þriðjudagur, apríl 22, 2008

Sumarið er tíminn

Sumarið er að koma í Kaupmannahöfn. Á Österbro situr fólk úti á tröppum og borðar samlokur, leikvöllurinn er fullur af glöðum foreldrum með skríkjandi börn, hjólreiðafólkið lætur axlirnar síga. Sólin skín og þíðir vetrarfreðin hjörtu. Köld golan vekur minningar um íslenskt sumar.

Íslenskt sumar með miðnætursól, íslenskt sumar í lopapeysu, íslenskt sumar að safna skeljum í fjörunni í stígvélum. Rauðar kinnar, saltstorkið hár, eistnesk mjólkurferna og krossfiskur.

Sumarið er tíminn...