þriðjudagur, maí 04, 2004

I have a dream!

Búin að sauma dúka í allan fokkins dag, eða tvo dúka og falda eitt stykki síþrykksdæmi. ARG þetta er ekki það skemmtilegasta sem ég geri sko! Ætla svo að fara að elda mér ljúffengt pasta með sósu og sveppum og kannski smá grænmeti. Vantar samt ostinn, verð að hlaupa út í búð í blíðviðrinu, það er sko ekkert pasta án osts. Skelli svo smá parmesan yfir allt og VOILÁ!! Girnilegasta máltíð ever.. þó ég væri alveg til í lungamjúka, blóðuga nautasteik með bernais, steiktum sveppum og kartöflum..og rauðvínsglas með *slef*.

En gjaldþrota manneskjur geta víst ekki leyft sér slíkt nema til hátíðabrigða.

Ætla að dútla mér eitt þæft sjal á morgun, ég er alveg að meika það sem listaspíra sko! Langar ógeðslega að skella mér til Ítalíu í nokkra mánuði og fara á hönnunarnámskeið, það er sko hægt að læra ALLT þar, er búin að vera að stúdera þetta út í gegn, Florence er draumastaðurinn og ég er búin að skoða skóla og gistingu á netinu, svíf alveg um á rósrauðu skýi... fæ mér svo bara vinnu við að plokka vínber eða sitja fyrir eða eitthvað sniðugt. Það er alveg spurning um að láta af þessu verða!

Jæja...læt mér nægja að dreyma um þetta í sumar meðan ég arka um fjöll og firnindi í skítaveðri með GPS tækið.

Ta ta í bili...maginn kallar á sitt!