sunnudagur, maí 04, 2008

Upprifjun

Á sumardaginn fyrsta byrjuðu miklar aðgerðir í Kaupmannahöfn. Ma var mætt á svæðið til að stýra aðgerðum, og byrjaði dagurinn vel. Stína ákvað að skutla okkur frá Lyngby og heim til mín því við vorum með tösku og kassa og það tæki mun styttri tíma en að fara í lestinni. Þar skjátlaðist henni.

Þegar við erum nýkomnar á hraðbrautina fer bíllinn að hegða sér undarlega. Útvarpið slökkti á sér, ljósin fóru og hraðamælirinn lét undarlega. Nokkrum mínútum síðar gaf bíllinn svo upp öndina og við beygðum út á hliðarreinina. Þar sátum við í nokkurn tíma og hugsuðum málið uns við ma ákváðum að fara út og ýta bílnum. Stína setti í annan gír og þar sem brekka var framundan þá ætti þetta að virka. Við ýtum og ýtum, komnar í andnauð og farið að sortna fyrir augum, gefumst á endanum upp og setjumst aftur inn í bílinn. Ég blásandi og másandi lít þá fram í bílinn...arg...Stínfríður...þú verður að hafa svissinn á!!!

Við ýttum svo bílnum í gang og komumst ansi langt í annarri tilraun...það er að segja inn á mið ljósa gatnamót...vinstri beygja...bíllinn dó inn á miðjum gatnamótum. Við ma orðnar þaulvanar, hentumst út úr bílnum á ferð, næstum oltnar um koll báðar tvær, og ýttum bílnum yfir gatnamótin. Þar skildum við ma Stínu eftir, tókum föggur okkar og héldum af stað gangandi. Náðum svo leigubíl á miðri leið og komumst heim til mín í góðu standi.

Framhald fylgir...