fimmtudagur, apríl 29, 2004

Bónus...

Sjitt...hætti mér í fyrsta skipti í verslunarferð í Bónus áðan. Þegar maður er gjaldþrota verður maður að hætta sér þangað. Mér leið eins og einhverju litlu dýri með alltof lítið hjarta að vera þarna. Ég rataði ekkert, væflaðist fram og aftur með vagninn, komst ekki neitt því allt er svo þröngt og allt fullt af kellingum með kaupæði. *snöktsnökt*. Tókst samt einhvern veginn að fylla vagninn og rogast út með afrakstur ferðarinnar, 8000 krónur rúmar takk fyrir! En nú á ég tannkrem, sjampó og klósettpappír og svelt allavega ekki þennan mánuðinn og get hætt að sníkja mat hjá mömmu og pabba;)

Allt gamalt fólk deyja til hægri...

Ég er með strengi ALLSSTAÐAR! Úff og púff. Tók mig á í fyrradag og fór í göngutúr með lilla brós. Gengum eins og vitleysingar, alveg eins og kellurnar í apaskinnsgöllunum með svitaböndin, hendurnar alveg á skrilljón og allt. Hlupum upp kirkjutröppurnar meira að segja. Fór svo aftur í gær og ég get varla hreyft mig núna. Er með strengi í bakinu og alles. Talandi um að vera í vondu formi! Allt gert vegna skipana frá yfirboðurum; ég verð að komast í form áður en ég byrja á Vegagerðinni! Ég vinn nefnilega við að labba. Labba allan liðlangan daginn með hælabúnt og sleggju, bakpoka, GPS tæki eða álíka byrði. Bossinn sá fram á að ég myndi æla á fyrsta degi ef ég kæmi mér ekki í form svo nú eigiði von á að sjá mig í kraftgöngu um allan bæ á næstu dögum!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Birds

Vaknaði klukkan 5 í nótt við mikla skræki. Kíkti snarrugluð út um gluggann og sá ekkert nema fugla, helvítis máva skratta. Fór út á svalir og á lóðinni var allt fullt af mávum. Fylltist skelfingu, læsti, lokaði gluggum og hugsaði um Birds.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Davíð, Davíð...æj æj æj

Spurning: En er þetta persónulegt?

Davíð: Nei þetta er bara frumvarp sem stjórnarflokkar flytja.

Spurning: En er þetta ekki á skjön við stefnu Sjálfstæðisflokksins um meira frelsi?

Davíð: Nei, ég tel að það sé verið að tryggja frelsi. Það er verið að tryggja frelsi.

Spurning: Hvers?

Davíð: Fjölmiðla.

Sickgirl: HUH!!????!!

Spurning: En er frumvarpinu beint gegn Norðurljósum?

Davíð: Nei, frumvarpið er almennt. Þið verðið að átta ykkur á því að frumvarp sem verður að lögum gildir í áratugi eða lengur ef þeim er ekki breytt. Það er margt sem breytist. Ég heyrði það alltaf á sínum tíma þegar ég var borgarstjóri að ég var að byggja ráðhús handa mér. Var ég að því? Er ég þar?

Spurning: En af hverju var tekin ákvörðun um að hafa 25% frekar en 30% sem Baugur hefur nú þegar?

Davíð: Það hefur ekkert með Baug að gera, það er verið að tryggja almennt dreifða eignaraðild í fjölmiðlafyrirtækjum.

Spurning: En ef Norðurljós og Frétt hefði ekki sameinast hefði þetta frumvarp samt verið lagt fram?

Davíð: Ég ætla ekki að svara svona hefði, hefði spurningum.

Sickgirl: Iss piss, pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn!

Spurning: Nú segir Hreinn Loftsson að hann hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og ekki geta verið í flokki sem hagaði sér svona. Það er nú þinn gamli aðstoðarmaður, hvað viltu segja um það?

Davíð: Ég óska honum alls góðs.

Spurning: Ertu sár að missa hann úr flokknum?

Davíð: Mér þykir það lakara, þetta er ágætur maður. Það er með flokka eins og minn og aðra flokka að menn eru þar algjörlegan á eigin ábyrgð og samkvæmt eigin ákvörðun og menn ganga í flokka og fara úr flokkum ... Í mínum flokki hefur það verið svona að menn ganga í og úr flokknum svona þrír til fjórir í viku, en mér finnst auðvitað sárt að Hreinn skuli frekar kjósa að vera í Baugi en Sjálfstæðisflokknum.

Sickgirl: Jájá...og þú segir að þetta sé ekkert persónulegt?

Áhugaverðar pælingar um Fréttablaðið hér

Ég var aftur andvaka í nótt, þetta er bara ekkert gaman:( Það er svo vont að vera svona dauð dauð þreyttur en geta ekki sofnað. Náði samt að sofna um svona 4 í nótt, og svo svaf ég til tvö í dag:/ Enda lítur maður ekkert alltof vel út núna!
En hann Palli getur nú alltaf hresst mann við VÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ!!!!!!! Því hamingjan er úr plasti...

mánudagur, apríl 26, 2004

Sveiattann!


Davíð í herinn og herinn BURT!
Hvað er málið? Davíð Oddsson (David Hussein) er greinilega haldinn stjórnunar BRJÁLæði! Er ekki kominn tími til að hrekja þennan mann frá völdum? Hann heldur líklega að hann sé einræðisherra yfir Íslandi eða hvað? "Davíð er minn hirðir, mig mun ekkert bresta". Fuss og svei segi ég og Davíð BURT!

Kraftaverk

Ég var andvaka í alla nótt. Ég náði að festa blund eftir 06:18 í morgun og mér til mikillar ánægju hringdi svo vekjarinn klukkan 07:30. Ég snúsaði til korter í átta og þurfti þá að dröslast á fætur til að mæta í skólann. Þetta er því búinn að vera frekar erfiður morgunn en sem betur fer er skólinn búinn í dag og ég barasta verð að leggja mig ef ég á að geta gert eitthvað meira í dag. Þæfði þessa líku fínu tösku í skólanum þó að orkan væri lítil, og næst á dagskrá er að þæfa mér sjal og þrykkja á rúmföt. Nóg að gera í verkefnum þessa síðustu skólaviku.

Ég las í gærkvöldi viðtal við eiginkonu Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í Nýju Lífi. Þar segir hún frá baráttu sinni við ólæknandi lungnasjúkdóm sem gerir það að verkum að hún var með svokölluð steinlungu; ör myndast á lungunum og súrefnisupptakan var komin niður í tæp 40%. Þessi ör hverfa aldrei, og eftir því sem sjúkdómurinn ágerist, fjölgar örunum. Hún þurfti að vera endalaust á sterum til að halda sjúkdómnum niðri, en engin lækning er til við honum. Eftir nokkurra ára baráttu er hún svo stödd í kirkju úti á Ítalíu þar sem þau búa, og biður þar Guð um að gera á sér kraftaverk og finna fyrir sig lækningu. Hún lofar honum í staðinn að láta allan heiminn vita af því. Þegar hún gengur út úr kirkjunnu finnur hún hita innra með sér, eins og að lítið ljós hafi kviknað þar og sé að stækka og breiða sig út um líkamann. Hún fékk kraftaverkið sitt! Örin hurfu og í dag er hún laus við þennan ólæknandi sjúkdóm og súrefnisupptakan orðin 100%!!! Í kjölfarið fer hún í Vatikanið til páfa og staðfestir þar kraftaverk sitt, og hún og fjölskskylda hennar hittir páfann og fá blessun hans. Hún segist sjálf vera nútíma kona og að það hafi virkilega verið erfitt fyrir sig að uppfylla loforð sitt við Guð, því trúin sé henni svo mikið einkamál. En hún gat ekki hætt að hugsa um þetta fyrr en hún lét heiminn vita.

Er þetta ekki yndisleg vitneskja, að fá það staðfest að Guð sé til, hann vaki yfir okkur og bænheyri! Ég varð svo lítil þegar ég las þetta viðtal og full af kærleik, og tárin spruttu fram í augnkrókunum. Ef maður bara trúir og biður, þá virkilega geta kraftaverkin gerst!

The perfect heart

Ég er bara að finna fullt, fullt af yndislegum textum á netinu, og verð að deila aðeins með ykkur!


One day a young man was standing in the middle of the town proclaiming that he had the most beautiful heart in the whole valley. A large crowd gathered and they all admired his heart for it was perfect. There was not a mark or a flaw in it. Yes, they all agreed it truly was the most beautiful heart they had ever seen. The young man was very proud and boasted more loudly about his beautiful heart.

Suddenly, an old man appeared at the front of the crowd and said "Why your heart is not nearly as beautiful as mine." The crowd and the young man looked at the old man's heart. It was beating strongly, but full of scars,it had places where pieces had been removed and other pieces put in, but they didn't fit quite right and there were several jagged edges. In fact, in some places there were deep gouges where whole pieces were missing.

The people stared - how can he say his heart is more beautiful, they thought?

The young man looked at the old man's heart and saw its state and laughed.

"You must be joking," he said. "Compare your heart with mine, mine is perfect and yours is a mess of scars and tears."

"Yes," said the old man, "Yours is perfect looking but I would never trade with you. You see, every scar represents a person to whom I have given my love - I tear out a piece of my heart and give it to them, and often they give me a piece of their heart which fits into the empty place in my heart, but because the pieces aren't exact, I have some rough edges, which I cherish, because they remind me of the love we shared.

"Sometimes I have given pieces of my heart away, and the other person hasn't returned a piece of his heart to me.

"These are the empty gouges - giving love is taking a chance. Although these gouges are painful, they stay open, reminding me of the love I have for these people too, and I hope someday they may return and fill the space I have waiting.. So now do you see what true beauty is?"

The young man stood silently with tears running down his cheeks. He walked up to the old man, reached into his perfect young and beautiful heart, and ripped a piece out. He offered it to the old man with trembling hands. The old man took his offering, placed it in his heart and then took a piece from his old scarred heart and placed it in the wound in the young man's heart.

It fit, but not perfectly, as there were some jagged edges. The young man looked at his heart, not perfect anymore but more beautiful than ever, since love from the old man's heart flowed into his. They embraced and walked away side by side.

How sad it must be to go through life with a whole heart!

(I do not know who wrote this, but I bet they have a wonderful, broken and patched heart, wherever they are!)

In a perfect world



Kannski ekki svo þægilegt fyrir starfsfólkið samt!

Please hear what I am not saying

Ég fann þennan texta á netinu. Er þetta ekki satt? Er þetta ekki hinn stóri sannleikur??



Don't be fooled by me. Don't be fooled by the face I wear.
For I wear a mask, I wear a thousand masks, masks that I am afraid to take off, and none of them are me.

Pretending is an art that is second nature with me, but don't be fooled, for God's sake don't be fooled. I give you the impression that I'm secure, that all is sunny and unruffled with me, within me as well as without, that confidence is my name and coolness my game, that the water's calm and I'm in command, and that I need no one.

But don't believe me, please. My surface may seem smooth, but my surface is my mask, my ever-warying ever-concealing mask. Beneath lies no smugness, no complacence. Beneath dwells the real me in confusion, in fear, in aloneness. But I hide this. I don't want anybody to know it. I panic at the thought of my weakness and fear being exposed.

That's why I frantically create a mask to hide behind, a nonchalant, sophisticated facade, to help me pretend, to shield me from the glance that knows. But such a glance is precisely my salvation. My only salvation, and I know it.

That is if it is followed by acceptance, if it is followed by love. It's the only thing that liberates me, from myself, from my own self-built prison walls, from barriers that I so painstakingly erect. It's the only thing that will assure me of what I can't assure myself, that I'm really worth something. But I don't tell you this. I don't dare. I'm afraid to. I'm afraid you'll think less of me, that you'll laugh, and your laugh would kill me.

I'm afraid that deep down I'm nothing, that I'm just no good, and that you will see this and reject me. So I play the game, my desperate pretending game, with a facade of assurance without, and a trembling child within. And so begins the parade of masks, and my life becomes a front. I idly chatter to you in the suave tones of surface talk. I tell you everything that is really nothing. And nothing of what is everything, of what is crying within me.

So when I'm going through my routine do not be fooled by what I'm saying. Please listen carefully and try to hear what I'm not saying, what I'd like to be able to say, what for survival I need to say, but what I can't say. I dislike hiding. Honestly. I dislike the superficial game I'm playing, the superficial, phony game.

I'd really like to be genuine and spontaneous, and me, but you've got to help me. You've got to hold out your hand even when that's the last thing I seem to want, or need. Only you can wipe away from my eyes the blank stare of the breathing dead. Only you can call me into aliveness.

Each time you're kind, and gentle, and encouraging, each time you try to understand because you really care, my heart begins to grow wings, very feeble wings, but wings. With your sensitivity and empathy, and your power to understanding, you can breathe life into me. I want you to know that. I want you to know how important you are to me, how you can be a co-creator of the person that is me if you choose to.

Please choose to. You alone can break down the wall behind which I tremble. You alone can release me from my shadow-world of panic and uncertainty, from my lonely prison. So do not pass me by. It will not be easy for you. A long conviction of worthlessness builds strong walls.

The nearer you approach me, the blinder I strike back. I fight against the very thing that I cry out for. But I am told that love is stronger than strong walls, and in this lies my hope ... my only hope.

Please try to beat down those walls with firm hands, but with gentle hands, for a child is very sensitive. Who am I you may wonder? I am someone you know very well. For I am every man and I am every woman you meet.



-Published by Jill Zevallos-Solak, in Chicken Soup for the Teenage Soul
Written by Charlie C Finn

Æðruleysið

Var að koma úr æðruleysismessu. Eitthvert besta andlega pepp sam hægt er að fá! Það er mikið sungið og farið með bænir, reynslusögur sagðar og allt er mjög frjálslegt. Þessar messur byggja á tólf spora kerfinu og því mikið af AA fólki sem mætir, en þær eru öllum opnar og ekki bara fyrir ákveðinn hóp fólks. Það er lítil hljómsveit sem spilar, bassa- og gítarleikari og svo söngkona sem leiðir sönginn. En það virðist vera sama hversu oft ég fer, ég þarf alltaf að halda aftur af tárunum. Hvernig stendur á þessu? Lögin og bænirnar eru náttúrulega gríðarlega falleg og maður kemst í eitthvað ástand æðri vitundar...eða hvað ég á nú að kalla það:o) Allavega hvet ég alla til að mæta í svona messur, því hún Jóna Lísa prestur er alveg yndisleg og það er svo gott að koma í kirkjuna. Svo í lok messu er krossað í lófa allra með olíu og maður blessaður og svo getur maður kveikt á bænakerti. Algjört æði!

laugardagur, apríl 24, 2004

Lokaljóðið (brot)

Þetta er mitt uppáhaldsljóð.


Mig langar að vera hlýtt og sofa
og vera ekki hrædd við að sofna.
Ég er svo hrædd um að allt nái mér.
Ég er svo hrædd um að svefninn nái mér og taki mig til sín,
hrædd um að hugmyndirnar taki mig til sín,
hrædd um að ástin taki mig til sín,
hrædd um að lífið taki mig til sín.
Ég er svo hrædd um að einhver ætli að taka mig til sín.

Viltu taka mig til þín. Og vera góður. Svona.

Það má enginn ná mér. Það má enginn taka mig.
Ég er á verði. Ég bjó mér til minn heim
þar sem ég var óhult
og nú þjarmar þessi heimur að mér.

Það endaði með því að ég var lokuð inni,
með þennan lokaða heim.
Og ég fór í marga hringi
og hugsaði um stráka á meðan
og eitthvað heilagt, ósnertanlegt...heilagt.

Ég er svo hrædd um að hræðslan taki mig til sín
og geri mig brjálaða
og enginn vilji vera með mér og jörðin hætti að tala til mín.

...

En svo myndi ég nú bara jafna mig
og þá væri þetta allt í lagi
og fara í kjól og dansa eftir lagi,
einmitt þessu lagi í höfðinu á mér
og skreyta mig með þangi
og hlaupa upp fjallið með hafið í bala
og þarna er hann,
maðurinn sem þorir að elska.
Hann kemur.

Og ég opna munninn.

Elísabet Jökulsdóttir

Pay it forward...

Hinn beiski sannleikur virkar! Ég hef fengið fregnir af því að fólk hafi tekið sig á og opnað hjörtu sín. Ég fagna því! Var jafnvel að hugsa um að koma á svona Pay it Forward dæmi. Þú gerir þremur góðverk sem svo gera hver og einn öðrum þremur góðverk. Það virkar allavega í bíó!
Ég var að koma úr vinnunni og allt er í sama fari og í gær...það mætti nærri enginn! Ég eyddi síðustu krónunum mínum í blush birgðir og er það í kælingu þessa stundina. Hver veit nema maður smakki á því í kvöld og kíki á lífið. Uppskeruhátíð Andrésarleikanna er eftir minni bestu vitund í kvöld, og veit ég ekki betur en skíðafæri hafi verið ágætt, þrátt fyrir snjóleysið. Svo kannski að það verði eitthvað af nýju fólki á ágætum aldri í bænum í kvöld.
Annars hef ég vakið mikla athygli á IRCinu að undanförnu, eignast nokkra aðdáendur vegna afbragðs bloggsíðu og er ekkert nema gott um það að segja! Endilega haldið áfram að kommenta ástirnar mínar. Ble ble í bili...

föstudagur, apríl 23, 2004

The real thing...

ALVÖRU konur eru með appelsínuhúð og vil ég þakka Boris fyrir að vera ekkert að reyna að breyta því!

Korter í sjö fólk?

Að sama skapi og að fólk vinnur flest til klukkan hálf sex frá mánudegi til fimmtudags, þá vinna greinilega flestir til hálf sjö á föstudögum. Því þá er opið til klukkan sjö í Ríkinu! En í dag gerðust þau undur og stórmerki að korter í sjö fólkið mætti ekki. Út frá því reikna ég að korter í sex bloggið mitt hafi virkað vel og fólk hafi tekið sig á. Eða kannski gerði rigningin það að verkum að fólk nennti ekki að hafa sig út. Ég ræddi þessi rigningarmál við einn kúnnann og var hún helst á því að þetta væri hitaskúr, sem enn og aftur staðfestir þær grunsemdir mínar að Ísland sé tilvonandi hitabeltisland. Ég hvet því alla til að vera tilbúna og byrja að kaupa sólarvörn og safna vatnsbirgðum, því maður veit aldrei hversu langt veðrið mun ganga þegar hita tímabilið byrjar. Að því sögðu ætla ég nú að leggjast í bað og bera svo á mig brúnku. Tata!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Hinn beiski sannleikur

Ef þú værir að fara að deyja bráðum og mættir hringja eitt símtal, í hvern myndirðu hringja og hvað myndirðu segja? Og hvers vegna ertu þá að bíða með það?
Maður veltir þessu fyrir sér. Hvers vegna segir fólk svona sjaldan hvað því býr í brjósti? Hvers vegna hringjum við ekki í vini okkar og fjölskyldu og segjum þeim frá þeim tilfinningum sem við berum til þeirra? Kemur skömmin í veg fyrir það? Að elska er ekkert til að skammast sín fyrir. En ef til vill berum við líka kaldar tilfinningar í brjósti til sumra. Má þá satt oft kyrrt liggja? Er betra að vera bitur heima og sökkva sér í volæði en að koma hreint fram? Ég er farin að reyna að lifa og koma fram eftir minni innri sannfæringu. Og vitiði hvað manni líður vel eftir að hafa sagt það sem manni býr í brjósti, sleppa öllu baktjalda makki og hnífsstungum og segja sannleikann. En auðvitað get ég það ekki alltaf...því stundum má satt kyrrt liggja!

SAYINGS OF THE AMERICAN INDIANS

It doesn't interest me what you do for a living. I want to know what you ache for, and if you dare to dream of meeting your heart's longing.

It doesn't interest me how old you are. I want to know if you will risk looking like a fool for love, for your dreams, for the adventure of being alive.

It doesn't interest me what planets are squaring your moon. I want to know if you have touched the center of your own sorrow, if you have been opened by life's betrayals or have become shriveled and closed from fear of further pain!

I want to know if you can sit with pain, mine or your own, without moving to hide it or fade it or fix it.
I want to know if you can be with joy, mine or your own; if you can dance with wildness and let the ecstasy fill you to the tips of your fingers and toes without cautioning us to be careful, be realistic, or to remember the limitations of being human.

It doesn't interest me if the story you're telling me is true. I want to know if you can disappoint another to be true to yourself; if you can bear the accusation of betrayal and not betray your own soul. I want to know if you can be faithful and therefore be trustworthy.

I want to know if you can see beauty even when it is not pretty every day, and if you can source your life from God's presence. I want to know if you can live with failure, yours and mine, and still stand on the edge of a lake and shout to the silver of the full moon, "Yes!"

It doesn't interest me to know where you live or how much money you have. I want to know if you can get up after the night of grief and despair, weary and bruised to the bone, and do what needs to be done for the children.

It doesn't interest me who you are, how you came to be here. I want to know if you will stand in the center of the fire with me and not shrink back.

It doesn't interest me where or what or with whom you have studied. I want to know what sustains you from the inside when all else falls away. I want to know if you can be alone with yourself, and if you truly like the company you keep in the empty moments.



Hræðslan

Þetta er texti sem segir mjög mikið um mig..öll þessi hræðsla!

Of hrædd til að lifa, of hrædd við að deyja,
of hrædd til að verja það sem þú hefur að segja.
Of hrædd við að gráta, of hrædd við að særast,
of hrædd við að missa það sem okkur er kærast.

Dauðinn er poppkorn að kvöldi í bíó.
Dauðinn er prentsverta á síðu þrjú.
Dauðinn er frétt um fátækt í Ríó.
Dauðinn er fljótið þar sem enginn byggði brú.
Dauðinn er útlaginn sem enginn vill þekkja.
Dauðinn er sá sem allir vildu blekkja.

Of hrædd við að elska, of hrædd við að bíða,
of hrædd við hjartað sem er fullt af kvíða.
Of hrædd við ábyrgð, of hrædd við að lofa,
of hrædd við drauma sem þurfa aldrei að sofa.

Lífið er hetjan sem sem flestir vildu vera.
Lífið er barnið sem mæður vilja bera.
Lífið er gleðin við að læra að gefa.
Lífið er að elska sig sjálfan án efa.
Lífið er skugginn af þínum eigin skugga.
Lífið er sólskin, myrkur og mugga

Nú er sumar gleðjist gumar!

Góðan daginn hér..sumardagurinn fyrsti genginn í garð og aldrei þessu vant er bara hið ágætasta veður. Mér verður reyndar litið upp í fjall og finnst eitthvað lítið fara fyrir snjónum, sem er ágætt að mörgu leyti nema að Andrésarleikarnir voru settir í gær! Þeir hefðu nú bara átt að aflýsa þeim eins og í fyrra. Ísland er greinilega að breytast í hitabeltisland og kominn tími á að henda kraftgöllum og lambhúshettum og draga upp rósótt pils og sandala og láta blóm í hárið. Ég allavega fór í bað í gærkvöldi, drakk ískalt blush og bar svo á mig brúnku og fór í bæjarferð í blíðunni. Komst svo að þeirru köldu staðreynd að ég er orðin of gömul fyrir skemmtanalífið, því ég var nálægt því að vera aldursforsetinn á staðnum og þekkti engan! Keypti mér því bara pylsu og hamborgara og fékk far heim í geggjaðri Novu sem var gerð gangfær í gær og ilmaði af bensíni, leðri og bílskúrsangan. Ég gerði díl við bílstjórann að fá kaggann lánaðan og mala Einar Birgis í næstu spyrnu;) Hér með skora ég á hann!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Korter í sex fólkið

Smá hugleiðing: Hvað er málið með þá sem mæta í Ríkið rétt fyrir lokun? Vínbúðin á Akureyri er opin frá klukkan 11 til 18. Ég var kölluð í vinnu í hádeginu vegna veikinda, og fram til 3 var ekkert að gera, sem er kannski skiljanlegt þar sem flestir eru í vinnu þá, en ekki eru allir að vinna til hálf sex? Felst aðal fjörið í áfengiskaupum í að bíða í endalausri röð? klukkan korter í sex var þreföld röð inn alla búðina og fólk virtist ekkert í skýjunum yfir því. Því legg ég til að fólk mæti fyrr í Ríkið til að sleppa við þessa ör(mar)tröð. Það er líka skemmtilegra fyrir mig því þá get ég hætt á réttum tíma og keypt ölið mitt fyrir lokun;)

Martröð netheimsins

Ætli bloggsíðan mín virki áhugaverðari fyrir þá staðreynd að ég er með mynd af mér að sýna á mér brjóstið í svona skemmtilegri stemmningu í Sjallanum? Hafði ekki úr mörgum myndum að velja svosem!
Ég sit hérna með Nescafe í krús, alveg nývöknuð og er að velta fyrir mér spurningu dagsins; á ég að nenna í skólann eða ekki? Þegar svona langt er liðið á önnina, skiladagur fer að nálgast, er eins og sogist úr manni allur kraftur, eða að minnsta kosti þessi litli kraftur sem var til staðar! Á að mæta í sexfaldan tíma í tauþrykki..ja átti að mæta fyrir tíu mínútum..sem er voða skemmtilegt fag reyndar en Nesið og tölvan heilla meira þessa stundina. Vorblærinn leikur við tásurnar mínar (ætti kannski að loka út á svalir brrrr) og tíminn mjakast áfram..reyndar líður hann soldið hraðar en eðlilegt er því ég er of sein í skólann. Ætli klukkur geri þetta almennt? Hvað um það, var hjá Goddezz heillengi í gær þar sem hún kenndi mér á töfraheima bloggsins og ég er búin að stofna mína eigin myndasíðu. Er búin að setja tvær myndir af sjálfri mér inn, egoið að drepa mig, en úrbætur eru næst á dagskrá! Hvernig er þetta annars með svona myndasíður, er þetta ekki stórhættulegt? Lenti í því um daginn að einhver skíthæll braust inn á tölvuna mína og dreifði vægt til orða tekið persónulegum myndum af mér á netið! Er ekki auðvelt að komast inn á tölvuna manns í gegnum svona myndasíður? Ég er víst langt frá því að vera tölvunörd og skil ekki hvernig þetta er gert, og einning er ég langt frá því að vera svona illa innrætt að ég myndi gera nokkurri manneskju svona lagað! Mér þætti áhugavert að vita hver var svona illgjarn og óþenkjandi að detta þetta í hug.

Jei jei..eftir mikið streð, hártoganir, blót og einokun á Dúddu minni hefur mér tekist að koma síðunni minni í gang! Ég er voða stolt af mér, þó ekki sé mikið komið inn, en ég bæti úr því bráðlega... hef hugsað mér að skríða í bólið núna því ég er úrvinda af þessu brasi:)

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Allt er gott sem byrjar vel, er það ekki? Þrátt fyrir svolitla byrjunar örðugleika þá er ég komin af stað;)