sunnudagur, ágúst 28, 2005

Dejlige Danmark

Thá er madur kominn til Køben í blíduna! Ferdin gekk voda vel, flaug 40 mínútum á undan ma og fékk mér einn øl á flugvellinum í Køben medan ég beid eftir henni. Spreytti mig strax á dønskunni og thad gekk bara ágætlega, allavega gat ég gert mig skiljanlega;) Vid tókum svo tvær lestir, hittum hann Gulla sem bjó vid hlidina á okkur í Lerkilundinum í theirri fyrri og hann hjálpadi okkur ad bera farangurinn yfir í thá næstu thví hann var ekki med neitt. Lúxus ad hitta svona burdardýr á førnum vegi en madur spyr sig hvort thad séu ekki bara ALLTOF margir Íslendingar í Danmørku!
Vid ma erum núna staddar í Lyngby hjá vinafólki og verdum hér til 1. september en thá fæ ég íbúdina mína. Vid røltum á flóamarkad í dag og sáum ýmislegt snidugt. Thad eina sem ég keypti var førdunarbók frá 1985, mjøg athyglisvert ad skoda hana og gaman ad eiga til samanburdar vid tískuna í dag! Vid fórum svo líka í Magasin og skodudum á mørgum hædum, svaka gaman. Vedrid hér er stórkostlegt, engin sól samt, bara um 18 stiga hiti og logn og hvorki kalt né heitt, bara ekta verslunarvedur og madur getur verid bara á bolnum.
Svo er thetta mál med hvad vid Íslendinga høldum ad fallegustu konurnar séu á Íslandi...thvílíkt crap! Ég er sko ekkert búin ad sjá hér nema fallegar konur á hverju strái! Svona bara náttúrulega fallegar, engar helvítis uppstrýladar vaxdúkkur. Og karlmennirnir eru líka sæmilegir, held bara ad Íslendingar séu almennt bara frekar ljótir midad vid fólkid hér, hehe;) Og svo hef ég ekki séd eina einustu feitu manneskju hér, allir tággrannir og hávaxnir.
Heyrdu já svo kíkti ég inn í Føtex búd ádan og ég hefdi getad misst mig! Thvílíkt úrval af yndislegum mat! Hagkaup er bara hlægilegt vid hlidina á thessu;) Og verdid var sæmilegt, samt er thetta alls ekki ódýrasta búdin, en ég sé thad ad ég get sko komist af med lítinn pening hérna en samt bordad alveg dýrindis mat. Kjúklingabringur á slikk, ferskt pasta, alls kyns álegg og ostar og kjøt og bara nammi nammi namm! Hehe...jæja, vona ad ég safni ekki of miklu spiki hér;) Kved í bili, ætla ad søtra einn bjór og hafa thad kósí! Tata...

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Köben undirbúningur í hámarki

Nú fer alveg að koma að þessu, Danmörk eftir einungis tvo daga! Mér finnst eins og það hafi verið fyrir nokkrum vikum sem enn voru níu mánuðir í að ég færi, mikið líður tíminn hrikalega fljótt.

Ég er að undirbúa á fullu, pakkaði mestu niður í tösku í gær, bara skór, bækur og snyrtidót eftir. Plokkaði svo vel á mér augabrúnirnar og snyrti neglurnar og fór svo í vax og fótsnyrtingu áðan, ég er að verða eins og nýsleginn túskildingur get ég sagt án þess að blikna. Maður verður nú að vera svolítið snyrtilegur fyrst maður er að fara að læra þau fræði, gengur ekki að mæta í skólann eins og versta Vegagerðargrýla, sem ég reyndar hef verið í sumar án þess að skammast mín fyrir;)

Ég fjárfesti svo í hörðum diski og hýsingu og er búin að taka allt bitastætt út af tölvunni minni og láta yfir á hann, svo er bara að kaupa fartölvu í Köben og tengja diskinn við hana, gæti ekki verið þægilegra! I-pod og myndavél er líka á innkaupalistanum auk annarra lífsnauðsynlegra hluta; buxur, bolir, nærföt, sokkar, inniskór, kósí náttsloppur, sólgleraugu, sléttujárn og fleira. Mikið verður gaman að versla í Köben...svo ég tali ekki um fríhöfnina! Öfundar mig einhver?:)

En já, þá er mál að fara að taka svolítið til í kjallaraholunni, von á þýskum næturgestum undir kvöldið. Mikið af þjóðverjum að angra mig í sumar;) Sjáumst galvösk næst!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Blóóóóóð

Ég tók upp á því að fara í blóðprufu í morgun. Það hefði ég betur látið ógert. Í fyrsta lagi þurfti ég að byrja á því að bíða í svona klukkutíma eftir að komast að. Þegar ég loksins komst að var ég orðin hálf tens, búin að vera svoldið lengi frá vinnu. Blóðtökupían skellti í mig nálinni og byrjaði að sjúga úr mér lífið og þegar hún er komin á þriðja glas fer mér að líða eitthvað hálf skringilega. Pían plástrar mig svo og ég reisi mig upp í stólnum og fæ þennan líka geggjaða svima! Ég stóð upp og mér sortnaði barasta fyrir augum svo ég lét hausinn á milli hnjánna til að fá eitthvað blóð í kollinn minn. Ég reyndi svo ítrekað að reisa mig við, en það tókst ekki, sá bara ekki neitt og valt út á hlið, svo ég endaði á hnjánum á gólfinu með æluna í hálsinum og fötu fyrir framan mig, svo sveitt að fötin límdust við mig og það lak af andlitinu á mér. Greyið blóðpían, henni stóð nú ekki alveg á sama held ég;) Ég vildi nú ekki vera að tefja fyrir hinum sjúklingunum svo ég ákveð bara eftir að ég var orðin aðeins skárri að skjögra inná klósett og þegar ég komst þangað var ég gjörsamlega hvít í framan með hálf bláar varir og kófsveitt og skjálfandi. Hef aldrei lent í öðru eins í blóðprufu, líkaminn fór gjörsamlega í sjokk! Og núna sex tímum síðar er ég enn með hausverk og örlítið völt á fótunum eftir þetta. Spurning hvort maður sé aðeins blóðlaus, ha?

mánudagur, ágúst 22, 2005

Kósí smósí sko!

Fyrsti dagurinn í vinnunni , og sá síðasti, sem ég þarf ekki að gera nokkurn skapaðan hlut! Eftir þessum degi hef ég beðið í allt sumar:) Búin að hanga á netinu í allan dag, borða, dotta og virkilega njóta mín, þetta er lífið! Eftir að vera búin að taka snið í næstum allt sumar, oft vinna langt fram á kvöld rennandi blaut, skítug og köld, finnst mér ég nú bara eiga þetta pínu skilið;)

Ég er búin að vera að grúska á snyrtifræðisíðum og finna margt áhugavert. Snyrtifræðin er alls ekki takmarkað nám, það er hægt að læra ýmislegt til viðbótar svo sem steinanudd, heilun með litum, aromatherapy, svæða- og punktanudd, jafnvel bara nálastungu og ég gjörsamlega iða í skinninu. Hef mikinn áhuga á öllu sem viðkemur náttúrulækningum og öðrum óhefðbundnum aðferðum sem notaðar eru til að lækna líkama og sál. Spurning um að stökkva bara útí þetta af fullum krafti og læra allt sem ég mögulega get, ferðast um heiminn og kynnast fornum lækningaaðferðum, djöfull væri það magnað! En best að byrja á að ljúka hefðbundna snyrtifræðináminu og sjá svo hvað setur, ég er ung enn:)

Svo er það Danmörk á laugardaginn gott fólk! Mikið sem ég er orðin spennt, en jafnframt kvíðin, skiptist á að tísta af tilhlökkun og skjálfa af stressi. En ég krossa bara fingur og vona hið besta, hugsið nú hlýtt til mín elskurnar:)

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Flutt!...en ekki langt.

Þá hef ég loksins tíma til að setjast aðeins niður við tölvuna. Búið að vera alltof mikið að gera hjá mér eitthvað. Var ekki búin að vinna fyrr en að verða tólf í gærkvöldi, skreið þá undir sæng illa lyktandi mjög svo og var sofnuð áður en höfuðið snerti koddann. Við erum feiknadugleg á Vg skal ég þér segja!

Íbúðin mín er orðin tóm og tandurhrein, ma á þar mestan hlut að máli, enda mikill þrifsérfræðingur með meiru. Ég er voða sátt við að hún sé svona dugleg og góð við mig, enda ekki mikill aðdáandi hreingerninga, ullabjakk! Ég lagði þó smá hönd á plóg og þreif eldhús- og baðinnréttingu og pakkaði villt og galið. Svo núna bý ég bara í kjallaranum hjá ma og pa með heilu staflana af rusli og dóti í kringum mig og veit varla hvað ég á að gera við allt þetta dótarí eða hvaðan það eiginlega er komið! En það sér nú fyrir endann á þessu, um næstu helgi flýg ég út í heim! Jevle er stutt þangað til, vona að maður fái ekki kvíðaflog á flugvellinum;)

En nú er ég rokin út í veður og vind í bili, hvítvín og tilheyrandi hjá fjögurra barna móðurinni, ætli það svífi ekki skuggalega á mann eftir svona erfiða vinnuviku...sem er ekki einu sinni búin! Lifið heil.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Tímamót enn á ný

Þá er maður byrjaður að pakka. Við ma tókum góða törn áðan, fengum okkur einn kaldan öl og pökkuðum svo brjálað. Nú er íbúðin undirlögð af kössum og döllum og ekki laust við að maður finni fyrir smá söknuði...hmmm...
Á morgun verður svo haldið áfram, húsgögnin flutt til ma og pa, sjónvarp, video og tölva til fjögurra barna móðurinnar, og eftir mun standa tóm íbúð full af alls kyns minningum, góðum og slæmum, en öllum dýrmætum.
En það er svo gott til þess að hugsa, eins og ma var að segja við mig, að núna get ég byrjað upp á nýtt. Ég fer til útlanda, hokin af reynslu og fortíð, og byrja á núlli með fullar hendur fjár. Ég get kvatt allt nema reysluna sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, og hafið nýtt líf á sinn hátt. Og það gerir mig svo spennta og ánægða. Ég hlakka til!

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Ég er hér með

orðinn anti-íbúðareigandi. Í staðinn er ég orðin millionaire! Jíha!

Ég HATA

Útvarp Bol. Djöfull eru þau leiðinleeeg!

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Alltaf klúður á manni

Ýmis dularfull bréf frá hinum ýmsustu stofnunum hafa borist mér undanfarna daga. Og ekki voru launin mín öll þar sem þau voru séð...hmmm. Ég er búin að velta þessu fyrir mér fram og til baka og upp og niður og eiga nokkur símtöl við Pa í Danaveldi þar til hið sanna kom í ljós rétt í þessu. Pa ákvað nefnilega á sínum tíma að hjálpa mér með skattaskýrsluna, en byrjaði svo bara á undan mér og sá að það vantaði ekkert inní hana nema dagpeningana mína. Svo hann hringdi í mig og spurði hvort ég vildi eitthvað kíkja á hana eða hvort hann ætti bara að ýta á send. Ég sagði honum að þrýsta bara endilega á send hnappinn og ljúka þessu af, og það hélt hann nú! En heldur ei lengur...hann gleymdi að senda skýrsluna! Og nú er fjandans skattmann búinn að misþyrma laununm mínum. En það bjargast vonandi á morgun þegar Pa ríkur í skattinn.

Annars er það af íbúðamálum að frétta að ég er komin með íbúð í Köben og mín er alveg að fara að seljast, og það er sko samkeppni! Tilboðin hækka og hækka og ég sit bara sallaróleg, en samt svoldið spennt, og sé tilvonandi bankareikning minn í hillingum:) Ég verð ágætlega sett kona í Kóngsins Köben í haust, sussu suss!

mánudagur, ágúst 08, 2005

Ég þoli ENGAN veginn

*Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara Ríkisútvarpsins í London

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Mér líkar...

*Gestur Einar...hann ætti að vera á dagskrá allan daginn!

*Benni gistihúsaeigandi á Kópaskeri...snillingur.

*Rás eitt. Þar má nefna stefið undir morgunleikfiminni, fugl dagsins, dánarfregnir og jarðarfarir, kvöldsagan, sakamálasagan má liggja milli hluta, veðurfréttir og orð dagsins.

*Land Roverar

*Kuldagallar

*Coupling (EKKI US)

*Lag Fiskidagsins mikla

*Hvalveiðar

*Blóðugt nautakjöt

*Viking Lite

*Kjötsúpa

*Bleikt

*Dúllerí

*Kántrídans

*Ljóð

*Bernaissósa og mikið af henni!

*Danmörk

*Ofurduglegar húsmæður

*Edrúmennska

*Angelina Jolie...en er ekki viss lengur?

*Bleikt...já, ég veit;)

Ég þoli ekki...

*Túrista

*Dægurmálaútvarpið á Rás tvö

*Sungnar matar- og sælgætisauglýsingar

*Raufarhöfn

*Veðrið á Kópaskeri

*Lélega íslenska dægurlagatextahöfunda

*Eff emm níu fimm sjö

*Grænmetisætur

*Mótmælendur á Kárahnjúkum og Reyðarfirði

*Þá sem eru á móti hvalveiðum

*Heilafreðna gistihúsaeigendur (einn, tveir, þrír!)

*Ökuníðinga

*Bændur sem hata Vegagerðina og allt sem henni viðkemur

*Sunnudagssíðdegi

*Að reka tánna eða olnbogann í

*Gungur

*Besserwissera

*Kerfisskilningsleysi

mánudagur, ágúst 01, 2005

Er nóg nóg?

Hvernig maður leyfir sumu fólki að fara með sig! Og hvernig maður fer með aðra! Sei sei.
En nóg um það, helgin búin að vera hin ágætasta, bauð góðum konum í heimsókn á laugardaginn, farið var á Vélsmiðjuna, Sveitta kaffi og Amour búlluna, reynt við Siggu Beinteins, Björn Jörund, Jón Ólafs, Björgólf Takefusa og fleiri góða menn, og þvílík skemmtun! Kvöldið endaði með plönuðu klifri inná svalir, í gegnum íbúð og upp á fjórðu hæð, en hætt var við það vegna líklegs dauða eða beinbrota;) Skelfilegt hvað maður getur verið snarklikkaður í glasi, en bara gaman, eins gott að einhver er með til að hafa vit fyrir manni! Vonandi verða ekki fleiri svona helgar í bráð er það eina sem ég get sagt!
26 dagar í "heimsreisuna" mína og er sennilega komin með íbúð í nóvember, nú er bara málið að redda sér einhverju í september og október en það er allt í vinnsu hjá henni góðu ömmu minni, þvílík snilldar fjölskylda sem ég á, allt gert fyrir mann! Ætli ég væri ekki löngu dauð ef ég ætti ekki svona góða að?

En hvað um allt þetta, ætla að setjast niður og íhuga sjálfa mig og tilveruna, því þatr má mikið bæta!