fimmtudagur, maí 13, 2004

Argasti viðbjóður!!

Ég sá í gær þann mesta viðbjóð sem hægt er að hugsa sér. Myndbandið af aftöku bandaríkjamannsins í Írak. Hann var sko ekki hálshöggvinn maðurinn, hausinn var hreinlega sargaður af með hnífi. En það vantar einhverjar tvær mínútur inn í myndbandið, hefur verið klippt áður en einn böðlanna nær hausnum af og heldur honum á lofti. Hefur gengið eitthvað erfiðlega. Hvað er málið?????? Vil ekki trúa því að myndbandið hafi verið raunverulegt, mér varð svo óglatt og fékk hjartslátt og greip fyrir augun og slökkti á myndbandinu nokkrum sinnum áður en ég fékk mig til að horfa á endann á því. En þetta er víst satt og rétt. Hvað heimurinn er viðbjóðslegur.