þriðjudagur, maí 09, 2006

Euro-mania

Þar sem senn líður að Eurovision er ekki seinna vænna en að rifja upp nokkra gamla gullmola. Þetta verður því blogg með allra hressasta móti, og mun ég halda þessu áfram aaaalveg fam að Eurovision;)

Fyrsta má nefna Herrey's frá Svíþjóð sem unnu keppnina 1984 með Diggi-loo diggi-ley. Gylltu skórnir þeirra eru ekkert nema ferskir!


"Diggi-loo diggi-ley alla tittar på mig
Där jag går i mina gyllne skor."

Og hér má sjá myndbandið við lagið. Skemmtilegt að heyra hvað þeir eru, ja, ekkert alltof góðir söngvarar á köflum. En dansinn bætir upp fyrir það...þó það vanti close up þarna í millikaflanum.



Ef þið hingað til hafið haldið að Austin Powers outfittið sé komið úr gamalli James Bond mynd, þá er kominn tími til að sýna ykkur hvaðan fyrirmyndin virkilega kemur.



1968 var fyrsta árið sem eurovision var sýnt í lit! Hér má sjá myndbandið við Congratulations með Cliff Richard. Stelpurnar í bakröddunum eru líka eins og klipptar út úr A.P...En ég er ekki frá því að greyið maðurinn sé alveg að gera í buxurnar á sviðinu þarna í byrjun;)


Brotherhood Of Man með lagið "Save your kisses for me", sigurlagið frá 1976 er með eina bestu kóreógrafíu sem nokkurn tíma hefur sést í keppninni. Mynbandið er hreinn unaður að horfa á;) Aðalsöngvarinn er enginn smá sjarmör..!




Síðasta framlagið í dag er sigurlagið frá 1981, "Making your mind up" flutt af hinum ensku Bucks Fizz.


Myndbandið bætir, hressir og kætir! Ætli það hafi verið '81 sem æðið að rífa fólk úr fötunum á sviðinu byrjaði? Strákarnir mega eiga það að þeir eru svaka hressir kjútíbossar;) Og svo er dansinn sérstaklega hress!

Einkennandi fyrir öll þessi lög er afbragðs hress dansfílingur. Mjög hressandi.
Á morgun smelli ég svo inn nokkrum vel völdum lögum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér! Það verður hresst!