föstudagur, maí 19, 2006

Eintóm gleði...!

Í kvöld flyt ég loksins. Það er búið að vera á dagskrá alla vikuna, en alltaf hefur eitthvað komið í veg fyrir það. Kannski er bara svona gott að vera hjá S og P;) Dótið mitt er því búið að standa eitt í nýju íbúðinni, fötin enn ofaní töskum og alles. Það verður kannski ráðin bót á því í kveld. Og verslað á morgun, mat og tilheyrandi, jafnvel eitthvað fínt að vera í í fermingunni hans Gumms Litlabró.

Eurovision fór eins og búist hafði verið við. Sorglegt kvöld, án efa. Ég held að Ísland muni ekki eiga möguleika á að keppa í Eurovision á meðan þessi undankeppni er haldin. Hefur eitthvað með tölfræði að gera býst ég við. Er ekki viss um að ég þoli svona vonbrigði þriðja árið í röð, svo það er spurning um að spara þjóðinni Europeninginn næsta ár og gefa frekar öllum nemum á landinu skólastyrk? Er orðin soldið pirruð að fá engan styrk eins og allir hér í DK.

Já, tilgangur þessarar færslu; Ég er ekki viss um að ég sé með internet tengingu svona right away í nýju íbúðinni, bara láta vita svo þið farið ekki að hafa áhyggjur af mér!

Þá bið ég að heilsa í bili...sorgarkveðjur frá Köben.

Er ICE-neyðarnúmer í GSM símanum þínum?

- gæti bjargað lífi þínu

Eftir að hafa æ ofan í æ lent í vandræðum með að finna símanúmer nánustu aðstandenda þeirra sem lent höfðu í slysum eða skyndilegum veikindum fékk breskur sjúkraflutningamaður þá góðu hugmynd að gott væri að fólk setti símanúmer einhvers sinna nánustu í símaskrá GSM símans undir nafninu ICE en ICE er skammstöfun fyrir "In Case of Emergency". Sjúkraflutningamaðurinn kom þessari strax hugmynd á framfæri og nú breiðist hún um heiminn með örskotshraða og er þegar orðinn eins konar alheims-"standard". Hvað með þig ágæti lesandi? Hefur þú sett símanúmer þíns nánasta aðstandanda í símaskrána í gemsanum þínum undir ICE?

Þegar sjúkraflutningafólk, læknar og hjúkrunarfólk hlynna af fólki sem lent hefur í slysum eða bráðum veikindum er eitt af því sem þarf að gera að ná strax í nánustu aðstandendur og láta þá vita og ekki síður til að fá upplýsingar. Oft er byrjað á því að leita í minni GSM síma hins sjúka eða slasaða, en oftast er ómögulegt að sjá af nafnalistanum í minni símans hver á listanum er nánasti aðstandandi. En standi bókstafirnir ICE er allt á hreinu með það og hægt að hringja strax.

Talsmaður sænsku neyðarlínunnar segir þessa hugmynd frábæra og hvetur alla til að setja stafina ICE og símanúmer nánasta aðstandanda síns þar undir í minni gemsans. Hann segir að í neyðartilfellum geti það skipt sköpum að samband náist við nánustu aðstandendur hið fyrsta. Með því að nota stafina ICE þá viti sjúkraflutningamenn, lögregla og hjúkrunarfólk nánast hvar sem er í veröldinni undireins að þarna sé það númer sem hringja skuli í til að fá upplýsingar um hver hinn veiki eða slasaði er eða t.d. hvort hann sé hrjáður af einhverjum sjúkdómum, hvaða lyf má gefa honum o.s.frv. "Þetta er skynsamlegt, einfalt og kostar ekki neitt en getur bjargað lífi þínu", segir talsmaðurinn við blaðamann Auto Motor & Sport í Svíþjóð.

sunnudagur, maí 14, 2006

Jesssss!

Þar sem ég hef ekki komist á vigt í marga herrans mánuði þá nota ég tækifærið meðan ég er hér hjá S og P og vigta mig eins og galin. Ekki það að mér finnist svona voða gaman að sjá allar tölurnar sem birtast á skjánum, meira bara af gömlum vana. Í gærmorgun gerði ég svo þá undarlegu uppgötvun að ég hafði misst eitt kíló síðan daginn áður. Mér fannst það nú ekki getað staðist svo ég færði vigtina um baðherbergið og prófaði hana á fimm mismunandi stöðum, en það hafði ekkert að segja, ég hafði misst eitt kíló yfir nótt!
Núna hef ég því ekki hugsað mér að nota vigtina aftur, vil ekki eyðileggja þessa gríðarlegu ánægju sem dópaði mig svo mikið upp í gær að ég tók klukkutíma kraftgöngu í skóginum í gær plús magaæfingar á eftir. Ætla að leyfa mér að lifa í þeirri blekkingu að ég sé ekki búin að bæta þessu á mig aftur í dag;)

föstudagur, maí 12, 2006

Nuxe - Multi Usage Dry Oil - Golden Shimmer

Mæli eindregið með þessari olíu. Gefur ótrúlega fallegan gljáa og er auk þess nærandi, uppbyggjandi og verndar húðina. Þetta er "þurrolía" og smýgur fljótt inn í húðina án þess að skija eftir þessa týpísku fitubrák sem venjulegar olíur gera. Blanda af allskyns plöntuolíum t.d. (uppá enskuna því ég er vonlaus í að þýða svona nöfn); olive fruit oil, sweet almond oil, camellia oleifera seed oil, borage seed oil og sunflower seed oil auk rosemary leaf extract og E-vítamíns.


Ótrúlega flott á kroppnum eftir sólbað og líka hægt að nota í hárið. Glansinn helst líka allan daginn, annað en maður er vanur með mörg önnur krem með glimmeri í. Svo maður fær bæði æðislegan lit og næringu fyrir húðina. Gæti ekki verið betra! Reyndar er þetta dýr olía, en alveg þess virði:)

Scheisse!

Ég er að farast úr sólarexemi. Handleggirnir á mér frá úlnliðum og upp á axlir. Að strjúka á mér handleggina er líklega eins og að strjúka eðlu. Fór í apótekið og fékk eitthvurt ansans sterakrem sem er líklega frá djöflinum sjálfum, allavega klæjar mig bara undan því og það lagar þetta ekki baun. Búin að prófa öll krem, aloe vera plöntuna mína og rándýrar olíur, en sei sei nei, held þetta sé komið til að vera. Meðan stelpurnar liggja næstum á búbbunum úti í hádegispásunni, húki ég úti í horni í síðerma peysu. Það var víst of mikil bjartsýni í mér sem hef ekki farið til útlanda síðustu átta árin að halda að ég gæti setið í sólinni sex tíma á dag...þrátt fyrir sólarvörn 50. Og ég sem ætlaði að vera svo brún og sæt þegar ég kem heim 23. maí. Í staðinn kem ég löðrandi í útbrotum með ofvaxna bjórvömb. Æði.


Er hún í krumpugalla?

miðvikudagur, maí 10, 2006

Hvar er Hjálmar?

Ég auglýsi hér með eftir Hjálmari. Síðast sást til hans á hjallinn.blogspot.com, íklæddum húmor og skemmtilegheitum, en undanfarna mánuði hefur ekkert spurst til hans. Þeir sem kunna að vita um ferðir Hjálmars síðan þá eru vinsamlegast beðnir um að skilja eftir komment undir þessari færslu.

Uppáhöld!

Eurovision fjörið heldur áfram með nokkrum af mínum uppáhalds lögum. Þau er nú svo mörg að það er ekki pláss fyrir þau öll hér, en ég tek nokkur vel valin fyrir!

Besta Eurovisionlag allra tíma er að sjálfsögðu "Shir habatlanim" með Datner og Kushnir undir stjórn Kobi Oshrat! Ef það er eitthvað lag úr sögu keppninnar sem hefur brennt sig í huga líklega flestra, sem sáu keppnina 1987, þá er það þetta!


Ég óska hér með eftir partner til að æfa dansinn með! Myndbandið er æði..hljóðið samt svoítið á undan.


Annað lag í miklu uppáhaldi er frá 2003, ég hlustaði á það aftur og aftur, þangað til ég meira að segja lærði textann. Alf Poier með söngfuglinn mömmu sína í bakröddum með lagið "Weil der Mensch zählt"
Maður getur ekki annað en farið í gott skap af því að horfa á þetta :o)






Hinn gríski Sakis Rouvas kom sá og sigraði..næstum...í keppninni 2004. Á mínu heimili vakti hann töluvert mikla lukku það kvöldið og var spilaður út í eitt, ásamt Ruslönu, alla nóttina...vona enn að gamli maðurinn á neðri hæðinni hafi verið heyrnalaus því það var sheikað ansi mikið á stofugólfinu;) Meira svona í Eurovision!



Þessum stúlkukindum er gjörsamlega ofaukið í myndbandinu, vonlausir dansarar...þið reynið bara að leiða þær hjá ykkur;) Ég óska hér með eftir Sakis Rouvas til að æfa dansinn með!

Ef þið viljið "sjá meira" af Sakis er hér sumarlegt myndband af sama lagi! Rrrrr......




Það var mikið dansað við danska lagið frá 2001, "Never let you go", á Sveitta Kaffi á sínum tíma. Rollo & King að brillera.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Euro-mania

Þar sem senn líður að Eurovision er ekki seinna vænna en að rifja upp nokkra gamla gullmola. Þetta verður því blogg með allra hressasta móti, og mun ég halda þessu áfram aaaalveg fam að Eurovision;)

Fyrsta má nefna Herrey's frá Svíþjóð sem unnu keppnina 1984 með Diggi-loo diggi-ley. Gylltu skórnir þeirra eru ekkert nema ferskir!


"Diggi-loo diggi-ley alla tittar på mig
Där jag går i mina gyllne skor."

Og hér má sjá myndbandið við lagið. Skemmtilegt að heyra hvað þeir eru, ja, ekkert alltof góðir söngvarar á köflum. En dansinn bætir upp fyrir það...þó það vanti close up þarna í millikaflanum.



Ef þið hingað til hafið haldið að Austin Powers outfittið sé komið úr gamalli James Bond mynd, þá er kominn tími til að sýna ykkur hvaðan fyrirmyndin virkilega kemur.



1968 var fyrsta árið sem eurovision var sýnt í lit! Hér má sjá myndbandið við Congratulations með Cliff Richard. Stelpurnar í bakröddunum eru líka eins og klipptar út úr A.P...En ég er ekki frá því að greyið maðurinn sé alveg að gera í buxurnar á sviðinu þarna í byrjun;)


Brotherhood Of Man með lagið "Save your kisses for me", sigurlagið frá 1976 er með eina bestu kóreógrafíu sem nokkurn tíma hefur sést í keppninni. Mynbandið er hreinn unaður að horfa á;) Aðalsöngvarinn er enginn smá sjarmör..!




Síðasta framlagið í dag er sigurlagið frá 1981, "Making your mind up" flutt af hinum ensku Bucks Fizz.


Myndbandið bætir, hressir og kætir! Ætli það hafi verið '81 sem æðið að rífa fólk úr fötunum á sviðinu byrjaði? Strákarnir mega eiga það að þeir eru svaka hressir kjútíbossar;) Og svo er dansinn sérstaklega hress!

Einkennandi fyrir öll þessi lög er afbragðs hress dansfílingur. Mjög hressandi.
Á morgun smelli ég svo inn nokkrum vel völdum lögum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér! Það verður hresst!

laugardagur, maí 06, 2006

Hehe...


Never Underestimate The Power Of Stupid People In Large Groups.

Only in golf!


Einhverra hluta vegna fær þetta mig alltaf til að hlæja...

föstudagur, maí 05, 2006

20.000

Ég var sjálf tuttuguþúsundasti gesturinn á síðuna mína...merkilegt ha!

I can see clearly now the rain is gone...

Þá eru það nýjustu fréttir af konunni í Köben!
Ég pakkaði og pakkaði og pakkaði (sjúkt hvað ég á mikð af drasli) og fékk ansi góða hjálp við þrif, og flutti svo mig og mitt hafurtask til Lyngby til Stínu og Palla eðalhjóna, því ég þurfti að skila af mér íbúðinni fyrsta maí og fæ ekki næstu íbúð fyrr en þann fimmtánda. Ég gerði reyndar skemmtilega uppgötvun þann þrítugasta apríl þegar ég hringdi í vinkonu leigjanda míns, því ég hafði hvorki heyrt frá einum né neinum, og hún tilkynnir mér það að stelpan sem ég leigi af komi barasta ekkert heim fyrr en þann sautjánda maí! Ja sei sei, þá var búið að flytja allt dótið mitt til Lyngby og ég stóð með blómið mitt í fanginu, búin að þrífa, og þurfti bara að skila lyklunum. En ég get ekki sagt annað en að þetta er allt saman hið ágætasta mál; ég lifi í vellystingum hér, gómsætur matur á hverju kvöldi, nesti í skólann, internet tenging og meira að segja sturtuklefi..það kalla ég sko lúxus! Núna tekur það mig reyndar 45 mínútur að komast í skólann, í staðinn fyrir 10, en maður lætur sig nú hafa það. Nýja íbúðin mín, sem ég fæ reyndar bara í þrjá mánuði, er uppi á fimmtu hæð, lyftu- og reyklaus, með sturtuklefa í eldhúsinu og klósett inni í skáp. Stelpan sem býr við hliðina á mér og leigir mér íbúðina þarf að láta sér nægja að fara í sturtu í skúr úti í garði; hún er bara með klósett inni í skáp. Það er þó bót í máli að ég fæ internet tengingu með íbúðinni.

Það er komið sumar í Köben og loksins líta gallajakkinn og sólgleraugun ekki lengur fáránlega út. Ja kannski gallajakkinn því það er nætum of heitt fyrir hann;) Núna geng ég því bara um í sandölum og eeermalausum booooool!! Það jafnast ekkert á við það...lalala:) Ég er orðin gjörsamlega fanatísk á sólina og nota því dagkrem með sólarvörn 15, sólkrem með vörn 50 og meik með vörn 15...er það þá ekki vörn 80? ;) Þrátt fyrir þetta ofstæki er ég búin að taka oggulítinn lit á síðustu dögum og hugsa mer gott til glóðarinnar næstu daga; hef hugsað mér að liggja allan morgundaginn í sólbaði, því enn einn kosturinn við Lyngby er jú æðislegi garðurinn bakvið húsið!

Skólinn tekur brátt enda, örfáir skóladagar eftir af náminu, annars einkennist það aðallega af helgum og öðrum frídögum þessa dagana og næstu. Spurning hvort maður taki bara starfsnámið í Tælandi hmmm?

Annars skrepp ég heim þann 24. maí til 28., Gumms litlibró, sem er orðinn gígantískt stór, er að fara að fermast, og ætla ég að verða vitni að þeim atburði. Bara synd að fara úr sólbaðsveðrinu:) Ma er búin að ýja að því að við systkinin verðum send í myndatöku, svo nú er exxxxtreeem skyndimegrun á planinu; maður er orðin eins og versta gylta, að öllu gríni slepptu! Það er bara nokkuð erfitt, því þrátt fyrir kíló af grænmeti á dag, þá er núna bara ekta veður fyrir mikla bjórdrykkju og huggulegheit, og nýjasta nýtt er jú að bjór er ekki megrandi. Vissuð þið þetta? Ja aldrei hefði ég getað ímyndað mér það...

Jæja þetta er orðið ágætt í bili, bið að heilsa úr sólríku Kaupmannahöfn. Vonandi hafið þið það jafn gott og ég..örugglega ekki jafn mikil sól samt;) Tata!