miðvikudagur, apríl 21, 2004

Korter í sex fólkið

Smá hugleiðing: Hvað er málið með þá sem mæta í Ríkið rétt fyrir lokun? Vínbúðin á Akureyri er opin frá klukkan 11 til 18. Ég var kölluð í vinnu í hádeginu vegna veikinda, og fram til 3 var ekkert að gera, sem er kannski skiljanlegt þar sem flestir eru í vinnu þá, en ekki eru allir að vinna til hálf sex? Felst aðal fjörið í áfengiskaupum í að bíða í endalausri röð? klukkan korter í sex var þreföld röð inn alla búðina og fólk virtist ekkert í skýjunum yfir því. Því legg ég til að fólk mæti fyrr í Ríkið til að sleppa við þessa ör(mar)tröð. Það er líka skemmtilegra fyrir mig því þá get ég hætt á réttum tíma og keypt ölið mitt fyrir lokun;)