laugardagur, apríl 19, 2008

Menn sem hata konur

Ég hef lokað mig af frá umheiminum síðasta sólarhringinn meðan ég kláraði bókina "Mænd der hader kvinder" eftir Stieg Larsson. Ég byrjaði á henni fyrir löngu en datt aldrei almennilega inn í lestrar tempóið fyrr en í gærmorgun. Það var ekki fyrr en á síðu 300 sem sagan byrjaði að vera virkilega spennandi. Ég kláraði svo bókina rétt í þessu, 556 blaðsíður. Snilldar bók. Leiðin liggur beint út í bókabúð til að fjárfesta í bók númer tvö, "Pigen der legede med ilden". Stieg Larsson skrifaði þrjár bækur um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander, "et enestående nyt makkerpar i skandinavisk kriminallitteratur", eins og stendur aftan á bókinni.

Stieg Larsson var sænskur rithöfundur, fæddur árið 1954 og lést árið 2004 úr hjartaáfalli. Kaldhæðni örlaganna að fyrsta bókin í seríunni kom ekki út fyrr en árið 2005 svo hann náði aldrei að upplifa gríðarlegar vinsældir bókanna. "Mænd der hader kvinder" vann Glerlykilinn árið 2006 fyrir bestu glæpasögu á Norðurlöndunum, sömu verðlaun og Arnaldur Indriðason fékk árið 2002 fyrir "Mýrina" og 2003 fyrir "Grafarþögn". Larsson hafði annars gert samning um 10 bækur í seríunni, en dó jú áður en hann náði svo langt. Mér skilst að fjórða bókin sé skrifuð en familían stendur í einhverju lögfræðistappi með útgáfuna.

Þriðja bókin heitir "Luftkastellet der blev sprængt" og eru allar bækurnar jafn ári þykkar, svo ég hef eitthvað að gera í sumarfríinu mínu í maí;) Ég skrifa bókaheitin á dönsku því ég hef ekki hugmynd um hvað þær heita á íslensku!

Ég get allavega mælt með "Mænd der hader kvinder" fyrir þá sem eru lestrarhestar. Fyrir þá sem ekki eru jafn bókhneigðir mæli ég með "Skugga-Baldri" eftir Sjón. Las hana síðasta haust og hún greip mig það fljótt að ég kláraði hana á nokkrum tímum.

Jæja...nennti einhver að lesa þetta? Hehe....