föstudagur, apríl 23, 2004

Korter í sjö fólk?

Að sama skapi og að fólk vinnur flest til klukkan hálf sex frá mánudegi til fimmtudags, þá vinna greinilega flestir til hálf sjö á föstudögum. Því þá er opið til klukkan sjö í Ríkinu! En í dag gerðust þau undur og stórmerki að korter í sjö fólkið mætti ekki. Út frá því reikna ég að korter í sex bloggið mitt hafi virkað vel og fólk hafi tekið sig á. Eða kannski gerði rigningin það að verkum að fólk nennti ekki að hafa sig út. Ég ræddi þessi rigningarmál við einn kúnnann og var hún helst á því að þetta væri hitaskúr, sem enn og aftur staðfestir þær grunsemdir mínar að Ísland sé tilvonandi hitabeltisland. Ég hvet því alla til að vera tilbúna og byrja að kaupa sólarvörn og safna vatnsbirgðum, því maður veit aldrei hversu langt veðrið mun ganga þegar hita tímabilið byrjar. Að því sögðu ætla ég nú að leggjast í bað og bera svo á mig brúnku. Tata!