fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Flutt!...en ekki langt.

Þá hef ég loksins tíma til að setjast aðeins niður við tölvuna. Búið að vera alltof mikið að gera hjá mér eitthvað. Var ekki búin að vinna fyrr en að verða tólf í gærkvöldi, skreið þá undir sæng illa lyktandi mjög svo og var sofnuð áður en höfuðið snerti koddann. Við erum feiknadugleg á Vg skal ég þér segja!

Íbúðin mín er orðin tóm og tandurhrein, ma á þar mestan hlut að máli, enda mikill þrifsérfræðingur með meiru. Ég er voða sátt við að hún sé svona dugleg og góð við mig, enda ekki mikill aðdáandi hreingerninga, ullabjakk! Ég lagði þó smá hönd á plóg og þreif eldhús- og baðinnréttingu og pakkaði villt og galið. Svo núna bý ég bara í kjallaranum hjá ma og pa með heilu staflana af rusli og dóti í kringum mig og veit varla hvað ég á að gera við allt þetta dótarí eða hvaðan það eiginlega er komið! En það sér nú fyrir endann á þessu, um næstu helgi flýg ég út í heim! Jevle er stutt þangað til, vona að maður fái ekki kvíðaflog á flugvellinum;)

En nú er ég rokin út í veður og vind í bili, hvítvín og tilheyrandi hjá fjögurra barna móðurinni, ætli það svífi ekki skuggalega á mann eftir svona erfiða vinnuviku...sem er ekki einu sinni búin! Lifið heil.