laugardagur, apríl 24, 2004

Lokaljóðið (brot)

Þetta er mitt uppáhaldsljóð.


Mig langar að vera hlýtt og sofa
og vera ekki hrædd við að sofna.
Ég er svo hrædd um að allt nái mér.
Ég er svo hrædd um að svefninn nái mér og taki mig til sín,
hrædd um að hugmyndirnar taki mig til sín,
hrædd um að ástin taki mig til sín,
hrædd um að lífið taki mig til sín.
Ég er svo hrædd um að einhver ætli að taka mig til sín.

Viltu taka mig til þín. Og vera góður. Svona.

Það má enginn ná mér. Það má enginn taka mig.
Ég er á verði. Ég bjó mér til minn heim
þar sem ég var óhult
og nú þjarmar þessi heimur að mér.

Það endaði með því að ég var lokuð inni,
með þennan lokaða heim.
Og ég fór í marga hringi
og hugsaði um stráka á meðan
og eitthvað heilagt, ósnertanlegt...heilagt.

Ég er svo hrædd um að hræðslan taki mig til sín
og geri mig brjálaða
og enginn vilji vera með mér og jörðin hætti að tala til mín.

...

En svo myndi ég nú bara jafna mig
og þá væri þetta allt í lagi
og fara í kjól og dansa eftir lagi,
einmitt þessu lagi í höfðinu á mér
og skreyta mig með þangi
og hlaupa upp fjallið með hafið í bala
og þarna er hann,
maðurinn sem þorir að elska.
Hann kemur.

Og ég opna munninn.

Elísabet Jökulsdóttir