunni, það vantar skipulag hér! Ég bauð mig persónulega fram til að skipuleggja starf vegagerðarstarfsmanna, veit ekki hvort ég fái djobbið samt;) Allavega er málið það að Jón er farinn með GPS tækið í 10 daga túr um landið en við þurfum bráðnauðsynlega að nota það til að setja út hæðir á nýjan vegkafla á Grenivíkurvegi (loksins Patzy!!!!) svo við ákváðum að nota gamla alstöð eins og í denn, hryllilega lengi að setja út með henni, og erum búin að brasa í því í allan dag (og í gær því við Jón er sá eini sem kann á forritið) að koma fælnum yfir í tækið...loksins tókst það en þá er helv... tækið bara bilað..ARG! Báðum verkfræðistofu að redda þessu fyrir okkur. Svo ég er alveg að rotna úr leiðindum núna... Þvílíkt peningatap hjá mér, vinn bara til 4 og er ekki á dagpeningum... hmmm... verður víst að hafa það, vona bara að allt gangi sinn vanagang í næstu viku.

Dröfn er búin að bjóða mér í mat í kvöld, nammi namm, en vildi ekki segja mér hvað hún ætlaði að kokka..hún var víst að kaupa sér nýja matreiðslubók, alveg spurning um hvort maður þori að mæta;)