föstudagur, ágúst 06, 2004

Dull

Það er svo mikið búið að gerast hjá mér að ég er alveg að drukkna í því...ehemmm. Jújú ég fór í matarboðið til Drafnar, gerðum delissíus djúpsteiktar rækjubollur sem áttu að vera forréttur en urðu reyndar for-eftirréttur vegna skipulagsleysis Drafnar elsku;) Eftirrétturinn var svo ekki etinn fyrr en rétt fyrir tíu, enn meira delissíus osta-epla kaka, algjört möst, verð að fá uppskriftina, og svo lagðist ég fyrir framan sjónvarpið hjá henni og stein sofnaði og Bjartmar líka, liggjandi í kjöltu mér...það var rosa gott nema hvað að þegar ég vaknaði þurfti ég að hjóla heim og það var ekkert spes því Dröfn býr næstum á enda veraldar sko, eða í Keilusíðu.
Svo bara búin að liggja í letilífi má segja, var einungis að vinna til hálf fimm í gær, engin afköst hérna, vorum samt nokkuð snögg að setja út grenivíkurveginn, enda ekki nema 600 metrar. Ahhh...já er ekki spennandi að lesa alltaf um vegagerð? Verður að hafa það, konan gerir ekkert annað en vinna og sofa, fær sér kannski stöku bjór, og kannski maður fái sér einn slíkan í kveld, eftir þessa erfiðu vinnuviku;)