þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Blóóóóóð

Ég tók upp á því að fara í blóðprufu í morgun. Það hefði ég betur látið ógert. Í fyrsta lagi þurfti ég að byrja á því að bíða í svona klukkutíma eftir að komast að. Þegar ég loksins komst að var ég orðin hálf tens, búin að vera svoldið lengi frá vinnu. Blóðtökupían skellti í mig nálinni og byrjaði að sjúga úr mér lífið og þegar hún er komin á þriðja glas fer mér að líða eitthvað hálf skringilega. Pían plástrar mig svo og ég reisi mig upp í stólnum og fæ þennan líka geggjaða svima! Ég stóð upp og mér sortnaði barasta fyrir augum svo ég lét hausinn á milli hnjánna til að fá eitthvað blóð í kollinn minn. Ég reyndi svo ítrekað að reisa mig við, en það tókst ekki, sá bara ekki neitt og valt út á hlið, svo ég endaði á hnjánum á gólfinu með æluna í hálsinum og fötu fyrir framan mig, svo sveitt að fötin límdust við mig og það lak af andlitinu á mér. Greyið blóðpían, henni stóð nú ekki alveg á sama held ég;) Ég vildi nú ekki vera að tefja fyrir hinum sjúklingunum svo ég ákveð bara eftir að ég var orðin aðeins skárri að skjögra inná klósett og þegar ég komst þangað var ég gjörsamlega hvít í framan með hálf bláar varir og kófsveitt og skjálfandi. Hef aldrei lent í öðru eins í blóðprufu, líkaminn fór gjörsamlega í sjokk! Og núna sex tímum síðar er ég enn með hausverk og örlítið völt á fótunum eftir þetta. Spurning hvort maður sé aðeins blóðlaus, ha?