fimmtudagur, apríl 22, 2004

Hinn beiski sannleikur

Ef þú værir að fara að deyja bráðum og mættir hringja eitt símtal, í hvern myndirðu hringja og hvað myndirðu segja? Og hvers vegna ertu þá að bíða með það?
Maður veltir þessu fyrir sér. Hvers vegna segir fólk svona sjaldan hvað því býr í brjósti? Hvers vegna hringjum við ekki í vini okkar og fjölskyldu og segjum þeim frá þeim tilfinningum sem við berum til þeirra? Kemur skömmin í veg fyrir það? Að elska er ekkert til að skammast sín fyrir. En ef til vill berum við líka kaldar tilfinningar í brjósti til sumra. Má þá satt oft kyrrt liggja? Er betra að vera bitur heima og sökkva sér í volæði en að koma hreint fram? Ég er farin að reyna að lifa og koma fram eftir minni innri sannfæringu. Og vitiði hvað manni líður vel eftir að hafa sagt það sem manni býr í brjósti, sleppa öllu baktjalda makki og hnífsstungum og segja sannleikann. En auðvitað get ég það ekki alltaf...því stundum má satt kyrrt liggja!