föstudagur, ágúst 12, 2005

Tímamót enn á ný

Þá er maður byrjaður að pakka. Við ma tókum góða törn áðan, fengum okkur einn kaldan öl og pökkuðum svo brjálað. Nú er íbúðin undirlögð af kössum og döllum og ekki laust við að maður finni fyrir smá söknuði...hmmm...
Á morgun verður svo haldið áfram, húsgögnin flutt til ma og pa, sjónvarp, video og tölva til fjögurra barna móðurinnar, og eftir mun standa tóm íbúð full af alls kyns minningum, góðum og slæmum, en öllum dýrmætum.
En það er svo gott til þess að hugsa, eins og ma var að segja við mig, að núna get ég byrjað upp á nýtt. Ég fer til útlanda, hokin af reynslu og fortíð, og byrja á núlli með fullar hendur fjár. Ég get kvatt allt nema reysluna sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, og hafið nýtt líf á sinn hátt. Og það gerir mig svo spennta og ánægða. Ég hlakka til!